Mikil umferð gangandi fólks í Reykjadal Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. ágúst 2020 12:37 Kristín Ólöf Steinþórsdóttir, landvörður í Reykjadal, sem hefur meira en nóg að gera að fylgjast með svæðinu og sjá til þess að allt gangi vel fyrir sig. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Mörg hundruð manns hafa gengið Reykjadal fyrir ofan Hveragerði á hverjum degi í sumar en þar er einn fjölsóttasti náttúrulegi baðstaður landsins. Útlendingar hafa verið stór hluti þeirra sem hafa gengið leiðina í sumar sem er um tíu kílómetrar fram og til baka. Reykjadalur er vinsæl gönguleið, sem hefur slegið í gegn í sumar því þar hefur verið örtröð alla daga frá því að fjöldi fólks mátti fara upp í 500 manns saman 15. júní en nú fækkar göngugörpunum eftir að talan var lækkuð niður í 100 manns. Merkt gönguleið um Reykjadal liggur upp úr Ölfusdal fyrir ofan Hveragerði en á leiðinni upp dalinn má sjá ólgandi hveri og reyk stíga upp úr jörðu. „Það er alveg brjálað að gera, það er endalaust af fólki sem kemur á hverjum degi, mörg hundruð manns. Vinsældir leiðarinnar eru fyrst og fremst vegna læksins hérna því það er vinsælt að koma og fara í heita lækinn, þetta er líka mjög fallegur staður,“ segir Kristín Ólöf Steinþórsdóttir, landvörður í Reykjadal. Margir ganga Reykjadalinn og nota þá tækifærið og skella sér í náttúrulegan baðstað á svæðinu og láta þreytuna þar með líða úr sér áður en gengið er til baka.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Kristín Ólöf segir að um helmingur gesta fari í lækinn og njóti þess að baða sig þar í stórbrotnu umhverfi Reykjadals. Hún segir að erlendir ferðamenn hafi verið mjög mikið að ferðinni í sumar. „Já, það var bara strax 16.júní, þá voru hér strákar sem komu með fyrstu vél frá Kaupmannahöfn og beint hingað í Reykjadalinn, það var fyrsta stopp, það er mjög mikið af túristum hérna“. Mikið af hjólreiðafólki fer líka um Reykjadal. „Já, það er mjög vinsælt hjá fjallareiðhjólafólki að koma hingað og ég vil koma ábendingu til þeirra að það er bannað að búa til nýja hjólreiðastíga en annars eru þeir velkomnir,“ segir Kristín Ólöf. Hveragerði Ölfus Menning Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Sjá meira
Mörg hundruð manns hafa gengið Reykjadal fyrir ofan Hveragerði á hverjum degi í sumar en þar er einn fjölsóttasti náttúrulegi baðstaður landsins. Útlendingar hafa verið stór hluti þeirra sem hafa gengið leiðina í sumar sem er um tíu kílómetrar fram og til baka. Reykjadalur er vinsæl gönguleið, sem hefur slegið í gegn í sumar því þar hefur verið örtröð alla daga frá því að fjöldi fólks mátti fara upp í 500 manns saman 15. júní en nú fækkar göngugörpunum eftir að talan var lækkuð niður í 100 manns. Merkt gönguleið um Reykjadal liggur upp úr Ölfusdal fyrir ofan Hveragerði en á leiðinni upp dalinn má sjá ólgandi hveri og reyk stíga upp úr jörðu. „Það er alveg brjálað að gera, það er endalaust af fólki sem kemur á hverjum degi, mörg hundruð manns. Vinsældir leiðarinnar eru fyrst og fremst vegna læksins hérna því það er vinsælt að koma og fara í heita lækinn, þetta er líka mjög fallegur staður,“ segir Kristín Ólöf Steinþórsdóttir, landvörður í Reykjadal. Margir ganga Reykjadalinn og nota þá tækifærið og skella sér í náttúrulegan baðstað á svæðinu og láta þreytuna þar með líða úr sér áður en gengið er til baka.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Kristín Ólöf segir að um helmingur gesta fari í lækinn og njóti þess að baða sig þar í stórbrotnu umhverfi Reykjadals. Hún segir að erlendir ferðamenn hafi verið mjög mikið að ferðinni í sumar. „Já, það var bara strax 16.júní, þá voru hér strákar sem komu með fyrstu vél frá Kaupmannahöfn og beint hingað í Reykjadalinn, það var fyrsta stopp, það er mjög mikið af túristum hérna“. Mikið af hjólreiðafólki fer líka um Reykjadal. „Já, það er mjög vinsælt hjá fjallareiðhjólafólki að koma hingað og ég vil koma ábendingu til þeirra að það er bannað að búa til nýja hjólreiðastíga en annars eru þeir velkomnir,“ segir Kristín Ólöf.
Hveragerði Ölfus Menning Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Sjá meira