Ný höft tekið gildi Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. júlí 2020 12:00 Fólk safnaðist saman við Orkuhúsið í morgun til að komast í hina svokölluðu seinni skimun. Eins og sjá má voru tveggja metra fjarlægðarmörk í fyrirrúmi. vísir/arnar Nýr kafli í baráttu landsmanna við kórónuveiruna hófst á hádegi. Eftir síaukið frjálsræði frá 4. maí síðastliðnum voru aðgerðir hertar aftur eftir fjölgun smitaðra að undanförnu. Nú eru 50 í einangrun í landinu og hafa ekki verið fleiri síðan 2. maí. Til að sporna við frekari útbreiðslu voru neðangreind höft innleidd á hádegi. Þau verða í gildi næstu tvær vikurnar hið minnsta. Aðgerðirnar eru: • Takmörkun á fjölda sem kemur saman miðast við 100 einstaklinga. Börn fædd 2005 eða síðar eru undanskilin. • Hvar sem fólk kemur saman og í allri starfsemi skal viðhöfð sú regla að hafa a.m.k. 2 metra á milli einstaklinga. • Þar sem ekki er hægt að tryggja 2 metra fjarlægð milli ótengdra einstaklinga er krafist notkunar andlitsgrímu sem hylur nef og munn. Þetta á t.d. við um almenningssamgöngur, þ.m.t. innanlandsflug og farþegaferjur, og starfsemi s.s. hárgreiðslustofur og nuddstofur. Andlitsgrímur sem notaðar eru utan heilbrigðisþjónustu ættu að uppfylla kröfur sem settar eru fram í leiðbeiningum sóttvarnalæknis. • Vinnustaðir, opinberar byggingar, verslanir og þjónustufyrirtæki sem eru opin almenningi skipuleggi starfsemi sína í samræmi við ofangreint og skulu tryggja að ekki séu fleiri en 100 einstaklingar í sama rými og að í minni rýmum séu ekki fleiri en svo að hægt sé að tryggja 2 metra fjarlægð milli einstaklinga. • Verslanir, opinberar byggingar og þjónustufyrirtæki sem eru opin almenningi skulu tryggja aðgang að handsótthreinsi fyrir almenning og starfsmenn við innganga og í grennd við yfirborð sem margir snerta s.s. snertiskjái og afgreiðslukassa, sinna vel þrifum og sótthreinsun yfirborða eins oft og unnt er og minna almenning og starfsmenn á einstaklingsbundnar sóttvarnir með merkingum og skiltum. Starfsemi sundlauga í Reykjavík verður löguð að þeim fjöldatakmörkunum sem tóku gildi á hádegi.Vísir/Vilhelm Gunnarsson • Sundlaugar og veitingastaðir skulu tryggja að gestir geti haft 2 metra bil á milli sín í öllum rýmum með fjöldatakmörkun í samræmi við stærð hvers rýmis. • Starfsemi sem í eðli sínu felur í sér að gestir noti sameiginlegan búnað s.s. íþróttastarf, líkamsræktarstöðvar, spilakassar og spilasalir skulu gera hlé á starfsemi eða sótthreinsi slíkan búnað milli notenda. • Söfn, skemmtistaðir og aðrir opinberir staðir eiga að gera hlé á starfsemi sé ekki hægt að tryggja að farið sé eftir fjöldatakmörkun eða að bil milli ótengdra aðila sé yfir 2 metrum. Breytingar á landamærunum Tvöföld sýnataka við komuna til landsins var útvíkkuð. Hún nær nú til allra sem koma frá áhættusvæðum og dvelja hér 10 daga eða lengur. Þau skulu jafnframt viðhafa heimkomusmitgát og skal seinni sýnatakan fara fram á fjórða til sjötta degi Íslandsferðar. Sú fyrri fer áfram við komuna til landsins. Ef þessi ráðstöfun ber ekki árangur og innlend smit koma upp tengd komufarþegum þrátt fyrir beitingu þessara ráðstafana þarf hugsanlega að efla aðgerðir á landamærum enn frekar, að sögn hins opinbera. Röðin við Orkuhúsið náði nánast að Ármúla.vísir/arnar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Ellefu innanlandssmit til viðbótar Ellefu ný innanlandssmit kórónuveirunnar greindust síðasta sólarhringinn og eru alls 50 nú í einangrun á landinu. 31. júlí 2020 11:08 Engin hættulaus leið til að opna landamæri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, segir ómögulegt að opna landamæri ríkja án áhættu á meðan heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar stendur yfir. Þrátt fyrir það sé ekki hægt að hafa landamæri lokuð til lengdar. 31. júlí 2020 10:41 Þríeykið snýr aftur á upplýsingafundi í dag Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar vegna faraldurs kórónuveiru klukkan 14 í húsakynnum landlæknisembættisins við Katrínartún. 31. júlí 2020 10:10 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Sjá meira
Nýr kafli í baráttu landsmanna við kórónuveiruna hófst á hádegi. Eftir síaukið frjálsræði frá 4. maí síðastliðnum voru aðgerðir hertar aftur eftir fjölgun smitaðra að undanförnu. Nú eru 50 í einangrun í landinu og hafa ekki verið fleiri síðan 2. maí. Til að sporna við frekari útbreiðslu voru neðangreind höft innleidd á hádegi. Þau verða í gildi næstu tvær vikurnar hið minnsta. Aðgerðirnar eru: • Takmörkun á fjölda sem kemur saman miðast við 100 einstaklinga. Börn fædd 2005 eða síðar eru undanskilin. • Hvar sem fólk kemur saman og í allri starfsemi skal viðhöfð sú regla að hafa a.m.k. 2 metra á milli einstaklinga. • Þar sem ekki er hægt að tryggja 2 metra fjarlægð milli ótengdra einstaklinga er krafist notkunar andlitsgrímu sem hylur nef og munn. Þetta á t.d. við um almenningssamgöngur, þ.m.t. innanlandsflug og farþegaferjur, og starfsemi s.s. hárgreiðslustofur og nuddstofur. Andlitsgrímur sem notaðar eru utan heilbrigðisþjónustu ættu að uppfylla kröfur sem settar eru fram í leiðbeiningum sóttvarnalæknis. • Vinnustaðir, opinberar byggingar, verslanir og þjónustufyrirtæki sem eru opin almenningi skipuleggi starfsemi sína í samræmi við ofangreint og skulu tryggja að ekki séu fleiri en 100 einstaklingar í sama rými og að í minni rýmum séu ekki fleiri en svo að hægt sé að tryggja 2 metra fjarlægð milli einstaklinga. • Verslanir, opinberar byggingar og þjónustufyrirtæki sem eru opin almenningi skulu tryggja aðgang að handsótthreinsi fyrir almenning og starfsmenn við innganga og í grennd við yfirborð sem margir snerta s.s. snertiskjái og afgreiðslukassa, sinna vel þrifum og sótthreinsun yfirborða eins oft og unnt er og minna almenning og starfsmenn á einstaklingsbundnar sóttvarnir með merkingum og skiltum. Starfsemi sundlauga í Reykjavík verður löguð að þeim fjöldatakmörkunum sem tóku gildi á hádegi.Vísir/Vilhelm Gunnarsson • Sundlaugar og veitingastaðir skulu tryggja að gestir geti haft 2 metra bil á milli sín í öllum rýmum með fjöldatakmörkun í samræmi við stærð hvers rýmis. • Starfsemi sem í eðli sínu felur í sér að gestir noti sameiginlegan búnað s.s. íþróttastarf, líkamsræktarstöðvar, spilakassar og spilasalir skulu gera hlé á starfsemi eða sótthreinsi slíkan búnað milli notenda. • Söfn, skemmtistaðir og aðrir opinberir staðir eiga að gera hlé á starfsemi sé ekki hægt að tryggja að farið sé eftir fjöldatakmörkun eða að bil milli ótengdra aðila sé yfir 2 metrum. Breytingar á landamærunum Tvöföld sýnataka við komuna til landsins var útvíkkuð. Hún nær nú til allra sem koma frá áhættusvæðum og dvelja hér 10 daga eða lengur. Þau skulu jafnframt viðhafa heimkomusmitgát og skal seinni sýnatakan fara fram á fjórða til sjötta degi Íslandsferðar. Sú fyrri fer áfram við komuna til landsins. Ef þessi ráðstöfun ber ekki árangur og innlend smit koma upp tengd komufarþegum þrátt fyrir beitingu þessara ráðstafana þarf hugsanlega að efla aðgerðir á landamærum enn frekar, að sögn hins opinbera. Röðin við Orkuhúsið náði nánast að Ármúla.vísir/arnar
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Ellefu innanlandssmit til viðbótar Ellefu ný innanlandssmit kórónuveirunnar greindust síðasta sólarhringinn og eru alls 50 nú í einangrun á landinu. 31. júlí 2020 11:08 Engin hættulaus leið til að opna landamæri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, segir ómögulegt að opna landamæri ríkja án áhættu á meðan heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar stendur yfir. Þrátt fyrir það sé ekki hægt að hafa landamæri lokuð til lengdar. 31. júlí 2020 10:41 Þríeykið snýr aftur á upplýsingafundi í dag Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar vegna faraldurs kórónuveiru klukkan 14 í húsakynnum landlæknisembættisins við Katrínartún. 31. júlí 2020 10:10 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Sjá meira
Ellefu innanlandssmit til viðbótar Ellefu ný innanlandssmit kórónuveirunnar greindust síðasta sólarhringinn og eru alls 50 nú í einangrun á landinu. 31. júlí 2020 11:08
Engin hættulaus leið til að opna landamæri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, segir ómögulegt að opna landamæri ríkja án áhættu á meðan heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar stendur yfir. Þrátt fyrir það sé ekki hægt að hafa landamæri lokuð til lengdar. 31. júlí 2020 10:41
Þríeykið snýr aftur á upplýsingafundi í dag Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar vegna faraldurs kórónuveiru klukkan 14 í húsakynnum landlæknisembættisins við Katrínartún. 31. júlí 2020 10:10
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels