Telur að hætta eigi „skaðlegum sóttvarnaaðferðum“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. ágúst 2020 09:09 Jóhannes Loftsson, formaður Frjálshyggjufélagsins. Vísir/Harmageddon Jóhannes Loftsson, formaður Frjálshyggjufélagsins, segir erfitt að sjá hvernig sú aðferðafræði sem nota á til þess að útrýma kórónuveirusmitum og hemja hópsýkingar gengur upp. Hann er á meðal þeirra sem skipuleggja mótmæli við þeim aðgerðum sem heilbrigðisráðherra ákvað að ráðist yrði í að tillögu sóttvarnalæknis. Rætt var við Jóhannes í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgunni í gær. „Grunnurinn er sá að við erum ekki að sjá fram á endann á þessu núna. Við heyrum í fréttum að þetta er ekkert að fara. Það sem við horfum fram á núna er að það á að stoppa atvinnulífið og fyrirtækin í landinu og ræsa aftur, bara eftir hentisemi, hugsanlega næstu árin,“ segir Jóhannes. Hann segist ekki telja að aðferðafræðin sem nota eigi við að hemja hópsýkingar þegar þær koma upp, það er að bregðast við með því að herða samkomutakmarkanir, gangi upp. „Það er verið að tala um að hægja á útbreiðslunni, en við verðum náttúrulega að efnahagslíf til þess að geta rekið heilbrigðisþjónustu. Það er bara örlítið af smiti að koma hingað.“ Jóhannes segist sjálfur telja að best væri ef látið væri af „skaðlegum sóttvarnaaðferðum.“ Áfram eigi að reyna að berjast gegn veirunni, en hann segir ákveðnar sóttvarnaaðgerðir hafa veruleg áhrif á réttindi fólks og atvinnulífið í landinu. „Einnig finnst okkur mikilvægt að menn fari að taka umræðu um það að dánartíðnin á Covid, eins og hún mælist á Íslandi, er ekki nema 0,16 prósent,“ segir Jóhannes og á þar við hlutfall þeirra sem látast hér á landi af þeim sem greinst hafa með veiruna. Hann segist ekki telja að það sé „skaðlegum sóttvarnaraðferðum“ að þakka, heldur viðbrögðum íslenska heilbrigðiskerfisins. Málin eigi ekki að vera pólitísk Jóhannes segist telja að smitsjúkdómavarnir eigi að vera í höndum sérfræðinganna, en ekki stjórnmálamanna. Hann segir málið vera orðið pólitískt hér á landi. „Ég hef aðeins horft til Svíþjóðar. Þar tóku menn þá ákvörðun að treysta fólkinu í landinu til að passa upp á sig og sína en voru svo með ráðleggingar til þegnanna,“ segir Jóhannes. Hann segir rétt að í Svíþjóð hafi yfirvöld viðurkennt mistök í viðbrögðum við faraldrinum en segir mistökin ekki hafa falist í að treysta þegnum sínum heldur að verja heilbrigðisstarfsfólk ekki nógu vel. „Meðal annars fengu þau ekki nógu mikið af sóttvarnabúnaði eins og við, grímum og hönskum á spítölum í Svíþjóð. Til marks um hvað sá hlutur klikkaði hjá þeim var það að 30 prósent allra smita sem voru mæld í Svíþjóð í miðjum maí voru heilbrigðisstarfsmenn.“ Segir beitingu sóttkvíar vafasama Jóhannes segist telja beitingu sóttkvíar vafasama aðgerð, þar sem hún hvetji fólk til þess að leyna veikindum sínum. Hann líkir sóttkví við stofufangelsi. „Við erum að tala um sjúkdóm með dánartíðni á við flensu. Við þurfum sjálfviljugar aðferðir og nota alla þessa auka orku til þess að verja spítala, verja elliheimilin, verja það sem skiptir máli þar sem virkileg hætta getur skapast.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjá meira
Jóhannes Loftsson, formaður Frjálshyggjufélagsins, segir erfitt að sjá hvernig sú aðferðafræði sem nota á til þess að útrýma kórónuveirusmitum og hemja hópsýkingar gengur upp. Hann er á meðal þeirra sem skipuleggja mótmæli við þeim aðgerðum sem heilbrigðisráðherra ákvað að ráðist yrði í að tillögu sóttvarnalæknis. Rætt var við Jóhannes í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgunni í gær. „Grunnurinn er sá að við erum ekki að sjá fram á endann á þessu núna. Við heyrum í fréttum að þetta er ekkert að fara. Það sem við horfum fram á núna er að það á að stoppa atvinnulífið og fyrirtækin í landinu og ræsa aftur, bara eftir hentisemi, hugsanlega næstu árin,“ segir Jóhannes. Hann segist ekki telja að aðferðafræðin sem nota eigi við að hemja hópsýkingar þegar þær koma upp, það er að bregðast við með því að herða samkomutakmarkanir, gangi upp. „Það er verið að tala um að hægja á útbreiðslunni, en við verðum náttúrulega að efnahagslíf til þess að geta rekið heilbrigðisþjónustu. Það er bara örlítið af smiti að koma hingað.“ Jóhannes segist sjálfur telja að best væri ef látið væri af „skaðlegum sóttvarnaaðferðum.“ Áfram eigi að reyna að berjast gegn veirunni, en hann segir ákveðnar sóttvarnaaðgerðir hafa veruleg áhrif á réttindi fólks og atvinnulífið í landinu. „Einnig finnst okkur mikilvægt að menn fari að taka umræðu um það að dánartíðnin á Covid, eins og hún mælist á Íslandi, er ekki nema 0,16 prósent,“ segir Jóhannes og á þar við hlutfall þeirra sem látast hér á landi af þeim sem greinst hafa með veiruna. Hann segist ekki telja að það sé „skaðlegum sóttvarnaraðferðum“ að þakka, heldur viðbrögðum íslenska heilbrigðiskerfisins. Málin eigi ekki að vera pólitísk Jóhannes segist telja að smitsjúkdómavarnir eigi að vera í höndum sérfræðinganna, en ekki stjórnmálamanna. Hann segir málið vera orðið pólitískt hér á landi. „Ég hef aðeins horft til Svíþjóðar. Þar tóku menn þá ákvörðun að treysta fólkinu í landinu til að passa upp á sig og sína en voru svo með ráðleggingar til þegnanna,“ segir Jóhannes. Hann segir rétt að í Svíþjóð hafi yfirvöld viðurkennt mistök í viðbrögðum við faraldrinum en segir mistökin ekki hafa falist í að treysta þegnum sínum heldur að verja heilbrigðisstarfsfólk ekki nógu vel. „Meðal annars fengu þau ekki nógu mikið af sóttvarnabúnaði eins og við, grímum og hönskum á spítölum í Svíþjóð. Til marks um hvað sá hlutur klikkaði hjá þeim var það að 30 prósent allra smita sem voru mæld í Svíþjóð í miðjum maí voru heilbrigðisstarfsmenn.“ Segir beitingu sóttkvíar vafasama Jóhannes segist telja beitingu sóttkvíar vafasama aðgerð, þar sem hún hvetji fólk til þess að leyna veikindum sínum. Hann líkir sóttkví við stofufangelsi. „Við erum að tala um sjúkdóm með dánartíðni á við flensu. Við þurfum sjálfviljugar aðferðir og nota alla þessa auka orku til þess að verja spítala, verja elliheimilin, verja það sem skiptir máli þar sem virkileg hætta getur skapast.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjá meira