„Stöndum saman í þessu“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. júlí 2020 12:08 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Vísir/Arnar Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir ljóst að með hertum samkomutakmörkunum sé verið að beina þeim tilmælum til fólks að viðburðum sem fyrirhugaðir voru um verslunarmannahelgina verði slegið á frest. Hann segir að nú þurfi fólk að standa saman og hugsa hlutina á nýjan hátt. Þetta kom fram í viðtali fréttastofu við hann að loknum upplýsingafundi um hertar aðgerðir. „Hundrað manna samkomur er hámarkið og ég þykist vita það að í flestum tilfellum sé það langt undir það sem menn voru að reikna með. Ég held að flestir hafi búist við að geta verið með 500 manns og jafnvel vorum við búin að heyra af hátíðum þar sem menn ætluðu að vera með einhver sóttvarnahólf og annað slíkt. Nú er þetta bara hundrað manns.“ Þá hvetur Víðir fólk til þess að vera ekki að halda viðburði með sóttvarnahólfum sem séu í raun „bara einhver sýndarveruleikasóttvarnahólf.“ „Stöndum bara saman í þessu. Þetta er erfitt, mikið fjárhagslegt tjón fyrir mjög marga en svona er því miður staðan. Við verðum að ná tökum á þessu og þetta er það sem við þurfum að gera,“ segir Víðir. Vinnustaðir geti sett fólk í heimavinnu að nýju Þá segir Víðir að endurkoma tveggja metra reglunnar, sem hefur ekki verið skyldubundin upp á síðkastið, eigi að gilda í hvívetna. Á blaðamannafundi dagsins kom fram að grímuskylda kæmi til með að gilda á stöðum þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð milli fólks. „Við erum að beina grímunum sérstaklega að þessum almenningssamgöngum þar sem fólk er í langan tíma á sama stað í litlu rými. Vinnustaðir eiga flestir meiri möguleika á að setja fólk í heimavinnu líkt og margir gerðu núna í vor.“ Aðspurður segir Víðir að fólki ekki hafi verið sérstaklega ráðlagt að bera grímur á almannafæri. Grímuskyldan snúi aðallega að stöðum þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð milli fólks. Hópar fjölmennari en hundrað verði ekki liðnir Eins segist Víðir vona að ekki þurfi að grípa til viðurlaga við brota á samkomubanni næstkomandi helgi, verslunarmannahelgina. Hann beinir þeim tilmælum til allra að taka málin alvarlega og forðast að stórir hópar myndist. „Fólk getur ferðast innanlands, það getur fjarið á tjaldstæði, það getur verið með vinum í sumarbústað og öðru slíku en einhverjar hópamyndanir meira en hundrað verða ekki liðnar og tjaldstæðin hafa ekki heimild frá og með hádegi á morgun til að hleypa meira en hundrað manns inn.“ Þá beinir Víðir orðum sínum sérstaklega að ungu fólki, sem hann veit að vill ferðast með vinum sínum um helgina. „Nú þurfa menn bara aðeins að hugsa þetta öðruvísi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir ljóst að með hertum samkomutakmörkunum sé verið að beina þeim tilmælum til fólks að viðburðum sem fyrirhugaðir voru um verslunarmannahelgina verði slegið á frest. Hann segir að nú þurfi fólk að standa saman og hugsa hlutina á nýjan hátt. Þetta kom fram í viðtali fréttastofu við hann að loknum upplýsingafundi um hertar aðgerðir. „Hundrað manna samkomur er hámarkið og ég þykist vita það að í flestum tilfellum sé það langt undir það sem menn voru að reikna með. Ég held að flestir hafi búist við að geta verið með 500 manns og jafnvel vorum við búin að heyra af hátíðum þar sem menn ætluðu að vera með einhver sóttvarnahólf og annað slíkt. Nú er þetta bara hundrað manns.“ Þá hvetur Víðir fólk til þess að vera ekki að halda viðburði með sóttvarnahólfum sem séu í raun „bara einhver sýndarveruleikasóttvarnahólf.“ „Stöndum bara saman í þessu. Þetta er erfitt, mikið fjárhagslegt tjón fyrir mjög marga en svona er því miður staðan. Við verðum að ná tökum á þessu og þetta er það sem við þurfum að gera,“ segir Víðir. Vinnustaðir geti sett fólk í heimavinnu að nýju Þá segir Víðir að endurkoma tveggja metra reglunnar, sem hefur ekki verið skyldubundin upp á síðkastið, eigi að gilda í hvívetna. Á blaðamannafundi dagsins kom fram að grímuskylda kæmi til með að gilda á stöðum þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð milli fólks. „Við erum að beina grímunum sérstaklega að þessum almenningssamgöngum þar sem fólk er í langan tíma á sama stað í litlu rými. Vinnustaðir eiga flestir meiri möguleika á að setja fólk í heimavinnu líkt og margir gerðu núna í vor.“ Aðspurður segir Víðir að fólki ekki hafi verið sérstaklega ráðlagt að bera grímur á almannafæri. Grímuskyldan snúi aðallega að stöðum þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð milli fólks. Hópar fjölmennari en hundrað verði ekki liðnir Eins segist Víðir vona að ekki þurfi að grípa til viðurlaga við brota á samkomubanni næstkomandi helgi, verslunarmannahelgina. Hann beinir þeim tilmælum til allra að taka málin alvarlega og forðast að stórir hópar myndist. „Fólk getur ferðast innanlands, það getur fjarið á tjaldstæði, það getur verið með vinum í sumarbústað og öðru slíku en einhverjar hópamyndanir meira en hundrað verða ekki liðnar og tjaldstæðin hafa ekki heimild frá og með hádegi á morgun til að hleypa meira en hundrað manns inn.“ Þá beinir Víðir orðum sínum sérstaklega að ungu fólki, sem hann veit að vill ferðast með vinum sínum um helgina. „Nú þurfa menn bara aðeins að hugsa þetta öðruvísi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Sjá meira