Eiga von á því að smitum fjölgi næstu daga Sylvía Hall skrifar 30. júlí 2020 18:52 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, segir það hafa verið nauðsynlegt að grípa til þeirra aðgerða sem kynntar voru í dag vegna stöðunnar sem nú er uppi vegna kórónuveirufaraldursins. Smitum hafi fjölgað hratt undanfarna daga og þau eigi von á því að sú þróun haldi áfram. „Það er ljóst að það er orðið mjög langt síðan að svona mörg virk smit hafa verið og þeim fjölgaði mjög hratt síðustu dagana. Við eigum von á því að þeim haldi áfram að fjölga eitthvað næstu dagana og þess vegna teljum við mikilvægt að grípa til þessara aðgerða,“ sagði Víðir í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Breytingarnar taka gildi á hádegi á morgun og viðurkennir Víðir að fyrirvarinn hafi verið stuttur. Margar samkomur hafi verið skipulagðar um helgina og ljóst að áætlanir margra eru nú í uppnámi. Breytingarnar hafi áhrif á fjölda fólks en þetta hafi verið það skynsamlegasta í stöðunni. Virk smit hér á landi eru nú 39 og fjölgaði þeim um tíu milli sólarhringa. Einn var lagður inn á sjúkrahús og er það fyrsti einstaklingurinn með Covid-19 sem liggur á sjúkrahúsi frá því um miðjan maí. Enginn þrýstingur frá ferðaþjónustunni Á blaðamannafundi vegna hertra aðgerða í dag sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að það hafi ekki verið mistök að opna landið og liðka fyrir komu ferðamanna hingað til lands. Margir hafa gagnrýnt þá ákvörðun og jafnvel ýjað að því að ferðaþjónustan hafi þrýst á stjórnvöld. „Það er enginn þrýstingur á okkur frá ferðaþjónustunni. Við erum bara að reyna að finna skynsamlegustu leiðirnar, berjast á móti veirunni með sem minnstu tjóni en auðvitað hefur þetta áhrif á mjög marga,“ sagði Víðir um þá gagnrýni. Hann segir stjórnvöld vera að gera það sem þau telja skynsamlegt á landamærunum. Allir sem dvelja hér lengur en tíu daga þurfa að fara í tvöfalda sýnatöku sem og aðrir sem koma frá svokölluðum áhættusvæðum. „Við teljum að við séum að gera það sem þarf að gera núna með þessari tvöföldu sýnatöku og til allra sem dvelja hérna lengur en tíu daga, þá teljum við að við séum að stíga skynsamlegt skref.“ Hann biðlar til fólks að sýna ábyrgð og fara varlega um helgina. „Verum skynsöm og verum ábyrg. Tökum upplýstar og góðar ákvarðanir. Þurfum við endilega að vera á ferðinni? Getum við gert nýjar minningar í kringum þessa verslunarmannahelgi sem við höfum ekki gert áður?“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir „Stöndum saman í þessu“ Víðir Reynisson segir ljóst að með hertum samkomutakmörkunum sé ætlast til þess að fyrirhuguðum viðburðum næstu helgar verði slegið á frest. 30. júlí 2020 12:08 Þau sem dvelja hér til lengri tíma mesta áskorunin Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir eina helstu áskorunina í baráttunni við útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi séu Íslendingar sem komi erlendis frá og aðrir sem komi hingað til lands til þess að dveljast hér í lengri tíma. 30. júlí 2020 12:37 Tveimur hátíðum aflýst meðan nýju reglurnar voru kynntar Tveimur útihátíðum um verslunarmannahelgina var aflýst á meðan blaðamannafundur stjórnvalda um hertar kórónuveiruaðgerðir stóð yfir. 30. júlí 2020 11:30 Mest lesið Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, segir það hafa verið nauðsynlegt að grípa til þeirra aðgerða sem kynntar voru í dag vegna stöðunnar sem nú er uppi vegna kórónuveirufaraldursins. Smitum hafi fjölgað hratt undanfarna daga og þau eigi von á því að sú þróun haldi áfram. „Það er ljóst að það er orðið mjög langt síðan að svona mörg virk smit hafa verið og þeim fjölgaði mjög hratt síðustu dagana. Við eigum von á því að þeim haldi áfram að fjölga eitthvað næstu dagana og þess vegna teljum við mikilvægt að grípa til þessara aðgerða,“ sagði Víðir í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Breytingarnar taka gildi á hádegi á morgun og viðurkennir Víðir að fyrirvarinn hafi verið stuttur. Margar samkomur hafi verið skipulagðar um helgina og ljóst að áætlanir margra eru nú í uppnámi. Breytingarnar hafi áhrif á fjölda fólks en þetta hafi verið það skynsamlegasta í stöðunni. Virk smit hér á landi eru nú 39 og fjölgaði þeim um tíu milli sólarhringa. Einn var lagður inn á sjúkrahús og er það fyrsti einstaklingurinn með Covid-19 sem liggur á sjúkrahúsi frá því um miðjan maí. Enginn þrýstingur frá ferðaþjónustunni Á blaðamannafundi vegna hertra aðgerða í dag sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að það hafi ekki verið mistök að opna landið og liðka fyrir komu ferðamanna hingað til lands. Margir hafa gagnrýnt þá ákvörðun og jafnvel ýjað að því að ferðaþjónustan hafi þrýst á stjórnvöld. „Það er enginn þrýstingur á okkur frá ferðaþjónustunni. Við erum bara að reyna að finna skynsamlegustu leiðirnar, berjast á móti veirunni með sem minnstu tjóni en auðvitað hefur þetta áhrif á mjög marga,“ sagði Víðir um þá gagnrýni. Hann segir stjórnvöld vera að gera það sem þau telja skynsamlegt á landamærunum. Allir sem dvelja hér lengur en tíu daga þurfa að fara í tvöfalda sýnatöku sem og aðrir sem koma frá svokölluðum áhættusvæðum. „Við teljum að við séum að gera það sem þarf að gera núna með þessari tvöföldu sýnatöku og til allra sem dvelja hérna lengur en tíu daga, þá teljum við að við séum að stíga skynsamlegt skref.“ Hann biðlar til fólks að sýna ábyrgð og fara varlega um helgina. „Verum skynsöm og verum ábyrg. Tökum upplýstar og góðar ákvarðanir. Þurfum við endilega að vera á ferðinni? Getum við gert nýjar minningar í kringum þessa verslunarmannahelgi sem við höfum ekki gert áður?“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir „Stöndum saman í þessu“ Víðir Reynisson segir ljóst að með hertum samkomutakmörkunum sé ætlast til þess að fyrirhuguðum viðburðum næstu helgar verði slegið á frest. 30. júlí 2020 12:08 Þau sem dvelja hér til lengri tíma mesta áskorunin Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir eina helstu áskorunina í baráttunni við útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi séu Íslendingar sem komi erlendis frá og aðrir sem komi hingað til lands til þess að dveljast hér í lengri tíma. 30. júlí 2020 12:37 Tveimur hátíðum aflýst meðan nýju reglurnar voru kynntar Tveimur útihátíðum um verslunarmannahelgina var aflýst á meðan blaðamannafundur stjórnvalda um hertar kórónuveiruaðgerðir stóð yfir. 30. júlí 2020 11:30 Mest lesið Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjá meira
„Stöndum saman í þessu“ Víðir Reynisson segir ljóst að með hertum samkomutakmörkunum sé ætlast til þess að fyrirhuguðum viðburðum næstu helgar verði slegið á frest. 30. júlí 2020 12:08
Þau sem dvelja hér til lengri tíma mesta áskorunin Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir eina helstu áskorunina í baráttunni við útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi séu Íslendingar sem komi erlendis frá og aðrir sem komi hingað til lands til þess að dveljast hér í lengri tíma. 30. júlí 2020 12:37
Tveimur hátíðum aflýst meðan nýju reglurnar voru kynntar Tveimur útihátíðum um verslunarmannahelgina var aflýst á meðan blaðamannafundur stjórnvalda um hertar kórónuveiruaðgerðir stóð yfir. 30. júlí 2020 11:30