Eyjamenn gagnrýna meintan flutning Ólafs Helga til Eyja Sylvía Hall skrifar 28. júlí 2020 23:55 Hildur Sólveig Sigurðardóttir bæjarfulltrúi segir óeðlilegt að færa Ólaf Helga til Vestmannaeyja ef niðurstaðan er sú að hann er óhæfur til að gegna embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum. Vísir „Það liggur auðvitað í hlutarins eðli að sé lögreglustjóri óhæfur til að sinna sínu embætti á Suðurnesjum er hann jafn óhæfur til að sinna því í Vestmannaeyjum,“ segir Hildur Sólveig Sigurðardóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum, í færslu á Facebook. Þar deilir hún frétt þar sem greint er frá því að dómsmálaráðherra hafi tilkynnt Ólafi Helga Kjartanssyni, lögreglustjóra á Suðurnesjum, að hann verði fluttur til Vestmannaeyja. Að sögn Hildar væri slíkur flutningur óásættanlegur og gjaldfelling á embættinu í Vestmannaeyjum. Mikið hefur gustað um embætti lögreglunnar á Suðurnesjum undanfarna daga. Vísir greindi frá því í síðustu viku að fjórir af sjö æðstu yfirmönnum embættisins ynnu gegn honum og héldu upplýsingum frá honum. Þá hefðu starfsmenn kvartað undan framkomu Ólafs Helga en ekki hafi verið tekið á þeim málum heldur hafi hann hótað starfsmönnunum brottrekstri. Hópur yfirmanna hafi jafnframt kvartað undan honum til dómsmálaráðuneytisins. Hildur segir eðlilegast ef staða lögreglustjórans í Vestmannaeyjum yrði auglýst. Þá gæti Ólafur Helgi sótt um eins og hver annar, en það væri óeðlilegt að færa hann þangað og þá sérstaklega í ljósi þeirrar stöðu sem uppi er á Suðurnesjum. „Að veita einhverjum tækifæri umfram annan og hvað þá einhverjum sem nota bene er hringamiðjan í þessu erfiða máli á Suðurnesjum væri óásættanlegt,“ skrifar Hildur. Kjartan Vídó Ólafsson, markaðsstjóri Handknattleikssambands Íslands, tjáir sig einnig um málið á Twitter síðu sinni. Þar hvetur hann Víði Reynisson yfirlögregluþjón til þess að sækja um og beinir því næst orðum sínum að Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra og segir Vestmannaeyjar ekki „ruslakistu fyrir óhæfa embættismenn“. Ég skora á Eyjamanninn @VidirReynisson að sækja um embættið og flytja heim! Ég kem með rétt á eftir þér heim Víðir!@aslaugarna póstnúmerið 900 er ekki ruslakista fyrir óhæfa embættismenn!! Eyjamenn eru Bítlafólk ekki Stones!!https://t.co/13vQApaTJq— Kjartan Vído (@VidoKjartan) July 28, 2020 Samfélagsmiðlar Lögreglan Vestmannaeyjar Suðurnesjabær Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra tjáir sig ekki um stöðuna á Suðurnesjum Dómsmálaráðherra hyggst ekki tjá sig um ólguna meðal starfsfólks lögreglunnar á Suðurnesjum. 24. júlí 2020 13:07 Starfsfólk kvartað undan áreitni, ráðningum og stöðuveitingum Mikið hefur gustað um embætti lögreglunnar á Suðurnesjum undanfarna daga eftir að greint var frá því að fjórir yfirmenn innan embættisins hafi verið sagðir reyna að grafa undan Ólafi Helga Kjartanssyni lögreglustjóra. 25. júlí 2020 19:57 Fjórir yfirmenn lögreglunnar á Suðurnesjum sagðir reyna að grafa undan lögreglustjóra Djúpstæð og alvarleg átök innan lögreglunnar á Suðurnesjum. 22. júlí 2020 16:26 Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
„Það liggur auðvitað í hlutarins eðli að sé lögreglustjóri óhæfur til að sinna sínu embætti á Suðurnesjum er hann jafn óhæfur til að sinna því í Vestmannaeyjum,“ segir Hildur Sólveig Sigurðardóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum, í færslu á Facebook. Þar deilir hún frétt þar sem greint er frá því að dómsmálaráðherra hafi tilkynnt Ólafi Helga Kjartanssyni, lögreglustjóra á Suðurnesjum, að hann verði fluttur til Vestmannaeyja. Að sögn Hildar væri slíkur flutningur óásættanlegur og gjaldfelling á embættinu í Vestmannaeyjum. Mikið hefur gustað um embætti lögreglunnar á Suðurnesjum undanfarna daga. Vísir greindi frá því í síðustu viku að fjórir af sjö æðstu yfirmönnum embættisins ynnu gegn honum og héldu upplýsingum frá honum. Þá hefðu starfsmenn kvartað undan framkomu Ólafs Helga en ekki hafi verið tekið á þeim málum heldur hafi hann hótað starfsmönnunum brottrekstri. Hópur yfirmanna hafi jafnframt kvartað undan honum til dómsmálaráðuneytisins. Hildur segir eðlilegast ef staða lögreglustjórans í Vestmannaeyjum yrði auglýst. Þá gæti Ólafur Helgi sótt um eins og hver annar, en það væri óeðlilegt að færa hann þangað og þá sérstaklega í ljósi þeirrar stöðu sem uppi er á Suðurnesjum. „Að veita einhverjum tækifæri umfram annan og hvað þá einhverjum sem nota bene er hringamiðjan í þessu erfiða máli á Suðurnesjum væri óásættanlegt,“ skrifar Hildur. Kjartan Vídó Ólafsson, markaðsstjóri Handknattleikssambands Íslands, tjáir sig einnig um málið á Twitter síðu sinni. Þar hvetur hann Víði Reynisson yfirlögregluþjón til þess að sækja um og beinir því næst orðum sínum að Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra og segir Vestmannaeyjar ekki „ruslakistu fyrir óhæfa embættismenn“. Ég skora á Eyjamanninn @VidirReynisson að sækja um embættið og flytja heim! Ég kem með rétt á eftir þér heim Víðir!@aslaugarna póstnúmerið 900 er ekki ruslakista fyrir óhæfa embættismenn!! Eyjamenn eru Bítlafólk ekki Stones!!https://t.co/13vQApaTJq— Kjartan Vído (@VidoKjartan) July 28, 2020
Samfélagsmiðlar Lögreglan Vestmannaeyjar Suðurnesjabær Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra tjáir sig ekki um stöðuna á Suðurnesjum Dómsmálaráðherra hyggst ekki tjá sig um ólguna meðal starfsfólks lögreglunnar á Suðurnesjum. 24. júlí 2020 13:07 Starfsfólk kvartað undan áreitni, ráðningum og stöðuveitingum Mikið hefur gustað um embætti lögreglunnar á Suðurnesjum undanfarna daga eftir að greint var frá því að fjórir yfirmenn innan embættisins hafi verið sagðir reyna að grafa undan Ólafi Helga Kjartanssyni lögreglustjóra. 25. júlí 2020 19:57 Fjórir yfirmenn lögreglunnar á Suðurnesjum sagðir reyna að grafa undan lögreglustjóra Djúpstæð og alvarleg átök innan lögreglunnar á Suðurnesjum. 22. júlí 2020 16:26 Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Dómsmálaráðherra tjáir sig ekki um stöðuna á Suðurnesjum Dómsmálaráðherra hyggst ekki tjá sig um ólguna meðal starfsfólks lögreglunnar á Suðurnesjum. 24. júlí 2020 13:07
Starfsfólk kvartað undan áreitni, ráðningum og stöðuveitingum Mikið hefur gustað um embætti lögreglunnar á Suðurnesjum undanfarna daga eftir að greint var frá því að fjórir yfirmenn innan embættisins hafi verið sagðir reyna að grafa undan Ólafi Helga Kjartanssyni lögreglustjóra. 25. júlí 2020 19:57
Fjórir yfirmenn lögreglunnar á Suðurnesjum sagðir reyna að grafa undan lögreglustjóra Djúpstæð og alvarleg átök innan lögreglunnar á Suðurnesjum. 22. júlí 2020 16:26