„Við erum alls ekki að mæla með almennri notkun á grímum“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. júlí 2020 13:00 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við fréttastofu að líta verði í réttu ljósi á tilmæli stjórnvalda um grímuskyldu í almenningsrýmum þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð milli fólks. Þá segir hann grímunotkun alls ekki koma í staðinn fyrir tveggja metra regluna og almenn notkun á grímum sé ekki ákjósanleg. Tilmæli um notkun gríma í ákveðnum tilfellum var hluti af hertum aðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins, sem kynntar voru í gær. „Við höfum talað um það allan tímann að almenn notkun almennings á grímum muni sennilega ekki skila miklu, jafnvel litlu, og geti veitt falskt öryggi. Það höfum við talað um það allan tímann. Síðan var talað um það hér í júni, með grímuskyldu, þá sögðum við að það væri engin þörf á að nota grímur. Sérstaklega í ljósi þess að engin smit voru í gangi.“ Síðan þá hafi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin birt niðurstöður um að grímur geti gert gagn þar sem ekki er hægt að viðhafa aðrar sóttvarnir, svo sem nægilega mikla fjarlægð milli fólks. „Það er á þeim grunni sem við erum að mæla með því að komið verði á leiðbeiningum um notkun gríma, þegar ekki er hægt að viðhafa aðrar sóttvarnir. Við erum alls ekki að mæla með almennri notkun á grímum.“ Þá segir Þórólfur að alltaf hafi legið fyrir að ef nýjar upplýsingar komi fram, um eitthvað sem gæti verið gagnlegt í sóttvörnum og baráttunni við kórónuveirufaraldurinn, verði það hiklaust tekið í notkun. „Það er verið að taka inn í leiðbeiningar nýjustu upplýsingar.“ En hefur afstaða sérfræðinga gagnvart notkun gríma eitthvað breyst frá upphafi faraldursins? „Hún hefur breyst að því leytinu til að það hafa komið nýjar niðurstöður fram um að grímur gætu komið að gagni í afmörkuðum tilvikum og aðstæðum. Það er á þeim grunni sem við komum með þetta núna, en alls ekki að almenningur fari að nota grímur almennt,“ segir Þórólfur. Hann ítrekar þá það sem áður hefur komið fram, að grímur komi alls ekki í stað tveggja metra reglunnar. Á covid.is, vef Landlæknis og Almannavarna, má nálgast allar helstu upplýsingar um gildandi takmarkanir, sóttvarnir og tölulegar upplýsingar um faraldurinn hér á landi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við fréttastofu að líta verði í réttu ljósi á tilmæli stjórnvalda um grímuskyldu í almenningsrýmum þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð milli fólks. Þá segir hann grímunotkun alls ekki koma í staðinn fyrir tveggja metra regluna og almenn notkun á grímum sé ekki ákjósanleg. Tilmæli um notkun gríma í ákveðnum tilfellum var hluti af hertum aðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins, sem kynntar voru í gær. „Við höfum talað um það allan tímann að almenn notkun almennings á grímum muni sennilega ekki skila miklu, jafnvel litlu, og geti veitt falskt öryggi. Það höfum við talað um það allan tímann. Síðan var talað um það hér í júni, með grímuskyldu, þá sögðum við að það væri engin þörf á að nota grímur. Sérstaklega í ljósi þess að engin smit voru í gangi.“ Síðan þá hafi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin birt niðurstöður um að grímur geti gert gagn þar sem ekki er hægt að viðhafa aðrar sóttvarnir, svo sem nægilega mikla fjarlægð milli fólks. „Það er á þeim grunni sem við erum að mæla með því að komið verði á leiðbeiningum um notkun gríma, þegar ekki er hægt að viðhafa aðrar sóttvarnir. Við erum alls ekki að mæla með almennri notkun á grímum.“ Þá segir Þórólfur að alltaf hafi legið fyrir að ef nýjar upplýsingar komi fram, um eitthvað sem gæti verið gagnlegt í sóttvörnum og baráttunni við kórónuveirufaraldurinn, verði það hiklaust tekið í notkun. „Það er verið að taka inn í leiðbeiningar nýjustu upplýsingar.“ En hefur afstaða sérfræðinga gagnvart notkun gríma eitthvað breyst frá upphafi faraldursins? „Hún hefur breyst að því leytinu til að það hafa komið nýjar niðurstöður fram um að grímur gætu komið að gagni í afmörkuðum tilvikum og aðstæðum. Það er á þeim grunni sem við komum með þetta núna, en alls ekki að almenningur fari að nota grímur almennt,“ segir Þórólfur. Hann ítrekar þá það sem áður hefur komið fram, að grímur komi alls ekki í stað tveggja metra reglunnar. Á covid.is, vef Landlæknis og Almannavarna, má nálgast allar helstu upplýsingar um gildandi takmarkanir, sóttvarnir og tölulegar upplýsingar um faraldurinn hér á landi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira