Endurtaka sig fyrir unga fólkið Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. ágúst 2020 14:30 Frá upplýsingafundi dagsins. vísir/arnar Landlæknir segir almannavarnir hafa nokkrar áhyggjur af því að upplýsingar um sýkingavarnir berist ekki nógu vel til yngri aldurshópa. Það megi til að mynda sjá af aldri þeirra sem sýkst hafa að undanförnu. Landlæknir biðlar því til foreldra að ræða við börn sín um einstaklingsbundnar smitvarnir. Alma Möller landlæknir varaði viðstadda við því að hún myndi endurtaka sig við upphaf ræðu sinnar á upplýsingafundi almannavarna í dag. Hún hóf mál sitt á því að útskýra hvernig kórónuveiran smitast á milli fólks, með dropasmiti, en Alma hefur einmitt drepið á þessu í ræðum sínum á síðustu upplýsingafundum. Alma sagði þó mikilvægt að tæpa á þessu, meðal annars vegna þess að þau telji sig eiga erfitt með að ná til ungs fólks. Það sýni aldursdreifing þeirra sem veikst hafa af Covid-19 á síðustu dögum en þau eru flestir undir þrítugu. Því biðlaði Alma til þeirra foreldra sem hlýddu á fund dagsins að ræða við börn sín um einstaklingsbundnar smitvarnir. Huga vel að handþvotti og sprittun, sem ætti að vera orðið flestum landsmönnum tamt eftir fimm mánaða reynslu. Þar að auki sagðist Alma vona að landsmenn héldu áfram að miðla upplýsingum til þeirra Íslendinga sem hafa ekki góð tök á íslensku. Þær megi t.a.m. nálgast á vef Landlæknis. Fólk sem finnur til kvíða eða er áhyggjufullt í faraldrinum getur jafnframt fundið gagnlegar upplýsingar á vefnum covid.is. Þá aðstoð Rauði krossinn fólk í síma 1717 og í netspjalli sínu. Alma sagði að sama skapi að óljóst væri á þessari stundu í hvað stefnir í faraldrinum. Hún telur þannig líklegt að heimsbyggðin verði að læra að lifa með veirunni til langframa, að alltaf verði einhver smit í gangi. Engu að síður hafi verið nauðsynlegt að grípa til aðgerða núna til að hafa betri stjórn á þróuninni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Börn og uppeldi Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Landlæknir segir almannavarnir hafa nokkrar áhyggjur af því að upplýsingar um sýkingavarnir berist ekki nógu vel til yngri aldurshópa. Það megi til að mynda sjá af aldri þeirra sem sýkst hafa að undanförnu. Landlæknir biðlar því til foreldra að ræða við börn sín um einstaklingsbundnar smitvarnir. Alma Möller landlæknir varaði viðstadda við því að hún myndi endurtaka sig við upphaf ræðu sinnar á upplýsingafundi almannavarna í dag. Hún hóf mál sitt á því að útskýra hvernig kórónuveiran smitast á milli fólks, með dropasmiti, en Alma hefur einmitt drepið á þessu í ræðum sínum á síðustu upplýsingafundum. Alma sagði þó mikilvægt að tæpa á þessu, meðal annars vegna þess að þau telji sig eiga erfitt með að ná til ungs fólks. Það sýni aldursdreifing þeirra sem veikst hafa af Covid-19 á síðustu dögum en þau eru flestir undir þrítugu. Því biðlaði Alma til þeirra foreldra sem hlýddu á fund dagsins að ræða við börn sín um einstaklingsbundnar smitvarnir. Huga vel að handþvotti og sprittun, sem ætti að vera orðið flestum landsmönnum tamt eftir fimm mánaða reynslu. Þar að auki sagðist Alma vona að landsmenn héldu áfram að miðla upplýsingum til þeirra Íslendinga sem hafa ekki góð tök á íslensku. Þær megi t.a.m. nálgast á vef Landlæknis. Fólk sem finnur til kvíða eða er áhyggjufullt í faraldrinum getur jafnframt fundið gagnlegar upplýsingar á vefnum covid.is. Þá aðstoð Rauði krossinn fólk í síma 1717 og í netspjalli sínu. Alma sagði að sama skapi að óljóst væri á þessari stundu í hvað stefnir í faraldrinum. Hún telur þannig líklegt að heimsbyggðin verði að læra að lifa með veirunni til langframa, að alltaf verði einhver smit í gangi. Engu að síður hafi verið nauðsynlegt að grípa til aðgerða núna til að hafa betri stjórn á þróuninni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Börn og uppeldi Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels