Nýta helgina til að undirbúa sig undir samkomubannið Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. mars 2020 23:28 Starfsmenn Krónunnar nýta nú helgina til að undirbúa sig undir samkomubann sem hefst á mánudag. Starfsmenn munu sjá til þess að ekki sé minna en tveggja metra bil á milli viðskiptavina í biðröðum auk þess sem passað verður upp á að aldrei fleiri en hundrað verði inni í einu. Á mánudaginn hefst fjögurra vikna samkomubann og miðast bannið við hundrað manna samkomur. Þurfa hin ýmsu fyrirtæki að gera ráðstafanir. Þar á meðal matvöruverslanir en Krónan hefur nýtt helgina til undirbúnings. „Við erum að undirbúa okkur undir mánudaginn. Það eru tilmæli um að það megi ekki koma fleiri en hundrað manns inn í verslun í einu og við munum byrja að telja inn strax á mánudag. við eigum ekki von á því að þurfa að hleypa inn í hollum það er svona helst í stærri verslunum okkar á háannatíma sem það gæti komið til,“ sagði Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir, markaðsstjóri Krónunnar. Ýmsar ráðstafanir hafa verið gerðar. Búið er að koma upp handspritti við inngang verslana auk plasthanska fyrir viðskiptavini. „Allir okkar ferlar taka mið af tilmælum almannavarna þannig við erum núna búin að auka þrif gríðarlega. Við erum að þrífa alla snertifleti mjög oft. Sjálfsafgreiðslukassar eru þrifnir á hálftíma fresti og svo erum við að bjóða viðskiptavinum okkar upp á spritt og hanska við inngang og útgang og mælumst til þess að fólk noti þá,“ sagði Hjördís. Þá hefur verið tekin ákvörðun um að setja lausar vörur í plast til að stemma stigum við smithættu. „Opnunartíminn okkar er mjög rúmur. Í mörgun verslunum opnar klukkan 9 og er opið til 21. Verslanir okkar eru mjög rúmar og það auðveldar viðskiptavinum að halda fjarlægð og við mælumst til að þeir haldi tveggja metra fjarlægð,“ sagði Hjördís. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Aldrei fór ég suður fer fram þrátt fyrir samkomubann: „Ekki koma samt“ Forsvarsmenn vestfirsku tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður ætla að halda ótrauð áfram þrátt fyrir samkomubann. Hátíðin verður haldin en þó með breyttu sniði. 14. mars 2020 18:48 Bretar sagðir ætla að koma á samkomubanni Samgöngubann gæti tekið gildi á Bretlandi í næstu viku. Hótel- og veitingageirinn óttast að tilveru margra fyrirtækja sé ógnað vegna hrapandi eftirspurnar í miðjum kórónuveiruheimsfaraldri. 14. mars 2020 09:56 Talið inn í búðirnar og út úr þeim Verslunarmenn munu telja þá viðskiptavini sem fara inn í búðirnar og sömuleiðis þá sem fara út úr þeim. Þetta sé nauðsynlegt til að farið verði að reglum um samkomubann. 13. mars 2020 14:26 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Sjá meira
Starfsmenn Krónunnar nýta nú helgina til að undirbúa sig undir samkomubann sem hefst á mánudag. Starfsmenn munu sjá til þess að ekki sé minna en tveggja metra bil á milli viðskiptavina í biðröðum auk þess sem passað verður upp á að aldrei fleiri en hundrað verði inni í einu. Á mánudaginn hefst fjögurra vikna samkomubann og miðast bannið við hundrað manna samkomur. Þurfa hin ýmsu fyrirtæki að gera ráðstafanir. Þar á meðal matvöruverslanir en Krónan hefur nýtt helgina til undirbúnings. „Við erum að undirbúa okkur undir mánudaginn. Það eru tilmæli um að það megi ekki koma fleiri en hundrað manns inn í verslun í einu og við munum byrja að telja inn strax á mánudag. við eigum ekki von á því að þurfa að hleypa inn í hollum það er svona helst í stærri verslunum okkar á háannatíma sem það gæti komið til,“ sagði Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir, markaðsstjóri Krónunnar. Ýmsar ráðstafanir hafa verið gerðar. Búið er að koma upp handspritti við inngang verslana auk plasthanska fyrir viðskiptavini. „Allir okkar ferlar taka mið af tilmælum almannavarna þannig við erum núna búin að auka þrif gríðarlega. Við erum að þrífa alla snertifleti mjög oft. Sjálfsafgreiðslukassar eru þrifnir á hálftíma fresti og svo erum við að bjóða viðskiptavinum okkar upp á spritt og hanska við inngang og útgang og mælumst til þess að fólk noti þá,“ sagði Hjördís. Þá hefur verið tekin ákvörðun um að setja lausar vörur í plast til að stemma stigum við smithættu. „Opnunartíminn okkar er mjög rúmur. Í mörgun verslunum opnar klukkan 9 og er opið til 21. Verslanir okkar eru mjög rúmar og það auðveldar viðskiptavinum að halda fjarlægð og við mælumst til að þeir haldi tveggja metra fjarlægð,“ sagði Hjördís.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Aldrei fór ég suður fer fram þrátt fyrir samkomubann: „Ekki koma samt“ Forsvarsmenn vestfirsku tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður ætla að halda ótrauð áfram þrátt fyrir samkomubann. Hátíðin verður haldin en þó með breyttu sniði. 14. mars 2020 18:48 Bretar sagðir ætla að koma á samkomubanni Samgöngubann gæti tekið gildi á Bretlandi í næstu viku. Hótel- og veitingageirinn óttast að tilveru margra fyrirtækja sé ógnað vegna hrapandi eftirspurnar í miðjum kórónuveiruheimsfaraldri. 14. mars 2020 09:56 Talið inn í búðirnar og út úr þeim Verslunarmenn munu telja þá viðskiptavini sem fara inn í búðirnar og sömuleiðis þá sem fara út úr þeim. Þetta sé nauðsynlegt til að farið verði að reglum um samkomubann. 13. mars 2020 14:26 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Sjá meira
Aldrei fór ég suður fer fram þrátt fyrir samkomubann: „Ekki koma samt“ Forsvarsmenn vestfirsku tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður ætla að halda ótrauð áfram þrátt fyrir samkomubann. Hátíðin verður haldin en þó með breyttu sniði. 14. mars 2020 18:48
Bretar sagðir ætla að koma á samkomubanni Samgöngubann gæti tekið gildi á Bretlandi í næstu viku. Hótel- og veitingageirinn óttast að tilveru margra fyrirtækja sé ógnað vegna hrapandi eftirspurnar í miðjum kórónuveiruheimsfaraldri. 14. mars 2020 09:56
Talið inn í búðirnar og út úr þeim Verslunarmenn munu telja þá viðskiptavini sem fara inn í búðirnar og sömuleiðis þá sem fara út úr þeim. Þetta sé nauðsynlegt til að farið verði að reglum um samkomubann. 13. mars 2020 14:26