Ástæður þess að möguleg kaup á Newcastle gengu ekki eftir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. júlí 2020 11:00 Newcastle er enn í eigu Mike Ashley eins og staðan er í dag. Jan Kruger/Getty Images Í gær var staðfest að fjárfestar frá Sádi-Arabíu hafi ákveðið að draga tilboð sitt í enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle United til baka. Ástæðan er hversu lengi það tók að fá svar frá ensku úrvalsdeildinni en kaupin á félaginu höfðu legið í loftinu undanfarna mánuði. Sökum kórónufaraldursins og þess stutta tíma sem liðin fá milli tímabila þá ákvað fjárfestahópurinn að draga tilboð sitt til baka. Sky Sports tók saman hvað hefur gengið á. Tímalína yfirvofandi kaupa Newcastle 25. janúar – Staðfest að fjárfesta frá Sádi-Arabíu hafi áhuga á að kaupa Newcastle. 14. apríl – PCP Capital Partners [fjárfestarnir frá S-Arabíu] hefur samþykkt að kaupa félagið fyrir hartnær 300 milljónir punda. 16. apríl – PCP Capital Partners senda pappíra til forráðamanna ensku úrvalsdeildarinnar. 21. apríl – PCP Capital Partners hefur samið við Mike Ashley og borgað fyrstu útborgun. Mannréttindasamtökin Amnesty International láta í sér heyra yfir grófum mannréttindabrotum í Sádi-Arabíu en fjárfesta hópurinn tengist ríkisstjórn landsins beint. 22. apríl – beIN Sports hvetur ensku úrvalsdeildina til að koma í veg fyrir sölu Newcastle í hendur mannréttindabrjóta. 29. apríl – Mauricio Pochettino er nefndur sem næsti stjóri Newcastle. 12. maí – Úrvalsdeildin neitar að tjá sig um fréttir sem bendla við fjárfestana við ólöglega streymisveitu (sem streymir til að mynda enska boltanum). 29. maí – Richard Masters [framkvæmdastjóri ensku úrvalsdeildarinnar] segir deildina ekki vera vinna með neinn sérstakan tímaramma í kringum möguleg kaup á Newcastle. 16. júní – Talið að verðandi eigendur Newcastle muni falla á hinu svokallaða eiganda-prófi sem allir eigendur liða í ensku úrvalsdeildinni þurfi að standast. 17. júní – Nýtt tilboð berst í Newcastle. Hljóðar það upp á 350 milljónir punda og kemur frá Henry Mauriss, framkvæmdastjóra Clear TV, sjónvarpsfyrirtæki frá Bandaríkjunum. 23. júní – Sádi-Arabía gefur út að farið sé í hart við streymisveitur þar í landi sem streyma íþróttaviðburðum ólöglega. 28. júlí – Ríkisstjórn Bretlands stígur til baka og vill ekki taka þátt í ákvörðun ensku úrvalsdeildarinnar á neinn hátt. 30. júlí – PCP Capital Partners draga tilboð sitt í Newcastle til baka. Heimildir Sky Sports segja að fjárfestarnir hafi verið jákvæðir varðandi kaupin allt fram um miðjan apríl á þessu ári. Þeir höfðu engar áhyggjur varðandi mögulegt eiganda-próf og voru vissir um að þeir myndu standast það. Hópurinn var vel undirbúinn en tilboðið í Newcastle kom í endann á þriggja ára vinnu fjárfestanna. Þó allt varðandi kaupin falli undir trúnaðarmál þá hefur samt sem áður ýmislegt lekið. Blaðið Daily Telegraph hefur til að mynda heimildir fyrir því að forráðamenn úrvalsdeildarinnar hafi haft ýmsar spurningar varðandi hver raunverulegur eigandi Newcastle yrði ef salan myndi ganga eftir. Fjárfestarnir frá Sádi-Arabíu stefndu að því að setja 250 milljónir punda í félagið sem og samfélagið í kringum Newcastle. Af hverju gengu kaupin ekki eftir? Þó ríkisstjórn Bretlands hafi sagt að hún vildi ekki hafa nein áhrif á ákvörðun forráðamanna ensku úrvalsdeildarinnar er ljóst að pólitík spilaði stóran þátt. Fjárfestarnir telja að þrýstingur frá mannréttindasamtökum á borð við Amnesty Internatonal og Alþjóðaviðskiptastofnunin [The World Trade Organisation], unnustu hins myrta Jamal Kashoggi og beIn Sports hafi á endanum drepið möguleg kaup þeirra á Newcastle. Þá hafa bæði alþjóða knattspyrnusambandið [FIFA] og knattspyrnusamband Evrópu [UEFA] ritskoðað Sádi-Arabíu vegna BeautQ. Það er ólögleg streymisveita sem streymdi eingöngu fótboltaleikjum. Enska úrvalsdeildin hefur ekki enn gefið neina yfirlýsingu út. Hvað næst? „Það er ljóst að Mike Ashley – eigandi Newcastle – vill selja og að hann hefur tapað miklum fjármunum síðan kórónufaraldurinn skall á. Þess vegna samþykkti hann 300 milljón punda tilboð þó hann hafi alltaf stefnt á að selja félagið fyrir 350 milljónir,“ segir Keith Downie, blaðamaður Sky Sports. „Þá er talið að tilboð Henry Mauriss sé raunverulegt en enn á eftir að svara ýmsum spurningum varðandi möguleg kaup Mauriss á Newcastle. Við verðum að bíða og sjá,“ sagði Downie að lokum. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Stuðningsmenn Newcastle í öngum sínum Stuðningsmenn Newcastle segjast vera gjörsamlega miður sín eftir að ljóst varð að ekkert yrði af kaupum Sádí-Araba á enska knattspyrnufélaginu. 31. júlí 2020 08:00 Hættir við kaup á Newcastle United Ekkert verður af kaupum fjárfesta á vegum krónprins Sádi-Arabíu á enska úrvalsdeildarfélaginu Newcastle United. 30. júlí 2020 14:55 Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Handbolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Íslenski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Fleiri fréttir Í beinni: Brighton - Liverpool | Hvernig klára meistararnir tímabilið? Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Sjá meira
Í gær var staðfest að fjárfestar frá Sádi-Arabíu hafi ákveðið að draga tilboð sitt í enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle United til baka. Ástæðan er hversu lengi það tók að fá svar frá ensku úrvalsdeildinni en kaupin á félaginu höfðu legið í loftinu undanfarna mánuði. Sökum kórónufaraldursins og þess stutta tíma sem liðin fá milli tímabila þá ákvað fjárfestahópurinn að draga tilboð sitt til baka. Sky Sports tók saman hvað hefur gengið á. Tímalína yfirvofandi kaupa Newcastle 25. janúar – Staðfest að fjárfesta frá Sádi-Arabíu hafi áhuga á að kaupa Newcastle. 14. apríl – PCP Capital Partners [fjárfestarnir frá S-Arabíu] hefur samþykkt að kaupa félagið fyrir hartnær 300 milljónir punda. 16. apríl – PCP Capital Partners senda pappíra til forráðamanna ensku úrvalsdeildarinnar. 21. apríl – PCP Capital Partners hefur samið við Mike Ashley og borgað fyrstu útborgun. Mannréttindasamtökin Amnesty International láta í sér heyra yfir grófum mannréttindabrotum í Sádi-Arabíu en fjárfesta hópurinn tengist ríkisstjórn landsins beint. 22. apríl – beIN Sports hvetur ensku úrvalsdeildina til að koma í veg fyrir sölu Newcastle í hendur mannréttindabrjóta. 29. apríl – Mauricio Pochettino er nefndur sem næsti stjóri Newcastle. 12. maí – Úrvalsdeildin neitar að tjá sig um fréttir sem bendla við fjárfestana við ólöglega streymisveitu (sem streymir til að mynda enska boltanum). 29. maí – Richard Masters [framkvæmdastjóri ensku úrvalsdeildarinnar] segir deildina ekki vera vinna með neinn sérstakan tímaramma í kringum möguleg kaup á Newcastle. 16. júní – Talið að verðandi eigendur Newcastle muni falla á hinu svokallaða eiganda-prófi sem allir eigendur liða í ensku úrvalsdeildinni þurfi að standast. 17. júní – Nýtt tilboð berst í Newcastle. Hljóðar það upp á 350 milljónir punda og kemur frá Henry Mauriss, framkvæmdastjóra Clear TV, sjónvarpsfyrirtæki frá Bandaríkjunum. 23. júní – Sádi-Arabía gefur út að farið sé í hart við streymisveitur þar í landi sem streyma íþróttaviðburðum ólöglega. 28. júlí – Ríkisstjórn Bretlands stígur til baka og vill ekki taka þátt í ákvörðun ensku úrvalsdeildarinnar á neinn hátt. 30. júlí – PCP Capital Partners draga tilboð sitt í Newcastle til baka. Heimildir Sky Sports segja að fjárfestarnir hafi verið jákvæðir varðandi kaupin allt fram um miðjan apríl á þessu ári. Þeir höfðu engar áhyggjur varðandi mögulegt eiganda-próf og voru vissir um að þeir myndu standast það. Hópurinn var vel undirbúinn en tilboðið í Newcastle kom í endann á þriggja ára vinnu fjárfestanna. Þó allt varðandi kaupin falli undir trúnaðarmál þá hefur samt sem áður ýmislegt lekið. Blaðið Daily Telegraph hefur til að mynda heimildir fyrir því að forráðamenn úrvalsdeildarinnar hafi haft ýmsar spurningar varðandi hver raunverulegur eigandi Newcastle yrði ef salan myndi ganga eftir. Fjárfestarnir frá Sádi-Arabíu stefndu að því að setja 250 milljónir punda í félagið sem og samfélagið í kringum Newcastle. Af hverju gengu kaupin ekki eftir? Þó ríkisstjórn Bretlands hafi sagt að hún vildi ekki hafa nein áhrif á ákvörðun forráðamanna ensku úrvalsdeildarinnar er ljóst að pólitík spilaði stóran þátt. Fjárfestarnir telja að þrýstingur frá mannréttindasamtökum á borð við Amnesty Internatonal og Alþjóðaviðskiptastofnunin [The World Trade Organisation], unnustu hins myrta Jamal Kashoggi og beIn Sports hafi á endanum drepið möguleg kaup þeirra á Newcastle. Þá hafa bæði alþjóða knattspyrnusambandið [FIFA] og knattspyrnusamband Evrópu [UEFA] ritskoðað Sádi-Arabíu vegna BeautQ. Það er ólögleg streymisveita sem streymdi eingöngu fótboltaleikjum. Enska úrvalsdeildin hefur ekki enn gefið neina yfirlýsingu út. Hvað næst? „Það er ljóst að Mike Ashley – eigandi Newcastle – vill selja og að hann hefur tapað miklum fjármunum síðan kórónufaraldurinn skall á. Þess vegna samþykkti hann 300 milljón punda tilboð þó hann hafi alltaf stefnt á að selja félagið fyrir 350 milljónir,“ segir Keith Downie, blaðamaður Sky Sports. „Þá er talið að tilboð Henry Mauriss sé raunverulegt en enn á eftir að svara ýmsum spurningum varðandi möguleg kaup Mauriss á Newcastle. Við verðum að bíða og sjá,“ sagði Downie að lokum.
Tímalína yfirvofandi kaupa Newcastle 25. janúar – Staðfest að fjárfesta frá Sádi-Arabíu hafi áhuga á að kaupa Newcastle. 14. apríl – PCP Capital Partners [fjárfestarnir frá S-Arabíu] hefur samþykkt að kaupa félagið fyrir hartnær 300 milljónir punda. 16. apríl – PCP Capital Partners senda pappíra til forráðamanna ensku úrvalsdeildarinnar. 21. apríl – PCP Capital Partners hefur samið við Mike Ashley og borgað fyrstu útborgun. Mannréttindasamtökin Amnesty International láta í sér heyra yfir grófum mannréttindabrotum í Sádi-Arabíu en fjárfesta hópurinn tengist ríkisstjórn landsins beint. 22. apríl – beIN Sports hvetur ensku úrvalsdeildina til að koma í veg fyrir sölu Newcastle í hendur mannréttindabrjóta. 29. apríl – Mauricio Pochettino er nefndur sem næsti stjóri Newcastle. 12. maí – Úrvalsdeildin neitar að tjá sig um fréttir sem bendla við fjárfestana við ólöglega streymisveitu (sem streymir til að mynda enska boltanum). 29. maí – Richard Masters [framkvæmdastjóri ensku úrvalsdeildarinnar] segir deildina ekki vera vinna með neinn sérstakan tímaramma í kringum möguleg kaup á Newcastle. 16. júní – Talið að verðandi eigendur Newcastle muni falla á hinu svokallaða eiganda-prófi sem allir eigendur liða í ensku úrvalsdeildinni þurfi að standast. 17. júní – Nýtt tilboð berst í Newcastle. Hljóðar það upp á 350 milljónir punda og kemur frá Henry Mauriss, framkvæmdastjóra Clear TV, sjónvarpsfyrirtæki frá Bandaríkjunum. 23. júní – Sádi-Arabía gefur út að farið sé í hart við streymisveitur þar í landi sem streyma íþróttaviðburðum ólöglega. 28. júlí – Ríkisstjórn Bretlands stígur til baka og vill ekki taka þátt í ákvörðun ensku úrvalsdeildarinnar á neinn hátt. 30. júlí – PCP Capital Partners draga tilboð sitt í Newcastle til baka.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Stuðningsmenn Newcastle í öngum sínum Stuðningsmenn Newcastle segjast vera gjörsamlega miður sín eftir að ljóst varð að ekkert yrði af kaupum Sádí-Araba á enska knattspyrnufélaginu. 31. júlí 2020 08:00 Hættir við kaup á Newcastle United Ekkert verður af kaupum fjárfesta á vegum krónprins Sádi-Arabíu á enska úrvalsdeildarfélaginu Newcastle United. 30. júlí 2020 14:55 Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Handbolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Íslenski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Fleiri fréttir Í beinni: Brighton - Liverpool | Hvernig klára meistararnir tímabilið? Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Sjá meira
Stuðningsmenn Newcastle í öngum sínum Stuðningsmenn Newcastle segjast vera gjörsamlega miður sín eftir að ljóst varð að ekkert yrði af kaupum Sádí-Araba á enska knattspyrnufélaginu. 31. júlí 2020 08:00
Hættir við kaup á Newcastle United Ekkert verður af kaupum fjárfesta á vegum krónprins Sádi-Arabíu á enska úrvalsdeildarfélaginu Newcastle United. 30. júlí 2020 14:55
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn