Fáir á ferðinni á Suðurlandi en lögregla með stíft eftirlit Kjartan Kjartansson skrifar 1. ágúst 2020 09:56 Frá tjaldsvæðinu á Flúðum sem hefur verið vinsælt um verslunarmannahelgi undanfarin ár. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Engar stórir hópar fólks hafa komið saman á Suðurlandi við upphaf verslunarmannahelgar, að mati lögreglunnar á Suðurlandi. Þrátt fyrir það verður haft stíft eftirlit með ölvunar- og fíkniefnaakstri bæði á vegum og við tjaldsvæði í umdæminu. Hert samkomubann sem tók gildi í gær þýðir að meiriháttar samkomur og hátíðir um verslunarmannahelgina hafa verið blásnar af. Þá þarf að takmarka fjölda gesta á tjaldsvæðum þar sem nú mega mest hundrað manns koma saman á einum stað og tryggja þarf tveggja metra fjarlægð á milli þeirra. Garðar Már Garðarsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir Vísi að lögreglan hafi ekki þurft að hafa afskipti af tjaldsvæðum vegna mannfjölda. Svo virðist sem að fáir séu á ferðinni og að tjaldverðir passi vel upp á fjöldatakmarkanir. Engin alvarleg brot hafi komið inn á borð lögreglunni en eitthvað hafi verið um minniháttar ölvunarútköll og fíkniefna- og ölvunarakstursmál. „Það má eiginlega segja að eftir okkar bestu vitneskju séu hvergi neinir stórir hópar af fólki. Tjaldsvæðin bera þetta vel þegar þau passa upp á hundrað manna mörkin. Það hafa engar SMS-hátíðir borist til okkar. Helgin fer bara virkilega vel af stað,“ segir hann. Þrátt fyrir að mun minni umferð sé á Suðurlandi um verslunarmannahelgina nú en venjulega segir Garðar Már að lögreglan ætli að halda sig við stíft eftirlit með ölvunar- og fíkniefnaakstri sem hafði þegar verið skipulagt. Lögreglan hefur meðal annars fengið fíkniefnaleitarhund að láni frá fangelsinu á Litla-Hrauni sem aðstoðar við að þefa slík efni uppi. „Við vorum búin að manna okkur vel upp fyrir þessa helgi og við ætlum að vera með mjög áberandi eftirlit,“ segir hann. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Tengdar fréttir Tjaldsvæðin á Akureyri full í nótt, mannlaus brenna í Eyjum Töluvert er af ferðafólki á Akureyri og voru tjaldsvæðin þar full að því marki sem nýjar og hertar sóttvarnareglur leyfa í nótt, að sögn lögreglunnar á Akureyri. Engin teljandi vandræði voru í nótt en tveir voru þó kærðir fyrir ölvunarakstur. 1. ágúst 2020 07:54 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Viðskipti innlent „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Erlent Fleiri fréttir Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Sjá meira
Engar stórir hópar fólks hafa komið saman á Suðurlandi við upphaf verslunarmannahelgar, að mati lögreglunnar á Suðurlandi. Þrátt fyrir það verður haft stíft eftirlit með ölvunar- og fíkniefnaakstri bæði á vegum og við tjaldsvæði í umdæminu. Hert samkomubann sem tók gildi í gær þýðir að meiriháttar samkomur og hátíðir um verslunarmannahelgina hafa verið blásnar af. Þá þarf að takmarka fjölda gesta á tjaldsvæðum þar sem nú mega mest hundrað manns koma saman á einum stað og tryggja þarf tveggja metra fjarlægð á milli þeirra. Garðar Már Garðarsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir Vísi að lögreglan hafi ekki þurft að hafa afskipti af tjaldsvæðum vegna mannfjölda. Svo virðist sem að fáir séu á ferðinni og að tjaldverðir passi vel upp á fjöldatakmarkanir. Engin alvarleg brot hafi komið inn á borð lögreglunni en eitthvað hafi verið um minniháttar ölvunarútköll og fíkniefna- og ölvunarakstursmál. „Það má eiginlega segja að eftir okkar bestu vitneskju séu hvergi neinir stórir hópar af fólki. Tjaldsvæðin bera þetta vel þegar þau passa upp á hundrað manna mörkin. Það hafa engar SMS-hátíðir borist til okkar. Helgin fer bara virkilega vel af stað,“ segir hann. Þrátt fyrir að mun minni umferð sé á Suðurlandi um verslunarmannahelgina nú en venjulega segir Garðar Már að lögreglan ætli að halda sig við stíft eftirlit með ölvunar- og fíkniefnaakstri sem hafði þegar verið skipulagt. Lögreglan hefur meðal annars fengið fíkniefnaleitarhund að láni frá fangelsinu á Litla-Hrauni sem aðstoðar við að þefa slík efni uppi. „Við vorum búin að manna okkur vel upp fyrir þessa helgi og við ætlum að vera með mjög áberandi eftirlit,“ segir hann.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Tengdar fréttir Tjaldsvæðin á Akureyri full í nótt, mannlaus brenna í Eyjum Töluvert er af ferðafólki á Akureyri og voru tjaldsvæðin þar full að því marki sem nýjar og hertar sóttvarnareglur leyfa í nótt, að sögn lögreglunnar á Akureyri. Engin teljandi vandræði voru í nótt en tveir voru þó kærðir fyrir ölvunarakstur. 1. ágúst 2020 07:54 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Viðskipti innlent „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Erlent Fleiri fréttir Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Sjá meira
Tjaldsvæðin á Akureyri full í nótt, mannlaus brenna í Eyjum Töluvert er af ferðafólki á Akureyri og voru tjaldsvæðin þar full að því marki sem nýjar og hertar sóttvarnareglur leyfa í nótt, að sögn lögreglunnar á Akureyri. Engin teljandi vandræði voru í nótt en tveir voru þó kærðir fyrir ölvunarakstur. 1. ágúst 2020 07:54