Icelandair hefur undirritað samninga við flesta kröfuhafa Sylvía Hall skrifar 31. júlí 2020 22:42 Þegar allir samningar liggja fyrir verður fjárfestakynning kynnt með ítarlegum upplýsingum fyrir væntanlega fjárfesta. Vísir/Vilhelm Samningaviðræður Icelandair við kröfuhafa eru vel á veg komnar og hafa samningar við flesta verið undirritaðir. Þá ganga samningaviðræður við Boeing vel en þær viðræður snúast um frekari bætur vegna kyrrsetningar MAX vélanna og að breytingar verði gerðar á framtíðarafhendingu vélanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu nú í kvöld. Þar kemur jafnframt fram að unnið hafi verið að útfærslu á láni með ríkisábyrgð með íslenskum stjórnvöldum, Íslandsbanka og Landsbankanum. Það er þó háð því að hlutafjárútboðið gangi vel og félagið nái sínum markmiðum í þeim efnum. Þegar allir samningar liggja fyrir verður fjárfestakynning kynnt með ítarlegum upplýsingum fyrir væntanlega fjárfesta og þátttakendur í útboðinu en samningar við kröfuhafa og flugstéttir félagsins voru helsta forsenda þess að félagið gæti hafið hlutafjárútboð og lokið við fjárhagslega endurskipulagningu félagsins. „Félagið hefur nú þegar undirritað nýja langtímasamninga við stéttarfélög flugmanna, flugfreyja og flugþjóna og flugvirkja sem munu auka sveigjanleika og samkeppnishæfni félagsins til lengri tíma,“ segir í tilkynningunni. Samningarnir við kröfuhafa eru háðir því að félagið nái markmiðum sínum um öflun nýs hlutafjár líkt og skilyrðin eru fyrir láni með ríkisábyrgð. Samningaviðræðurnar hafa miðað að því að laga afborganir að væntu sjóðstreymi frá rekstri og munu samningarnir tryggja nauðsynlegan sveigjanleika til að byggja upp starfsemi félagsins hratt og örugglega á ný. Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir Tekjur Icelandair féllu um 85 prósent milli ára Bráðabirgðarekstrarniðurstöður Icelandair fyrir annan ársfjórðung benda til þess að tekjur félagsins hafi lækkað um 85 prósent frá sama tímabili í fyrra. 22. júlí 2020 09:30 Telur „engar líkur“ á að Icelandair fari í þrot Norskur flugrekstrarsérfræðingur telur að íslenska ríkið muni þurfa að eignast hlut í Icelandair. 20. júlí 2020 21:09 Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Samningaviðræður Icelandair við kröfuhafa eru vel á veg komnar og hafa samningar við flesta verið undirritaðir. Þá ganga samningaviðræður við Boeing vel en þær viðræður snúast um frekari bætur vegna kyrrsetningar MAX vélanna og að breytingar verði gerðar á framtíðarafhendingu vélanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu nú í kvöld. Þar kemur jafnframt fram að unnið hafi verið að útfærslu á láni með ríkisábyrgð með íslenskum stjórnvöldum, Íslandsbanka og Landsbankanum. Það er þó háð því að hlutafjárútboðið gangi vel og félagið nái sínum markmiðum í þeim efnum. Þegar allir samningar liggja fyrir verður fjárfestakynning kynnt með ítarlegum upplýsingum fyrir væntanlega fjárfesta og þátttakendur í útboðinu en samningar við kröfuhafa og flugstéttir félagsins voru helsta forsenda þess að félagið gæti hafið hlutafjárútboð og lokið við fjárhagslega endurskipulagningu félagsins. „Félagið hefur nú þegar undirritað nýja langtímasamninga við stéttarfélög flugmanna, flugfreyja og flugþjóna og flugvirkja sem munu auka sveigjanleika og samkeppnishæfni félagsins til lengri tíma,“ segir í tilkynningunni. Samningarnir við kröfuhafa eru háðir því að félagið nái markmiðum sínum um öflun nýs hlutafjár líkt og skilyrðin eru fyrir láni með ríkisábyrgð. Samningaviðræðurnar hafa miðað að því að laga afborganir að væntu sjóðstreymi frá rekstri og munu samningarnir tryggja nauðsynlegan sveigjanleika til að byggja upp starfsemi félagsins hratt og örugglega á ný.
Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir Tekjur Icelandair féllu um 85 prósent milli ára Bráðabirgðarekstrarniðurstöður Icelandair fyrir annan ársfjórðung benda til þess að tekjur félagsins hafi lækkað um 85 prósent frá sama tímabili í fyrra. 22. júlí 2020 09:30 Telur „engar líkur“ á að Icelandair fari í þrot Norskur flugrekstrarsérfræðingur telur að íslenska ríkið muni þurfa að eignast hlut í Icelandair. 20. júlí 2020 21:09 Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Tekjur Icelandair féllu um 85 prósent milli ára Bráðabirgðarekstrarniðurstöður Icelandair fyrir annan ársfjórðung benda til þess að tekjur félagsins hafi lækkað um 85 prósent frá sama tímabili í fyrra. 22. júlí 2020 09:30
Telur „engar líkur“ á að Icelandair fari í þrot Norskur flugrekstrarsérfræðingur telur að íslenska ríkið muni þurfa að eignast hlut í Icelandair. 20. júlí 2020 21:09