Brasilískur fótboltamaður segist vera hrifinn af íslensku leiðinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2020 09:00 Fred Saraiva í leik með Fram á móti Álftanesi í Mjólkurbikarnum. Vísir/HAG Framarar hafa vakið athygli í íslenska fótboltanum í sumar og þá ekki síst Brasilíumaðurinn í Safamýrarliðinu sem er markahæsti leikmaður liðsins. Framliðið er aðeins tveimur stigum frá toppsæti Lengjudeildarinnar og einu stigi frá sæti sem hefur þátttökurétt í Pepsi Max deildinni á næsta ári. Framarar eru einnig komnir áfram í átta liða úrslit Mjólkurbikarsins. Markahæsti leikmaður Framliðsins er Braslíumaður sem ákvað fjórtán ára gamall að elta drauminn sinn að verða atvinnumaður í knattspyrnu. Hann byrjaði hjá Gremio en þar byrjuðu heimsfrægir leikmenn eins og Ronaldinho og Emerson ferill sinn. Frederico Bello Saraiva er 23 ára gamall og var því ekki gamall þegar hann kom til Framara fyrir þremur árum síðan. Hann er nú markahæsti leikmaður Fram í deild og bikar með 8 mörk í 11 leikjum í sumar. Í viðtali við Morgunblaðið sagði Fred, eins og hann er kallaður, frá því að það fór ekki vel í föður hans þegar hann ákvað að fara til Íslands. „Ég elska fjöllin og íslensku náttúruna, mig langaði til að koma og þurfti að rífast við föður minn til að gera það! Ég sé ekki eftir því að hafa komið, ég elska að vera hérna,“ sagði Fred Saraiva í viðtali við Kristófer Kristjánsson á Morgunblaðinu. Brasilíumaðurinn hefur vakið athygli fyrir frammistöðu sína á Íslandi. https://t.co/8SpRuO3p3d pic.twitter.com/rWkrvjXVfi— mbl.is SPORT (@mblsport) August 3, 2020 Í viðtalinu talar Fred Saraiva meðal annars um viðbrigðin að fara úr hitanum í suður Brasilíu í kuldann og rokið á Íslandi. Hann lýsir því meðal annars að hafa aldrei kynnst öðru eins og rokinu í leik í Grindavík. Eftir erfit tvö ár með Fram hefur gengið verið allt annað og betra í sumar. Þannig ætlar Safamýrarliðið sér að endurheimta langþráð sæti í efstu deild. „Ég held að við getum spilað í úrvalsdeildinni. Við mætum þessum liðum á undirbúningstímabilinu og þetta eru erfiðir leikir, auðvitað, en við stöndum í þessum liðum. Ég vil vera áfram í Fram, mér líður vel þar og ég vil vera áfram á Íslandi. Ég gæti verið hérna það sem eftir er ævinnar,“ sagði Fred í viðtalinu og það virðist líka vera sem svo að íslenski fótboltinn henti honum vel. „Þetta er öðruvísi; meiri harka, meiri hraði. Í Brasilíu snýst allt um að stjórna leiknum og senda til hliðar. Ég er hrifinn af íslensku leiðinni. Hér þarftu að vera tilbúinn að berjast og hlaupa í 90 mínútur,“ sagði Fred en það má lesa allt viðtalið við hann með því að smella hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Sjá meira
Framarar hafa vakið athygli í íslenska fótboltanum í sumar og þá ekki síst Brasilíumaðurinn í Safamýrarliðinu sem er markahæsti leikmaður liðsins. Framliðið er aðeins tveimur stigum frá toppsæti Lengjudeildarinnar og einu stigi frá sæti sem hefur þátttökurétt í Pepsi Max deildinni á næsta ári. Framarar eru einnig komnir áfram í átta liða úrslit Mjólkurbikarsins. Markahæsti leikmaður Framliðsins er Braslíumaður sem ákvað fjórtán ára gamall að elta drauminn sinn að verða atvinnumaður í knattspyrnu. Hann byrjaði hjá Gremio en þar byrjuðu heimsfrægir leikmenn eins og Ronaldinho og Emerson ferill sinn. Frederico Bello Saraiva er 23 ára gamall og var því ekki gamall þegar hann kom til Framara fyrir þremur árum síðan. Hann er nú markahæsti leikmaður Fram í deild og bikar með 8 mörk í 11 leikjum í sumar. Í viðtali við Morgunblaðið sagði Fred, eins og hann er kallaður, frá því að það fór ekki vel í föður hans þegar hann ákvað að fara til Íslands. „Ég elska fjöllin og íslensku náttúruna, mig langaði til að koma og þurfti að rífast við föður minn til að gera það! Ég sé ekki eftir því að hafa komið, ég elska að vera hérna,“ sagði Fred Saraiva í viðtali við Kristófer Kristjánsson á Morgunblaðinu. Brasilíumaðurinn hefur vakið athygli fyrir frammistöðu sína á Íslandi. https://t.co/8SpRuO3p3d pic.twitter.com/rWkrvjXVfi— mbl.is SPORT (@mblsport) August 3, 2020 Í viðtalinu talar Fred Saraiva meðal annars um viðbrigðin að fara úr hitanum í suður Brasilíu í kuldann og rokið á Íslandi. Hann lýsir því meðal annars að hafa aldrei kynnst öðru eins og rokinu í leik í Grindavík. Eftir erfit tvö ár með Fram hefur gengið verið allt annað og betra í sumar. Þannig ætlar Safamýrarliðið sér að endurheimta langþráð sæti í efstu deild. „Ég held að við getum spilað í úrvalsdeildinni. Við mætum þessum liðum á undirbúningstímabilinu og þetta eru erfiðir leikir, auðvitað, en við stöndum í þessum liðum. Ég vil vera áfram í Fram, mér líður vel þar og ég vil vera áfram á Íslandi. Ég gæti verið hérna það sem eftir er ævinnar,“ sagði Fred í viðtalinu og það virðist líka vera sem svo að íslenski fótboltinn henti honum vel. „Þetta er öðruvísi; meiri harka, meiri hraði. Í Brasilíu snýst allt um að stjórna leiknum og senda til hliðar. Ég er hrifinn af íslensku leiðinni. Hér þarftu að vera tilbúinn að berjast og hlaupa í 90 mínútur,“ sagði Fred en það má lesa allt viðtalið við hann með því að smella hér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann