Nítján ára fótboltastelpa fær leyfi til þess að spila með karlaliði í Hollandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2020 10:00 Ellen Fokkema í viðtali við Omrop Fryslan sjónvarpstöðina í tilefni af tímamótunum. Skjámynd/Omrop Fryslan Hin nítján ára gamla Ellen Fokkema mun spila með karlaliði VV Foarut í hollensku fjórðu deildinni á komandi tímabili og verður litið á þetta sem tilraunaverkefni. Ellen Fokkema hefur spilað með sama fótboltaliði í fjórtán ár eða síðan að hún var fimm ára. Samkvæmt reglum í Hollandi þá þurfti hún að skipta um lið á nítján ára afmælisdaginn sinn. A groundbreaking moment in football history. The Dutch Football Federation have granted permission for a female player to join fourth-tier VV Foarut for the 2020-21 season https://t.co/IJSML330wt— SPORTbible (@sportbible) August 5, 2020 Ástæðan er að eftir nítján ára aldur þá mega konur ekki spila í karlaliðum. Hollendingar leyfa reyndar blönduð lið mun lengur en flest önnur lönd. Það var samt sem áður komið að tímamótum í sumar og allt leit út fyrir að Ellen þyrfti að finna sér nýtt lið og það kvennalið. Hollenska knattspyrnusambandið tók hins vegar vel í beiðni frá knattspyrnukonunni sjálfri og félagi hennar um að gera undantekningunni á reglunni og sjá hvernig það kemur út. Það hafa verið blönduð fótboltalið í Holland frá árinu 1986 en konur hafa aðeins fengið að spila með körlunum þar til að þær verða nítján ára gamlar. Þær mega reyndar halda áfram að spila með b-liðum félaga en ekki með aðalliðunum. Dutch football association has given the green light to allow a female footballer to play in a senior men's team as part of a landmark pilot scheme. Ellen Fokkema, 19, has been granted dispensation by KNVB to play for 4th division amateur outfit VV Foarut next season. pic.twitter.com/icY8UwlVAH— joel khamadi (@Joel_Khamadi) August 4, 2020 Nú var eins og áður sagði komið að þessum tímamótum hjá Ellen Fokkema og hún sóttist eftir því að fá að halda áfram að spila með liðinu sínu. Ellen Fokkema hefur verið hjá VV Foarut síðan að hún var enn í leikskóla. Ellen Fokkema var líka kát með að hafa fengið að taka þetta sögulega skref. „Það er frábært að ég megi spila áfram með mínu liði. Ég hef spilað með þessum strákum síðan að ég var fimm ára og var mjög leið yfir því að mega það ekki lengur á næsta tímabili,“ sagði Ellen Fokkema við NL Times. „Hollenska knattspyrnusambandið hefur alltaf ráðlagt mér að spila með strákunum eins lengi og mögulegt væri og af hverju ætti þetta því ekki að vera í boði? Þetta er alvöru áskorun en það gerir þetta bara meira spennandi. Ég spurði félagið hvort eitthvað væri hægt að gera í þessu og við lögðum sameiginlega beiðni inn á borð sambandsins,“ sagði Ellen Fokkema „Ég þori ekki að spá fyrir því hvernig þetta muni ganga en ég er mjög ánægð með að fá að taka þátt í þessari tilraun,“ sagði Ellen Fokkema. Ellen Fokkema (19) spilet as earste fuotbalster mei yn KNVB-manljuskompetysje. https://t.co/lztUGnOT4P pic.twitter.com/805Cfju85b— Omrop Fryslân (@OmropFryslan) August 4, 2020 Hollenski boltinn Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Sjá meira
Hin nítján ára gamla Ellen Fokkema mun spila með karlaliði VV Foarut í hollensku fjórðu deildinni á komandi tímabili og verður litið á þetta sem tilraunaverkefni. Ellen Fokkema hefur spilað með sama fótboltaliði í fjórtán ár eða síðan að hún var fimm ára. Samkvæmt reglum í Hollandi þá þurfti hún að skipta um lið á nítján ára afmælisdaginn sinn. A groundbreaking moment in football history. The Dutch Football Federation have granted permission for a female player to join fourth-tier VV Foarut for the 2020-21 season https://t.co/IJSML330wt— SPORTbible (@sportbible) August 5, 2020 Ástæðan er að eftir nítján ára aldur þá mega konur ekki spila í karlaliðum. Hollendingar leyfa reyndar blönduð lið mun lengur en flest önnur lönd. Það var samt sem áður komið að tímamótum í sumar og allt leit út fyrir að Ellen þyrfti að finna sér nýtt lið og það kvennalið. Hollenska knattspyrnusambandið tók hins vegar vel í beiðni frá knattspyrnukonunni sjálfri og félagi hennar um að gera undantekningunni á reglunni og sjá hvernig það kemur út. Það hafa verið blönduð fótboltalið í Holland frá árinu 1986 en konur hafa aðeins fengið að spila með körlunum þar til að þær verða nítján ára gamlar. Þær mega reyndar halda áfram að spila með b-liðum félaga en ekki með aðalliðunum. Dutch football association has given the green light to allow a female footballer to play in a senior men's team as part of a landmark pilot scheme. Ellen Fokkema, 19, has been granted dispensation by KNVB to play for 4th division amateur outfit VV Foarut next season. pic.twitter.com/icY8UwlVAH— joel khamadi (@Joel_Khamadi) August 4, 2020 Nú var eins og áður sagði komið að þessum tímamótum hjá Ellen Fokkema og hún sóttist eftir því að fá að halda áfram að spila með liðinu sínu. Ellen Fokkema hefur verið hjá VV Foarut síðan að hún var enn í leikskóla. Ellen Fokkema var líka kát með að hafa fengið að taka þetta sögulega skref. „Það er frábært að ég megi spila áfram með mínu liði. Ég hef spilað með þessum strákum síðan að ég var fimm ára og var mjög leið yfir því að mega það ekki lengur á næsta tímabili,“ sagði Ellen Fokkema við NL Times. „Hollenska knattspyrnusambandið hefur alltaf ráðlagt mér að spila með strákunum eins lengi og mögulegt væri og af hverju ætti þetta því ekki að vera í boði? Þetta er alvöru áskorun en það gerir þetta bara meira spennandi. Ég spurði félagið hvort eitthvað væri hægt að gera í þessu og við lögðum sameiginlega beiðni inn á borð sambandsins,“ sagði Ellen Fokkema „Ég þori ekki að spá fyrir því hvernig þetta muni ganga en ég er mjög ánægð með að fá að taka þátt í þessari tilraun,“ sagði Ellen Fokkema. Ellen Fokkema (19) spilet as earste fuotbalster mei yn KNVB-manljuskompetysje. https://t.co/lztUGnOT4P pic.twitter.com/805Cfju85b— Omrop Fryslân (@OmropFryslan) August 4, 2020
Hollenski boltinn Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Sjá meira