Aubameyang afgreiddi Chelsea og Arsenal er bikarmeistari 1. ágúst 2020 18:30 Aubameyang fagnar síðara markinu. vísir/getty Arsenal er enskur bikarmeistari eftir að liðið lagði Chelsea, 2-1, í úrslitaleiknum sem fór fram á Wembley í dag. Pierre-Emerick Aubameyang skoraði bæði mörk Arsenal. Það voru ekki liðnar nema fimm mínútur er Bandaríkjamaðurinn Christian Pulisic skoraði. Eftir flott spil, lagði Oliver Giroud boltann á Pulisic sem vippaði laglega yfir Emiliano Martinez. Christian Pulisic (21 years, 318 days) is the youngest scorer in a FA Cup Final since Cristiano Ronaldo (19 years, 106 days) in 2004 pic.twitter.com/cyImpdi9cJ— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) August 1, 2020 Eftir 28 mínútur fengu Arsenal vítaspyrnu. Cesar Azpilicueta lenti þá fyrir aftan Pierre-Emerick Aubameyang og endaði á því að brjóta á honum. Arsenal menn vildu rautt spjald en Azpilicueta fékk gult spjald. Úr vítinu skoraði Gabon-maðurinn og 1-1 í hálfleik. Það var svo Aubameyang sem gerði út um leikinn á 68. mínútu. Eftir sendingu frá Nicolas Pepe lék hann á Kurt Zouma og vippaði boltanum yfir Willy Caballero. Frábærlega gert. Pierre-Emerick Aubameyang (4) has now scored more FA Cup goals at Wembley Stadium in the last 14 days than Frank Lampard managed in his entire career (3).— Squawka Football (@Squawka) August 1, 2020 Ekki skánaði ástandið fyrir Chelsea fimm mínútum síðar er Mateo Kovacic fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt. Síðara gula spjalidð var ansi harður dómur en Anthony Taylor virtist viss í sinni sök. Lokatölur 2-1 sigur Arsenal og fyrsti stóri titill Arsenal síðan 2017 er liðið varð einnig enskur bikarmeistari. Fjórtándi bikarmeistaratitill Arsenal í höfn. FOURTEEN. TIMES. #HeadsUpFACupFinal | @EmiratesFACup— Arsenal (@Arsenal) August 1, 2020 Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Dýrasti markvörður heims á útleið | Hver tekur stöðu hans? Ef Kepa Arrizabalaga verður ekki milli stanganna er Chelsea mætir Arsenal í úrslitum FA-bikarsins í dag er endanlega ljóst að Spánverjinn á enga framtíð fyrir sér á Brúnni. 1. ágúst 2020 14:25
Arsenal er enskur bikarmeistari eftir að liðið lagði Chelsea, 2-1, í úrslitaleiknum sem fór fram á Wembley í dag. Pierre-Emerick Aubameyang skoraði bæði mörk Arsenal. Það voru ekki liðnar nema fimm mínútur er Bandaríkjamaðurinn Christian Pulisic skoraði. Eftir flott spil, lagði Oliver Giroud boltann á Pulisic sem vippaði laglega yfir Emiliano Martinez. Christian Pulisic (21 years, 318 days) is the youngest scorer in a FA Cup Final since Cristiano Ronaldo (19 years, 106 days) in 2004 pic.twitter.com/cyImpdi9cJ— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) August 1, 2020 Eftir 28 mínútur fengu Arsenal vítaspyrnu. Cesar Azpilicueta lenti þá fyrir aftan Pierre-Emerick Aubameyang og endaði á því að brjóta á honum. Arsenal menn vildu rautt spjald en Azpilicueta fékk gult spjald. Úr vítinu skoraði Gabon-maðurinn og 1-1 í hálfleik. Það var svo Aubameyang sem gerði út um leikinn á 68. mínútu. Eftir sendingu frá Nicolas Pepe lék hann á Kurt Zouma og vippaði boltanum yfir Willy Caballero. Frábærlega gert. Pierre-Emerick Aubameyang (4) has now scored more FA Cup goals at Wembley Stadium in the last 14 days than Frank Lampard managed in his entire career (3).— Squawka Football (@Squawka) August 1, 2020 Ekki skánaði ástandið fyrir Chelsea fimm mínútum síðar er Mateo Kovacic fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt. Síðara gula spjalidð var ansi harður dómur en Anthony Taylor virtist viss í sinni sök. Lokatölur 2-1 sigur Arsenal og fyrsti stóri titill Arsenal síðan 2017 er liðið varð einnig enskur bikarmeistari. Fjórtándi bikarmeistaratitill Arsenal í höfn. FOURTEEN. TIMES. #HeadsUpFACupFinal | @EmiratesFACup— Arsenal (@Arsenal) August 1, 2020
Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Dýrasti markvörður heims á útleið | Hver tekur stöðu hans? Ef Kepa Arrizabalaga verður ekki milli stanganna er Chelsea mætir Arsenal í úrslitum FA-bikarsins í dag er endanlega ljóst að Spánverjinn á enga framtíð fyrir sér á Brúnni. 1. ágúst 2020 14:25
Dýrasti markvörður heims á útleið | Hver tekur stöðu hans? Ef Kepa Arrizabalaga verður ekki milli stanganna er Chelsea mætir Arsenal í úrslitum FA-bikarsins í dag er endanlega ljóst að Spánverjinn á enga framtíð fyrir sér á Brúnni. 1. ágúst 2020 14:25
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti