Sólveig tvístígandi varðandi Flórídaför: „Leiðinlegt að þetta sé svona akkúrat þegar maður ætlaði út“ Sindri Sverrisson skrifar 29. júlí 2020 09:00 Sólveig Jóhannesdóttir Larsen með augun á boltanum í leik gegn Selfossi i sumar. vísir/daníel Sólveig Jóhannesdóttir Larsen hefur stefnt að því í mörg ár að komast í bandaríska háskólafótboltann. Markmiðið átti að verða að veruleika í næsta mánuði en nú ríkir óvissan ein vegna kórónuveirufaraldursins. Sólveig hefur vakið athygli fyrir góða frammistöðu með Fylki í Pepsi Max-deildinni í fótbolta í sumar, þar sem hún hefur leikið sem lánsmaður frá Breiðabliki. Hún var fyrr í þessum mánuði kynnt sem nýr leikmaður University of South Florida, þar sem hún hugðist hefja nám í umhverfisvísindum í ágúst, en Sólveig er enn á Íslandi og bíður fregna af stöðunni í Flórída. „Það kemur vonandi í ljós í þessari viku hvort að deildin sem liðið spilar í verður spiluð í haust. Þá tek ég ákvörðun um hvort ég verð á Íslandi fram í janúar eða fer út í ágúst,“ segir Sólveig við Vísi. „En jafnvel þó að það verði deild þarna þá gæti verið að ég verði hérna á Íslandi fram í janúar, í fjarnámi. Ég ætla að sjá til,“ segir Sólveig, sem er 19 ára gömul og á að baki 32 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Frjáls hérna heima og slæmt að fara út verði keppni frestað Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir, leikmaður Breiðabliks, útskrifaðist frá USF í sumar og kom svo heim til Íslands, en reyndist hafa smitast af kórónuveirunni í Flórída. Þúsundir manna greinast með kórónuveirusmit á hverjum degi í fylkinu og Sólveig er hikandi við að fara út, jafnvel þó að svo færi að keppni yrði ekki aflýst. „Já, eiginlega. Maður er svo frjáls hérna heima. Deildin er í fullum gangi hérna heima og það hefur gengið ágætlega, svo það væri kannski lélegt að fara út og lenda í því að deildinni þar yrði frestað enn meira. Maður er búinn að stefna á þetta frá því að maður var lítill, en svona er bara þetta COVID. Staðan úti er kannski svipuð og hún var í mars hérna heima. Það er auðvitað leiðinlegt að þetta sé svona akkúrat þegar maður ætlaði út, en það er ekkert við því að gera.“ Sólveig Jóhannesdóttir Larsen á láni til Fylkis Sólveig, sem er fædd árið 2000, hefur verið lánuð til Fylkis þar sem...Posted by Knattspyrnudeild Breiðabliks on Föstudagur, 29. maí 2020 Búið er að aflýsa keppni í haust í að minnsta kosti þremur af um þrjátíu riðlum í efstu deild bandaríska háskólafótboltans, en ekki riðli USF. Liðið hefur oft unnið sinn riðil og fór í 16-liða úrslit í úrslitakeppninni á landsvísu síðasta vetur, en féll þar úr leik. „Þetta er mjög gott lið. Andrea Rán var að útskrifast þaðan núna í sumar. Ég talaði við hana til þess að fá smá innsýn í það hvernig skólinn væri og umgjörðin í kringum hann. Hún gaf mjög góð meðmæli og ég treysti henni vel fyrir því,“ segir Sólveig. Fylkiskonur urðu Reykjavíkurmeistarar í vetur og eru í 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar, taplausar með 12 stig eftir sex leiki.VÍSIR/DANÍEL Gæti ekki verið ánægðari í Árbænum Eftir að hafa skorað mark 6. umferðar með afar laglegum hætti, í 1-1 jafntefli við Íslandsmeistara Vals 15. júlí, varð Sólveig fyrir því óláni að togna aftan í læri. Fram að því hafði henni gengið afar vel með Fylki og hún er ánægð með þá ákvörðun að hafa farið að láni í Árbæinn: „Ég gæti ekki verið ánægðari. Það er leiðinlegt að hafa meiðst núna og misst af síðustu tveimur leikjum. Ég verð ekki með gegn Breiðabliki [í dag], þar sem ég má ekki spila gegn þeim, en stefni á að ná næsta leik eftir það, gegn FH,“ segir Sólveig, ánægð með tímabilið sitt til þessa eftir að hafa verið í aukahlutverki hjá Breiðabliki: „Ég er búin að spila svo fáa leiki síðustu ár þannig að maður sér ekki beinlínis bætingu, en það er bara geggjað að vera loksins farin að spila.“ Íslenski boltinn Fylkir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Golf Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Sjá meira
Sólveig Jóhannesdóttir Larsen hefur stefnt að því í mörg ár að komast í bandaríska háskólafótboltann. Markmiðið átti að verða að veruleika í næsta mánuði en nú ríkir óvissan ein vegna kórónuveirufaraldursins. Sólveig hefur vakið athygli fyrir góða frammistöðu með Fylki í Pepsi Max-deildinni í fótbolta í sumar, þar sem hún hefur leikið sem lánsmaður frá Breiðabliki. Hún var fyrr í þessum mánuði kynnt sem nýr leikmaður University of South Florida, þar sem hún hugðist hefja nám í umhverfisvísindum í ágúst, en Sólveig er enn á Íslandi og bíður fregna af stöðunni í Flórída. „Það kemur vonandi í ljós í þessari viku hvort að deildin sem liðið spilar í verður spiluð í haust. Þá tek ég ákvörðun um hvort ég verð á Íslandi fram í janúar eða fer út í ágúst,“ segir Sólveig við Vísi. „En jafnvel þó að það verði deild þarna þá gæti verið að ég verði hérna á Íslandi fram í janúar, í fjarnámi. Ég ætla að sjá til,“ segir Sólveig, sem er 19 ára gömul og á að baki 32 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Frjáls hérna heima og slæmt að fara út verði keppni frestað Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir, leikmaður Breiðabliks, útskrifaðist frá USF í sumar og kom svo heim til Íslands, en reyndist hafa smitast af kórónuveirunni í Flórída. Þúsundir manna greinast með kórónuveirusmit á hverjum degi í fylkinu og Sólveig er hikandi við að fara út, jafnvel þó að svo færi að keppni yrði ekki aflýst. „Já, eiginlega. Maður er svo frjáls hérna heima. Deildin er í fullum gangi hérna heima og það hefur gengið ágætlega, svo það væri kannski lélegt að fara út og lenda í því að deildinni þar yrði frestað enn meira. Maður er búinn að stefna á þetta frá því að maður var lítill, en svona er bara þetta COVID. Staðan úti er kannski svipuð og hún var í mars hérna heima. Það er auðvitað leiðinlegt að þetta sé svona akkúrat þegar maður ætlaði út, en það er ekkert við því að gera.“ Sólveig Jóhannesdóttir Larsen á láni til Fylkis Sólveig, sem er fædd árið 2000, hefur verið lánuð til Fylkis þar sem...Posted by Knattspyrnudeild Breiðabliks on Föstudagur, 29. maí 2020 Búið er að aflýsa keppni í haust í að minnsta kosti þremur af um þrjátíu riðlum í efstu deild bandaríska háskólafótboltans, en ekki riðli USF. Liðið hefur oft unnið sinn riðil og fór í 16-liða úrslit í úrslitakeppninni á landsvísu síðasta vetur, en féll þar úr leik. „Þetta er mjög gott lið. Andrea Rán var að útskrifast þaðan núna í sumar. Ég talaði við hana til þess að fá smá innsýn í það hvernig skólinn væri og umgjörðin í kringum hann. Hún gaf mjög góð meðmæli og ég treysti henni vel fyrir því,“ segir Sólveig. Fylkiskonur urðu Reykjavíkurmeistarar í vetur og eru í 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar, taplausar með 12 stig eftir sex leiki.VÍSIR/DANÍEL Gæti ekki verið ánægðari í Árbænum Eftir að hafa skorað mark 6. umferðar með afar laglegum hætti, í 1-1 jafntefli við Íslandsmeistara Vals 15. júlí, varð Sólveig fyrir því óláni að togna aftan í læri. Fram að því hafði henni gengið afar vel með Fylki og hún er ánægð með þá ákvörðun að hafa farið að láni í Árbæinn: „Ég gæti ekki verið ánægðari. Það er leiðinlegt að hafa meiðst núna og misst af síðustu tveimur leikjum. Ég verð ekki með gegn Breiðabliki [í dag], þar sem ég má ekki spila gegn þeim, en stefni á að ná næsta leik eftir það, gegn FH,“ segir Sólveig, ánægð með tímabilið sitt til þessa eftir að hafa verið í aukahlutverki hjá Breiðabliki: „Ég er búin að spila svo fáa leiki síðustu ár þannig að maður sér ekki beinlínis bætingu, en það er bara geggjað að vera loksins farin að spila.“
Íslenski boltinn Fylkir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Golf Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast