KSÍ frestar öllum leikjum til 7. ágúst eftir fund með Almannavörnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2020 15:22 Frá leik Vals og Þór/KA í Pepsi Max kvenna í sumar. Vísir/Vilhelm Fulltrúar Knattspyrnusambands Íslands hafa lokið fundi sínum með fulltrúum Almannavarna um málefni knattspyrnuhreyfingarinnar en sagt er frá niðurstöðu fundarins á heimasíðu sambandsins. Umræðuefni fundarins var sú staða sem nú er uppi í samfélaginu vegna Covid-19 en framtíð Íslandsmótsins hefur verið í uppnám eftir að önnur bylgja hófst af kórónuveirufaraldrinum hér á landi. Knattspyrnusamband Íslands hafði frestað öllum leikjum til 5. ágúst en sóttvarnarlæknir hafði lagt til að hlé verði á æfingum og keppni í íþróttum með snertingu til 13. ágúst næstkomandi. KSÍ fundaði í dag, þriðjudag, með fulltrúum Almannavarna. Meðal umræðuefnis voru æfingar og keppnisleikir fullorðinna jafnt sem yngri iðkenda. https://t.co/J5Hn664gs8— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) August 4, 2020 Meðal umræðuefnis á fundi KSÍ með Almannavörnum í dag voru því æfingar og keppnisleikir fullorðinna jafnt sem yngri iðkenda. Stjórn KSÍ kom saman í kjölfarið og samþykkti að fresta leikjum í meistara- og 2. og 3. flokki karla og kvenna frá 5. ágúst til og með 7. ágúst. Það bætast því aðeins tveir dagar við eftir fundinn í dag en búast má við að málið verði í endurskoðun alla þessa viku. Í fréttinni á heimasíðu KSÍ kemur einnig fram að von sér á minnisblaði frá almannavörnum og sóttvarnarlækni í dag, þriðjudag, og eru vonir bundnar við að minnisblaðið svari flestum spurningum KSÍ og knattspyrnuhreyfingarinnar um mótahald og æfingar. Í kjölfar minnisblaðsins mun KSÍ skoða leiðir til lausna í samráði við sóttvarnaryfirvöld og ræddi stjórnin m.a. um að breyta tilmælum KSÍ um Covid varúðarráðstafanir (viðauki við handbók leikja) í bindandi ákvæði. Jafnframt var ítrekað að eins og staðan er nú eru æfingar knattspyrnuliða heimilar ef 2 metra nándarmörk eru virt og búnaðar sótthreinsaður. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira
Fulltrúar Knattspyrnusambands Íslands hafa lokið fundi sínum með fulltrúum Almannavarna um málefni knattspyrnuhreyfingarinnar en sagt er frá niðurstöðu fundarins á heimasíðu sambandsins. Umræðuefni fundarins var sú staða sem nú er uppi í samfélaginu vegna Covid-19 en framtíð Íslandsmótsins hefur verið í uppnám eftir að önnur bylgja hófst af kórónuveirufaraldrinum hér á landi. Knattspyrnusamband Íslands hafði frestað öllum leikjum til 5. ágúst en sóttvarnarlæknir hafði lagt til að hlé verði á æfingum og keppni í íþróttum með snertingu til 13. ágúst næstkomandi. KSÍ fundaði í dag, þriðjudag, með fulltrúum Almannavarna. Meðal umræðuefnis voru æfingar og keppnisleikir fullorðinna jafnt sem yngri iðkenda. https://t.co/J5Hn664gs8— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) August 4, 2020 Meðal umræðuefnis á fundi KSÍ með Almannavörnum í dag voru því æfingar og keppnisleikir fullorðinna jafnt sem yngri iðkenda. Stjórn KSÍ kom saman í kjölfarið og samþykkti að fresta leikjum í meistara- og 2. og 3. flokki karla og kvenna frá 5. ágúst til og með 7. ágúst. Það bætast því aðeins tveir dagar við eftir fundinn í dag en búast má við að málið verði í endurskoðun alla þessa viku. Í fréttinni á heimasíðu KSÍ kemur einnig fram að von sér á minnisblaði frá almannavörnum og sóttvarnarlækni í dag, þriðjudag, og eru vonir bundnar við að minnisblaðið svari flestum spurningum KSÍ og knattspyrnuhreyfingarinnar um mótahald og æfingar. Í kjölfar minnisblaðsins mun KSÍ skoða leiðir til lausna í samráði við sóttvarnaryfirvöld og ræddi stjórnin m.a. um að breyta tilmælum KSÍ um Covid varúðarráðstafanir (viðauki við handbók leikja) í bindandi ákvæði. Jafnframt var ítrekað að eins og staðan er nú eru æfingar knattspyrnuliða heimilar ef 2 metra nándarmörk eru virt og búnaðar sótthreinsaður.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira