Aukinn viðbúnaður hjá lögreglu um allt land um verslunarmannahelgina Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 31. júlí 2020 23:00 Aukinn viðbúnaður er hjá lögreglu um allt land um verslunarmannahelgina vegna samkomu takmarkana. Erfitt gæti reynst að elta góða veðrið á ferðalagi um helgina og ferðalangar hvattir til að kynna sér veðurspár áður en lagt er af stað. Djúp og víðáttumikil lægð stjórnar veðrinu á landinu næstu daga. Henni fylgir stíf austan- og norðaustanátt og verður blautt í öllum landshlutum um helgina. Mikilli rigningu er spáð á Austfjörðum og má búast við auknu afrennsli í ám og lækjum á svæðinu. Aukin hætta er á skriðum og grjóthruni og eru ferðamenn því beðnir um að sýna aðgát í fjalllendi og nágrenni árfarvega. Álíka rigningu er spáð á suðausturlandi þar sem vegir og slóðar geta orðið varhugaverðir. Gul viðvörun er í gildi á Suðausturlandi vegna hvassviðris en búist er við snörpum vindhviðum við fjöll, sem getur skapað varasöm akstursskilyrði, einkum fyrir ökutæki með aftanívagna. Verslunarmannahelgin er framundan og segir yfirlögregluþjónn almannavarna slæmt veður mögulega verða til þess að fólk verði minna á ferðalagi um helgina. Er það lán í óláni að veðurspáin sé slæm um helgina? „Öll viljum við gott veður en auðvitað verður þetta til þess að fólk hreyfir sig minna og það er það sem við höfum verið að tala fyrir en ég held að í þessu ástandi hefðum við öll viljað vera í sólinni,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnardeildar hjá ríkislögreglustjóra. Lögreglan er sé viðbúin því að hópamyndun eigi sér stað þrátt fyrir takmarkanir. „Það eru búin að vera mikil samskipti lögreglu við rekstraraðila tjaldsvæða um allt land. Þar eru menn búnir að setja þessar reglur í gang, þær tóku auðvitað gildi áðan og allt komið í gang varðandi það þannig við höfum ekkert stórar áhyggjur en við erum viðbúnir,“ sagði Víðir. Búist er sé við fjölda manns í Vestmannaeyjum um helgina. „Það er aukinn viðbúnaður hjá lögreglunni um allt land og meðal annars í Vestmannaeyjum. Þar eru menn undirbúnir undir það að þar verði fjöldi gesta á svæðinu þó svo að menn eigi ekki von á að samkomubannið verði brotið en það verður auðvitað mikið af fólki út um allt,“ sagði Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Lögreglan Tengdar fréttir Fámennt við óformlega setningu Þjóðhátíðar í Eyjum Það var heldur fámennt við óformlega setningu þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum í dag. Venjulega væru þúsundir manna komnar til Eyja á föstudeginum fyrir þjóðhátíð en nú er fátt um gesti. 31. júlí 2020 19:20 Erfitt að elta góða veðrið um verslunarmannahelgina Erfitt verður að elta góða veðrið um helgina. Djúp lægð nálgast landið úr suðri og verður hún viðloðandi alla helgina. Gul viðvörun er í gildi á Suður- og Austurlandi fram á kvöld. 31. júlí 2020 12:11 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Sjá meira
Aukinn viðbúnaður er hjá lögreglu um allt land um verslunarmannahelgina vegna samkomu takmarkana. Erfitt gæti reynst að elta góða veðrið á ferðalagi um helgina og ferðalangar hvattir til að kynna sér veðurspár áður en lagt er af stað. Djúp og víðáttumikil lægð stjórnar veðrinu á landinu næstu daga. Henni fylgir stíf austan- og norðaustanátt og verður blautt í öllum landshlutum um helgina. Mikilli rigningu er spáð á Austfjörðum og má búast við auknu afrennsli í ám og lækjum á svæðinu. Aukin hætta er á skriðum og grjóthruni og eru ferðamenn því beðnir um að sýna aðgát í fjalllendi og nágrenni árfarvega. Álíka rigningu er spáð á suðausturlandi þar sem vegir og slóðar geta orðið varhugaverðir. Gul viðvörun er í gildi á Suðausturlandi vegna hvassviðris en búist er við snörpum vindhviðum við fjöll, sem getur skapað varasöm akstursskilyrði, einkum fyrir ökutæki með aftanívagna. Verslunarmannahelgin er framundan og segir yfirlögregluþjónn almannavarna slæmt veður mögulega verða til þess að fólk verði minna á ferðalagi um helgina. Er það lán í óláni að veðurspáin sé slæm um helgina? „Öll viljum við gott veður en auðvitað verður þetta til þess að fólk hreyfir sig minna og það er það sem við höfum verið að tala fyrir en ég held að í þessu ástandi hefðum við öll viljað vera í sólinni,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnardeildar hjá ríkislögreglustjóra. Lögreglan er sé viðbúin því að hópamyndun eigi sér stað þrátt fyrir takmarkanir. „Það eru búin að vera mikil samskipti lögreglu við rekstraraðila tjaldsvæða um allt land. Þar eru menn búnir að setja þessar reglur í gang, þær tóku auðvitað gildi áðan og allt komið í gang varðandi það þannig við höfum ekkert stórar áhyggjur en við erum viðbúnir,“ sagði Víðir. Búist er sé við fjölda manns í Vestmannaeyjum um helgina. „Það er aukinn viðbúnaður hjá lögreglunni um allt land og meðal annars í Vestmannaeyjum. Þar eru menn undirbúnir undir það að þar verði fjöldi gesta á svæðinu þó svo að menn eigi ekki von á að samkomubannið verði brotið en það verður auðvitað mikið af fólki út um allt,“ sagði Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Lögreglan Tengdar fréttir Fámennt við óformlega setningu Þjóðhátíðar í Eyjum Það var heldur fámennt við óformlega setningu þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum í dag. Venjulega væru þúsundir manna komnar til Eyja á föstudeginum fyrir þjóðhátíð en nú er fátt um gesti. 31. júlí 2020 19:20 Erfitt að elta góða veðrið um verslunarmannahelgina Erfitt verður að elta góða veðrið um helgina. Djúp lægð nálgast landið úr suðri og verður hún viðloðandi alla helgina. Gul viðvörun er í gildi á Suður- og Austurlandi fram á kvöld. 31. júlí 2020 12:11 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Sjá meira
Fámennt við óformlega setningu Þjóðhátíðar í Eyjum Það var heldur fámennt við óformlega setningu þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum í dag. Venjulega væru þúsundir manna komnar til Eyja á föstudeginum fyrir þjóðhátíð en nú er fátt um gesti. 31. júlí 2020 19:20
Erfitt að elta góða veðrið um verslunarmannahelgina Erfitt verður að elta góða veðrið um helgina. Djúp lægð nálgast landið úr suðri og verður hún viðloðandi alla helgina. Gul viðvörun er í gildi á Suður- og Austurlandi fram á kvöld. 31. júlí 2020 12:11