Andri: Voðalegt hálfkák í fyrri hálfleik Einar Kárason skrifar 28. júlí 2020 20:57 Eyjastúlkur eru komnar með tvo sigra í röð. vísir/daníel Andri Ólafsson, þjálfari ÍBV, var að vonum ánægður í eftir ótrúlega endurkomu ÍBV gegn Selfoss í Suðurlandsslagnum í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld. Eyjastúlkur lentu 2-0 undir en komu til baka og unnu leikinn 3-2 en þetta var annar sigur ÍBV í röð. „Geggjað comeback hjá okkur. Við vorum ekki sátt með fyrstu mínúturnar í fyrri hálfleik. Við gefum þeim í raun bara tvö mörk, eða þannig, „gefum.“ Kannski bara vel gert hjá þeim en við hefðum viljað vera í betri stöðu í hálfleik. En við breyttum aðeins í hálfleik. Færðum í 4-3-3 og settum pressu á þær og það gekk.“ Gestirnir frá Selfossi fóru inn í hálfleikinn tveimur mörkum yfir en Eyjastúlkur kollvörpuðu leiknum í þeim síðari. „Við ræddum að við verðum að hafa trú á því að geta skorað ef við ætlum að skora. Þetta var voðalegt hálfkák í fyrri hálfleik. Menn í vitlausum hlaupum og höfðu ekki trú á þessu fannst mér. Við breyttum um taktík og settum bara á þær. Það telur aðeins að hafa smá vind í bakið.“ Sigurmarkið kom á 90. mínútu eftir að jöfnunarmarkið hafi komið þegar fimm mínútur lifðu leiks. Kristjana Kristjánsdóttir skoraði jöfnunarmarkið en hún færðist framar á völlinn þegar líða tók á leikinn. „Geggjað að svona stór og kraftmikill leikmaður eigi þessa orku eftir 90 mínútur. Það var ljúft að sjá hana setja hann inn.“ Olga Sevcova var besti maður vallarins í dag, með mark og tvær stoðsendingar. „Við erum búnir að vera að reyna að kreista aðeins meira út úr henni og vonandi er hún bara að komast í betri takt við okkur. Hún er hörkuleikmaður og bara þvílík gæði í fótbolta.“ Spurður að því hvort hann væri ekki sáttur með að ná að tengja saman sigurleiki hló hann létt og svaraði í stuttu máli. „Já.“ Pepsi Max-deild kvenna ÍBV Tengdar fréttir Leik lokið: ÍBV - Selfoss 3-2 | Lygileg endurkoma á Hásteinsvelli ÍBV hefur unnið tvo leiki í röð eftir lygilega endurkomu gegn Selfoss í Suðurlandsslagnum. 28. júlí 2020 21:30 Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Sport „Afar óraunhæft“ að halda ÓL 2021 ef ekki finnst bóluefni Sport Ekkert verður af endurkomu McGregor í búrið Sport Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Andri Ólafsson, þjálfari ÍBV, var að vonum ánægður í eftir ótrúlega endurkomu ÍBV gegn Selfoss í Suðurlandsslagnum í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld. Eyjastúlkur lentu 2-0 undir en komu til baka og unnu leikinn 3-2 en þetta var annar sigur ÍBV í röð. „Geggjað comeback hjá okkur. Við vorum ekki sátt með fyrstu mínúturnar í fyrri hálfleik. Við gefum þeim í raun bara tvö mörk, eða þannig, „gefum.“ Kannski bara vel gert hjá þeim en við hefðum viljað vera í betri stöðu í hálfleik. En við breyttum aðeins í hálfleik. Færðum í 4-3-3 og settum pressu á þær og það gekk.“ Gestirnir frá Selfossi fóru inn í hálfleikinn tveimur mörkum yfir en Eyjastúlkur kollvörpuðu leiknum í þeim síðari. „Við ræddum að við verðum að hafa trú á því að geta skorað ef við ætlum að skora. Þetta var voðalegt hálfkák í fyrri hálfleik. Menn í vitlausum hlaupum og höfðu ekki trú á þessu fannst mér. Við breyttum um taktík og settum bara á þær. Það telur aðeins að hafa smá vind í bakið.“ Sigurmarkið kom á 90. mínútu eftir að jöfnunarmarkið hafi komið þegar fimm mínútur lifðu leiks. Kristjana Kristjánsdóttir skoraði jöfnunarmarkið en hún færðist framar á völlinn þegar líða tók á leikinn. „Geggjað að svona stór og kraftmikill leikmaður eigi þessa orku eftir 90 mínútur. Það var ljúft að sjá hana setja hann inn.“ Olga Sevcova var besti maður vallarins í dag, með mark og tvær stoðsendingar. „Við erum búnir að vera að reyna að kreista aðeins meira út úr henni og vonandi er hún bara að komast í betri takt við okkur. Hún er hörkuleikmaður og bara þvílík gæði í fótbolta.“ Spurður að því hvort hann væri ekki sáttur með að ná að tengja saman sigurleiki hló hann létt og svaraði í stuttu máli. „Já.“
Pepsi Max-deild kvenna ÍBV Tengdar fréttir Leik lokið: ÍBV - Selfoss 3-2 | Lygileg endurkoma á Hásteinsvelli ÍBV hefur unnið tvo leiki í röð eftir lygilega endurkomu gegn Selfoss í Suðurlandsslagnum. 28. júlí 2020 21:30 Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Sport „Afar óraunhæft“ að halda ÓL 2021 ef ekki finnst bóluefni Sport Ekkert verður af endurkomu McGregor í búrið Sport Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Leik lokið: ÍBV - Selfoss 3-2 | Lygileg endurkoma á Hásteinsvelli ÍBV hefur unnið tvo leiki í röð eftir lygilega endurkomu gegn Selfoss í Suðurlandsslagnum. 28. júlí 2020 21:30