Þingeysk ungmenni græða upp landið með gömlum heyrúllum Kristján Már Unnarsson skrifar 30. júlí 2020 22:28 Sigurlína Tryggvadóttir, landfræðingur og bóndi í Svartárkoti, stýrir verkefninu. Bárðardalur sést fyrir aftan. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Gamlar heyrúllur nýtast nú við uppgræðslu lands í Þingeyjarsýslu í samstarfsverkefni Bárðdælinga og Mývetninga. Ungmenni sem urðu af sumarstarfi vegna kórónufaraldursins fengu verkefni um leið og bændur losnuðu við ónýtt hey. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Við fundum þau í Bárðardal á lítt grónum melum. Bændurnir á Halldórsstöðum voru að koma heyrúllum fyrir á hentugum stað efst í brekku, þar tóku ungmenni við þeim og ristu utan af þeim plastið. Okkur var sagt að sumar rúllurnar væru 20-30 ára gamlar. „Þetta er uppgræðsluverkefni þar sem verið að dreifa gömlum heyrúllum, sem eru ónýtar. Þannig að það er ekki verið að gefa þær og þær verða notaðar við uppræðslu,“ sagði verkefnisstjórinn Sigurlína Tryggvadóttir, landfræðingur og bóndi í Svartárkoti. Plastið rifið utan af heyrúllunum áður en heyinu er dreift um svæðið.Stð 2/Arnar Halldórsson. Við sáum hvernig hópurinn nýtti sér þyngdaraflið til að rúlla heyrúllunum undan brekku og dreifa heyinu þannig um svæðið. „Þetta er tvíþætt. Þú losnar svona við þessa afganga og getur gengið frá þessu plasti. Síðan notar þú heyið við uppgræðslu, sem annars væri ónýtt. Það er ekkert hægt að nýta það á annan hátt.“ Þetta er samstarfsverkefni Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps með stuðningi Landgræðslunnar. Sigurlína segir það hafa sprottið upp af grasrótarstarfi í Bárðardal. „Þar sem tveir bændur fengu þessa hugmynd að telja gamlar heyfyrningar, rúllur, og komust að því að þetta væru um það bil 900 rúllur.“ En hugmyndin var líka sú að skapa atvinnu fyrir ungmenni í sveitinni eftir að störfum sem þau annars hefðu sinnt í ferðaþjónustu fækkaði vegna covid. „Það eru nokkrir krakkar, eða fjórir krakkar, að vinna við þetta,“ segir Sigurlína. Bændur sjá um að flytja heyrúllurnar á uppgræðslusvæðið.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Bændur koma einnig að þessu með því að leggja til heyrúllur og dráttarvélar og hjálpa til við að flytja rúllurnar. „Þannig að þetta er stórt samvinnuverkefni.“ Gamla heyið er auðvitað ekkert annað en lífrænn áburður og kjörið landgræðsluefni, að mati Bárðdælinga. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Landbúnaður Skógrækt og landgræðsla Þingeyjarsveit Skútustaðahreppur Umhverfismál Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra að óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Gamlar heyrúllur nýtast nú við uppgræðslu lands í Þingeyjarsýslu í samstarfsverkefni Bárðdælinga og Mývetninga. Ungmenni sem urðu af sumarstarfi vegna kórónufaraldursins fengu verkefni um leið og bændur losnuðu við ónýtt hey. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Við fundum þau í Bárðardal á lítt grónum melum. Bændurnir á Halldórsstöðum voru að koma heyrúllum fyrir á hentugum stað efst í brekku, þar tóku ungmenni við þeim og ristu utan af þeim plastið. Okkur var sagt að sumar rúllurnar væru 20-30 ára gamlar. „Þetta er uppgræðsluverkefni þar sem verið að dreifa gömlum heyrúllum, sem eru ónýtar. Þannig að það er ekki verið að gefa þær og þær verða notaðar við uppræðslu,“ sagði verkefnisstjórinn Sigurlína Tryggvadóttir, landfræðingur og bóndi í Svartárkoti. Plastið rifið utan af heyrúllunum áður en heyinu er dreift um svæðið.Stð 2/Arnar Halldórsson. Við sáum hvernig hópurinn nýtti sér þyngdaraflið til að rúlla heyrúllunum undan brekku og dreifa heyinu þannig um svæðið. „Þetta er tvíþætt. Þú losnar svona við þessa afganga og getur gengið frá þessu plasti. Síðan notar þú heyið við uppgræðslu, sem annars væri ónýtt. Það er ekkert hægt að nýta það á annan hátt.“ Þetta er samstarfsverkefni Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps með stuðningi Landgræðslunnar. Sigurlína segir það hafa sprottið upp af grasrótarstarfi í Bárðardal. „Þar sem tveir bændur fengu þessa hugmynd að telja gamlar heyfyrningar, rúllur, og komust að því að þetta væru um það bil 900 rúllur.“ En hugmyndin var líka sú að skapa atvinnu fyrir ungmenni í sveitinni eftir að störfum sem þau annars hefðu sinnt í ferðaþjónustu fækkaði vegna covid. „Það eru nokkrir krakkar, eða fjórir krakkar, að vinna við þetta,“ segir Sigurlína. Bændur sjá um að flytja heyrúllurnar á uppgræðslusvæðið.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Bændur koma einnig að þessu með því að leggja til heyrúllur og dráttarvélar og hjálpa til við að flytja rúllurnar. „Þannig að þetta er stórt samvinnuverkefni.“ Gamla heyið er auðvitað ekkert annað en lífrænn áburður og kjörið landgræðsluefni, að mati Bárðdælinga. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Landbúnaður Skógrækt og landgræðsla Þingeyjarsveit Skútustaðahreppur Umhverfismál Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra að óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira