Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan 5-5 Þróttur | Tíu marka jafntefli í Garðabæ Ísak Hallmundarson skrifar 28. júlí 2020 22:15 Stjarnan - KR Pepsí Max deild kvenna Ksí knattspyrna Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Stjarnan og Þróttur gerðu 5-5 jafntefli í Garðabæ í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. Ótrúleg úrslit í ótrúlegum leik. Stjarnan byrjaði betur en það voru gestirnir úr Þrótti sem skoruðu fyrsta markið gegn gangi leiksins. Það gerðist á 13. mínútu þegar Sóley María Steinarsdóttir skoraði með skalla eftir hornspyrnu, en setja mátti spurningarmerki við varnarleik Stjörnuliðsins í markinu. Aðeins þremur mínútum síðar skoraði Laura Hughes annað mark Þróttar eftir skyndisókn, Stjarnan tapaði boltanum aftarlega á eigin vallarhelmingi, Stephanie Mariana Ribeiro náði boltanum og senti inn fyrir á Lauru sem kláraði færið sitt auðveldlega ein á móti markmanni. Stjarnan minnkaði muninn á 28. mínútu þegar Jana Sól Valdimarsdóttir þrumaði boltanum í þaknetið rétt fyrir utan vítateig Þróttar. Þróttur jók hinsvegar forskotið á 40. mínútu, sama uppskrift og í fyrsta markinu, hornspyrna frá Andreu Rut inn á teig, en í þetta skiptið var það Ólöf Sigríður Kristinsdóttir sem skoraði með skalla. Stjarnan var fljót að svara en fyrirliðinn Arna Dís Arnþórsdóttir minnkaði muninn í 2-3 með marki beint úr hornspyrnu, annað sinn í sumar sem Þróttur fær á sig slíkt mark. Þessum ótrúlega fyrri hálfleik var þó ekki lokið, Ólöf Sigríður skoraði sitt annað mark í leiknum í uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar hún afgreiddi boltann snyrtilega í netið eftir stoðsendingu frá Andreu Rut. Staðan í hálfleik 2-4 Þrótti í vil. Jasmín Erla Ingadóttir minnkaði muninn á 58. mínútu fyrir Stjörnuna með skoti fyrir utan teig, en enn og aftur náðu Þróttarar tveggja marka forystu, þegar Ólöf fullkomnaði þrennu sína á 75. mínútu, í þetta sinn með vinstrifótarskoti framhjá Birtu í marki Stjörnunnar, en áður hafði hún skorað með skalla og hægri fætinum. Fullkomin þrenna. Staðan þarna 3-5 fyrir Þrótti og brekkan orðin brött fyrir heimakonur þegar um 15 mínútur voru eftir af leiknum. Gyða Kristín Gunnarsdóttir kom inn á sem varamaður á 78. mínútu og átti heldur betur eftir að setja mark sitt á leikinn. Á 83. mínútu minnkaði hún muninn með glæsilegu langskoti utan teigs og staðan orðin 4-5. Fimm mínútum síðar, á 88. mínútu, skoraði hún annað mark sitt í leiknum og jafnaði loksins metin fyrir Stjörnuna. Hún átti þá skot fyrir utan teig sem fór af varnarmanni og söng í netinu. Mörkin hefðu hæglega getað orðið fleiri en 5-5 niðurstaðan í rosalegum knattspyrnuleik. Af hverju var jafntefli? Það er eiginlega ekki hægt að útskýra hvað gerðist í kvöld. Liðin neituðu að verjast og þrátt fyrir að Stjarnan hafi verið töluvert meira með boltann fengu þær á sig ódýr mörk eftir skyndisóknir. Það er erfitt að vinna leiki þegar þú færð á þig fimm mörk, en reyndar líka erfitt að vinna ekki ef þú skorar fimm. Niðurstaðan kannski bara sanngjarnt jafntefli, það á enginn skilið meira sem fær á sig fimm mörk. Hverjar stóðu upp úr? Arna Dís Arnþórsdóttir fyrirliði Stjörnunnar og Jasmín Erla áttu báðar mjög góðan leik en sú sem tekur fyrirsagnirnar hjá Stjörnunni er hiklaust Gyða Kristín Gunnarsdóttir sem kom inná sem varamaður og skoraði fyrstu tvö mörkin sín í meistaraflokki og bjargaði þar með stigi fyrir Stjörnuna. Hún var meira að segja nálægt því að skora þrennu, alveg mögnuð innkoma. Hjá Þrótti var það Ólöf Sigríður Kristinsdóttir en hún skoraði fullkomna þrennu og hlýtur að gera tilkall til þess að vera valin leikmaður leiksins. Þá átti Andrea Rut Bjarnadóttir frábæran leik og lagði upp þrjú mörk. Hvað gekk illa? Varnarleikur beggja liða og markvarsla, svo einfalt er það. Stjarnan fékk á sig þrjú eða fjögur mörk sem er eingöngu hægt að skrifa á varnarmistök og Friðrika Arnardóttir í marki Þróttar átti að gera betur í nokkrum mörkum sem Stjarnan skoraði, ef mér skjátlast ekki voru öll mörk Stjörnunnar fyrir utan teig, þar á meðal eitt mark beint úr hornspyrnu sem er ekki boðlegt í efstu deild. Hvað gerist næst? Stjörnunnar bíður eins erfitt verkefni og hægt er, þær heimsækja Breiðablik á Kópavogsvöll þann 6. ágúst en Blikar hafa ekki fengið á sig mark og unnið alla leiki sína til þessa. Þróttur fær Þór/KA í heimsókn í sex stiga leik. Nik Anthony: Skrýtnasti leikur sem ég hef tekið þátt í ,,Þetta var einn skrýtnasti leikur sem ég hef tekið þátt í, sem leikmaður og þjálfari. Við áttum ekki skilið neitt út úr þessum leik, þrátt fyrir að skora fimm mörk. Stjarnan var betra lið frá upphafi til enda,‘‘ sagði Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Þróttar, eftir ótrúlegan tíu marka fótboltaleik. Þróttur skoraði fimm mörk á útivelli en niðurstaðan samt bara eitt stig. ,,Við vorum 5-3 yfir þegar 15 mínútur voru eftir. Það ætti að vera nóg til að vinna leikinn en ég veit ekki hvað gerðist, formið gæti hafa haft áhrif í lokin.‘‘ Aðspurður hvað hann telji ástæðuna fyrir því að bæði lið fengu á sig fimm mörk hafði Nik engin svör. ,,Ég veit það ekki. Þetta var allt bara mjög skrýtið. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir skoraði þrennu fyrir Þrótt í leiknum, sína fyrstu þrennu á ferlinum. ,,Hún var mjög ógnandi fram á við. Fullkomin þrenna held ég, skalli, hægrifótarskot og vinstrifótarskot,‘‘ sagði Nik ánægður með hennar framlag. Kristján: Rokk og ról ,,Þetta var bara rokk og ról, það var þannig sem við lögðum upp leikinn, henda smá rokki í þetta og við vorum lengi að læra að dansa eins og Bandaríkjamaðurinn í gamla daga en þegar við komumst upp á lagið með það var boðið upp á alvöru dans hérna í lokin,‘‘ sagði Kristján Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar. Varnarleikur Stjörnunnar hefur ekki verið upp á marga fiska í sumar og þrátt fyrir að stjórna flestum leikjum hefur liðið verið að fá á sig mikið af mörkum úr skyndisóknum. ,,Andstæðingurinn þarf of fá færi til að skora á okkur, það hefur verið þannig í leikjunum undanfarið. Kannski af því við erum framarlega á vellinum og bjóðum upp á það. En vel gert að koma til baka og jafna.‘‘ ,,Við erum með gríðarlega skemmtilegt lið heilt yfir, í mjög góðu standi og sóknarmennirnir eru óhræddir við að fara á markið. Við erum kannski að gefa of opin færi á okkur en varnarleikurinn er líka framherjarnir en eins og ég segi það þarf of fá færi á okkur til að skora. Við erum bara í þessu til að læra, spila og hafa gaman,‘‘ sagði Kristján nokkuð léttur. Næst mætir Stjarnan toppliði Blika sem hefur ekki fengið á sig mark. ,,Við reynum aðeins að halda áfram í þessu rokk og ról sem var í dag og hafa gaman og sjáum hvað stelpurnar gera,‘‘ sagði Kristján um næsta leik. Gyða Kristín: Hefði viljað koma fyrr inná Gyða Kristín Gunnarsdóttir kom inn á fyrir Stjörnuna og bjargaði stigi með tveimur mörkum undir lok leiks. ,,Þetta var ánægjulegt en við hefðum vilja taka þrjú stig,‘‘ sagði Gyða eftir leik. Aðspurð hvort leikurinn hefði ekki verið skemmtilegur áhorfs á varamannabekknum sagðist hún hafa viljað koma fyrr inná völlinn. ,,Það var mjög skemmtilegt en ég hefði viljað sjá mig koma fyrr inná.‘‘ ,,Þetta var eitthvað samskiptaleysi og mjög klaufaleg mörk sem við gáfum. Þetta á ekki að gerast. Við erum að gera vel og halda boltanum ágætlega og þetta er allt að koma hjá okkur, þannig við erum bara bjartsýnar. Við stefnum á þrjú stig í næsta leik,‘‘ sagði Gyða að lokum, en í næsta leik mætir Stjarnan toppliði Breiðabliks. Pepsi Max-deild kvenna
Stjarnan og Þróttur gerðu 5-5 jafntefli í Garðabæ í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. Ótrúleg úrslit í ótrúlegum leik. Stjarnan byrjaði betur en það voru gestirnir úr Þrótti sem skoruðu fyrsta markið gegn gangi leiksins. Það gerðist á 13. mínútu þegar Sóley María Steinarsdóttir skoraði með skalla eftir hornspyrnu, en setja mátti spurningarmerki við varnarleik Stjörnuliðsins í markinu. Aðeins þremur mínútum síðar skoraði Laura Hughes annað mark Þróttar eftir skyndisókn, Stjarnan tapaði boltanum aftarlega á eigin vallarhelmingi, Stephanie Mariana Ribeiro náði boltanum og senti inn fyrir á Lauru sem kláraði færið sitt auðveldlega ein á móti markmanni. Stjarnan minnkaði muninn á 28. mínútu þegar Jana Sól Valdimarsdóttir þrumaði boltanum í þaknetið rétt fyrir utan vítateig Þróttar. Þróttur jók hinsvegar forskotið á 40. mínútu, sama uppskrift og í fyrsta markinu, hornspyrna frá Andreu Rut inn á teig, en í þetta skiptið var það Ólöf Sigríður Kristinsdóttir sem skoraði með skalla. Stjarnan var fljót að svara en fyrirliðinn Arna Dís Arnþórsdóttir minnkaði muninn í 2-3 með marki beint úr hornspyrnu, annað sinn í sumar sem Þróttur fær á sig slíkt mark. Þessum ótrúlega fyrri hálfleik var þó ekki lokið, Ólöf Sigríður skoraði sitt annað mark í leiknum í uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar hún afgreiddi boltann snyrtilega í netið eftir stoðsendingu frá Andreu Rut. Staðan í hálfleik 2-4 Þrótti í vil. Jasmín Erla Ingadóttir minnkaði muninn á 58. mínútu fyrir Stjörnuna með skoti fyrir utan teig, en enn og aftur náðu Þróttarar tveggja marka forystu, þegar Ólöf fullkomnaði þrennu sína á 75. mínútu, í þetta sinn með vinstrifótarskoti framhjá Birtu í marki Stjörnunnar, en áður hafði hún skorað með skalla og hægri fætinum. Fullkomin þrenna. Staðan þarna 3-5 fyrir Þrótti og brekkan orðin brött fyrir heimakonur þegar um 15 mínútur voru eftir af leiknum. Gyða Kristín Gunnarsdóttir kom inn á sem varamaður á 78. mínútu og átti heldur betur eftir að setja mark sitt á leikinn. Á 83. mínútu minnkaði hún muninn með glæsilegu langskoti utan teigs og staðan orðin 4-5. Fimm mínútum síðar, á 88. mínútu, skoraði hún annað mark sitt í leiknum og jafnaði loksins metin fyrir Stjörnuna. Hún átti þá skot fyrir utan teig sem fór af varnarmanni og söng í netinu. Mörkin hefðu hæglega getað orðið fleiri en 5-5 niðurstaðan í rosalegum knattspyrnuleik. Af hverju var jafntefli? Það er eiginlega ekki hægt að útskýra hvað gerðist í kvöld. Liðin neituðu að verjast og þrátt fyrir að Stjarnan hafi verið töluvert meira með boltann fengu þær á sig ódýr mörk eftir skyndisóknir. Það er erfitt að vinna leiki þegar þú færð á þig fimm mörk, en reyndar líka erfitt að vinna ekki ef þú skorar fimm. Niðurstaðan kannski bara sanngjarnt jafntefli, það á enginn skilið meira sem fær á sig fimm mörk. Hverjar stóðu upp úr? Arna Dís Arnþórsdóttir fyrirliði Stjörnunnar og Jasmín Erla áttu báðar mjög góðan leik en sú sem tekur fyrirsagnirnar hjá Stjörnunni er hiklaust Gyða Kristín Gunnarsdóttir sem kom inná sem varamaður og skoraði fyrstu tvö mörkin sín í meistaraflokki og bjargaði þar með stigi fyrir Stjörnuna. Hún var meira að segja nálægt því að skora þrennu, alveg mögnuð innkoma. Hjá Þrótti var það Ólöf Sigríður Kristinsdóttir en hún skoraði fullkomna þrennu og hlýtur að gera tilkall til þess að vera valin leikmaður leiksins. Þá átti Andrea Rut Bjarnadóttir frábæran leik og lagði upp þrjú mörk. Hvað gekk illa? Varnarleikur beggja liða og markvarsla, svo einfalt er það. Stjarnan fékk á sig þrjú eða fjögur mörk sem er eingöngu hægt að skrifa á varnarmistök og Friðrika Arnardóttir í marki Þróttar átti að gera betur í nokkrum mörkum sem Stjarnan skoraði, ef mér skjátlast ekki voru öll mörk Stjörnunnar fyrir utan teig, þar á meðal eitt mark beint úr hornspyrnu sem er ekki boðlegt í efstu deild. Hvað gerist næst? Stjörnunnar bíður eins erfitt verkefni og hægt er, þær heimsækja Breiðablik á Kópavogsvöll þann 6. ágúst en Blikar hafa ekki fengið á sig mark og unnið alla leiki sína til þessa. Þróttur fær Þór/KA í heimsókn í sex stiga leik. Nik Anthony: Skrýtnasti leikur sem ég hef tekið þátt í ,,Þetta var einn skrýtnasti leikur sem ég hef tekið þátt í, sem leikmaður og þjálfari. Við áttum ekki skilið neitt út úr þessum leik, þrátt fyrir að skora fimm mörk. Stjarnan var betra lið frá upphafi til enda,‘‘ sagði Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Þróttar, eftir ótrúlegan tíu marka fótboltaleik. Þróttur skoraði fimm mörk á útivelli en niðurstaðan samt bara eitt stig. ,,Við vorum 5-3 yfir þegar 15 mínútur voru eftir. Það ætti að vera nóg til að vinna leikinn en ég veit ekki hvað gerðist, formið gæti hafa haft áhrif í lokin.‘‘ Aðspurður hvað hann telji ástæðuna fyrir því að bæði lið fengu á sig fimm mörk hafði Nik engin svör. ,,Ég veit það ekki. Þetta var allt bara mjög skrýtið. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir skoraði þrennu fyrir Þrótt í leiknum, sína fyrstu þrennu á ferlinum. ,,Hún var mjög ógnandi fram á við. Fullkomin þrenna held ég, skalli, hægrifótarskot og vinstrifótarskot,‘‘ sagði Nik ánægður með hennar framlag. Kristján: Rokk og ról ,,Þetta var bara rokk og ról, það var þannig sem við lögðum upp leikinn, henda smá rokki í þetta og við vorum lengi að læra að dansa eins og Bandaríkjamaðurinn í gamla daga en þegar við komumst upp á lagið með það var boðið upp á alvöru dans hérna í lokin,‘‘ sagði Kristján Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar. Varnarleikur Stjörnunnar hefur ekki verið upp á marga fiska í sumar og þrátt fyrir að stjórna flestum leikjum hefur liðið verið að fá á sig mikið af mörkum úr skyndisóknum. ,,Andstæðingurinn þarf of fá færi til að skora á okkur, það hefur verið þannig í leikjunum undanfarið. Kannski af því við erum framarlega á vellinum og bjóðum upp á það. En vel gert að koma til baka og jafna.‘‘ ,,Við erum með gríðarlega skemmtilegt lið heilt yfir, í mjög góðu standi og sóknarmennirnir eru óhræddir við að fara á markið. Við erum kannski að gefa of opin færi á okkur en varnarleikurinn er líka framherjarnir en eins og ég segi það þarf of fá færi á okkur til að skora. Við erum bara í þessu til að læra, spila og hafa gaman,‘‘ sagði Kristján nokkuð léttur. Næst mætir Stjarnan toppliði Blika sem hefur ekki fengið á sig mark. ,,Við reynum aðeins að halda áfram í þessu rokk og ról sem var í dag og hafa gaman og sjáum hvað stelpurnar gera,‘‘ sagði Kristján um næsta leik. Gyða Kristín: Hefði viljað koma fyrr inná Gyða Kristín Gunnarsdóttir kom inn á fyrir Stjörnuna og bjargaði stigi með tveimur mörkum undir lok leiks. ,,Þetta var ánægjulegt en við hefðum vilja taka þrjú stig,‘‘ sagði Gyða eftir leik. Aðspurð hvort leikurinn hefði ekki verið skemmtilegur áhorfs á varamannabekknum sagðist hún hafa viljað koma fyrr inná völlinn. ,,Það var mjög skemmtilegt en ég hefði viljað sjá mig koma fyrr inná.‘‘ ,,Þetta var eitthvað samskiptaleysi og mjög klaufaleg mörk sem við gáfum. Þetta á ekki að gerast. Við erum að gera vel og halda boltanum ágætlega og þetta er allt að koma hjá okkur, þannig við erum bara bjartsýnar. Við stefnum á þrjú stig í næsta leik,‘‘ sagði Gyða að lokum, en í næsta leik mætir Stjarnan toppliði Breiðabliks.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti