„Er og verð alltaf KR-ingur“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. ágúst 2020 19:35 Jón Arnór Stefánsson gekk í raðir Vals í dag og skrifaði undir eins árs samning á Hlíðarenda. Það virðist því sem hans síðasta tímabil á körfuboltaferlinum verður því einnig hans fyrsta með öðru liði en KR hér á landi. Rætt var við Jón Arnór í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld og sjá má viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. „Þetta er stór ákvörðun, ég viðurkenni það, og það var erfitt að taka þessa ákvörðun. Ég var eiginlega búinn að taka ákvörðun um að hætta en svo fann ég það bara sjálfur að ég var ekki alveg tilbúinn til þess. Ég finn það bara að ég verð að komast inn á völlinn að keppa,“ sagði Jón Arnór er Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við hann að Hlíðarenda fyrr í dag. Jón Arnór hefur fimm sinnum orðið Íslandsmeistari með KR. „Mér finnst vera kynslóðaskipti í KR og leið kannski eins og ég þyrfti á einhverri breytingu að halda. Það var aðallega bara það og því var þessi ákvörðun tekin. Ég er og verð alltaf KR-ingur. Hef átt yndislegan tíma þar og kveð þá með söknuði en svona er þetta. Þetta er ákvörðun sem ég tek fyrst og fremst fyrir sjálfan mig,“ sagði Jón en hann hefur fimm sinnum landað Íslandsmeistaratitlinum með KR. „Ég hefði líklega hætt bara ef ég hefði ekki skipt um lið. Það finnst öllum galið að ég sé að skipta um lið en þetta er minn ferill og mitt líf. Langaði að spila eitt ár í viðbót og þá varð þetta að vera svona. Er fyrst og fremst spenntur fyrir því að fá að spila og prófa eitthvað nýtt á Íslandi. Svo ætla ég bara að njóta þess að spila, “ sagði Jón einnig. Aðeins fjórir mánuðir eru síðan Jón Arnór mætti í Sportið í kvöld hjá Rikka G. og gaf það út að hann myndi aldrei spila með öðru liði en KR. Eflaust spilar inn í ákvörðun Jóns að Finnur Freyr Stefánsson – fyrrum þjálfari KR – er nýráðinn þjálfari Vals og að Pavel Ermolinskij, fyrrum samherji hjá KR og landsliðinu, er einnig á mála hjá félaginu. „Fyrst og fremst frábært fyrir körfuknattleiksdeild Vals að fá þennan leikmann. Sýnir þann metnað sem er í gangi á Hlíðarenda og segir sitt um félagið. Við erum í leiðinni að reyna breyta hvernig fólk sér Val. Reyna að gera betur og bæta, þetta er stórt skref í þá átt,“ sagði Finnur Freyr er Svava ræddi við hann í dag. „Þetta tekur tíma. Það er stórt stökk að fara úr því að vera „jójó-lið“ milli fyrstu og úrvalsdeildar í að ætla sér í úrslitakeppnina.“ „Við Jón unnum vel saman í KR og með landsliðinu og erum góðir félagar. Þegar ég hætti í KR vorum við leiðir yfir því að samstarfi okkar væri lokið en þegar var möguleiki á því að halda því áfram þá þróaðist þetta áfram og fagna því að geta átt eitt ár í viðbót með Jóni,“ sagði Finnur að lokum. Dominos-deild karla Valur Sportpakkinn Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir „Finnst öllum galið að ég sé að skipta um lið en þetta er minn ferill og mitt líf“ Jón Arnór Stefánsson, nýr leikmaður Vals, segir að hann hefði líklega hætt ef hann hefði ekki skipt um lið þar sem hann fengi nýja áskorun. 5. ágúst 2020 12:29 Staðfesta félagaskipti Jóns Arnórs til Vals: „Ótrúlega sérstakt að kveðja KR í bili“ Valsmenn halda áfram að safna liði fyrir átökin í Domino's deild karla næsta vetur. Sjálfur Jón Arnór Stefánsson er mættur á Hlíðarenda. 5. ágúst 2020 09:14 Segja Jón Arnór vera á leiðinni til Vals Jón Arnór Stefánsson gæti mögulega leikið með Val í Domino´s deildinni í körfubolta á næstu leiktíð. 4. ágúst 2020 20:30 Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn Körfubolti „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Fleiri fréttir Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson gekk í raðir Vals í dag og skrifaði undir eins árs samning á Hlíðarenda. Það virðist því sem hans síðasta tímabil á körfuboltaferlinum verður því einnig hans fyrsta með öðru liði en KR hér á landi. Rætt var við Jón Arnór í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld og sjá má viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. „Þetta er stór ákvörðun, ég viðurkenni það, og það var erfitt að taka þessa ákvörðun. Ég var eiginlega búinn að taka ákvörðun um að hætta en svo fann ég það bara sjálfur að ég var ekki alveg tilbúinn til þess. Ég finn það bara að ég verð að komast inn á völlinn að keppa,“ sagði Jón Arnór er Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við hann að Hlíðarenda fyrr í dag. Jón Arnór hefur fimm sinnum orðið Íslandsmeistari með KR. „Mér finnst vera kynslóðaskipti í KR og leið kannski eins og ég þyrfti á einhverri breytingu að halda. Það var aðallega bara það og því var þessi ákvörðun tekin. Ég er og verð alltaf KR-ingur. Hef átt yndislegan tíma þar og kveð þá með söknuði en svona er þetta. Þetta er ákvörðun sem ég tek fyrst og fremst fyrir sjálfan mig,“ sagði Jón en hann hefur fimm sinnum landað Íslandsmeistaratitlinum með KR. „Ég hefði líklega hætt bara ef ég hefði ekki skipt um lið. Það finnst öllum galið að ég sé að skipta um lið en þetta er minn ferill og mitt líf. Langaði að spila eitt ár í viðbót og þá varð þetta að vera svona. Er fyrst og fremst spenntur fyrir því að fá að spila og prófa eitthvað nýtt á Íslandi. Svo ætla ég bara að njóta þess að spila, “ sagði Jón einnig. Aðeins fjórir mánuðir eru síðan Jón Arnór mætti í Sportið í kvöld hjá Rikka G. og gaf það út að hann myndi aldrei spila með öðru liði en KR. Eflaust spilar inn í ákvörðun Jóns að Finnur Freyr Stefánsson – fyrrum þjálfari KR – er nýráðinn þjálfari Vals og að Pavel Ermolinskij, fyrrum samherji hjá KR og landsliðinu, er einnig á mála hjá félaginu. „Fyrst og fremst frábært fyrir körfuknattleiksdeild Vals að fá þennan leikmann. Sýnir þann metnað sem er í gangi á Hlíðarenda og segir sitt um félagið. Við erum í leiðinni að reyna breyta hvernig fólk sér Val. Reyna að gera betur og bæta, þetta er stórt skref í þá átt,“ sagði Finnur Freyr er Svava ræddi við hann í dag. „Þetta tekur tíma. Það er stórt stökk að fara úr því að vera „jójó-lið“ milli fyrstu og úrvalsdeildar í að ætla sér í úrslitakeppnina.“ „Við Jón unnum vel saman í KR og með landsliðinu og erum góðir félagar. Þegar ég hætti í KR vorum við leiðir yfir því að samstarfi okkar væri lokið en þegar var möguleiki á því að halda því áfram þá þróaðist þetta áfram og fagna því að geta átt eitt ár í viðbót með Jóni,“ sagði Finnur að lokum.
Dominos-deild karla Valur Sportpakkinn Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir „Finnst öllum galið að ég sé að skipta um lið en þetta er minn ferill og mitt líf“ Jón Arnór Stefánsson, nýr leikmaður Vals, segir að hann hefði líklega hætt ef hann hefði ekki skipt um lið þar sem hann fengi nýja áskorun. 5. ágúst 2020 12:29 Staðfesta félagaskipti Jóns Arnórs til Vals: „Ótrúlega sérstakt að kveðja KR í bili“ Valsmenn halda áfram að safna liði fyrir átökin í Domino's deild karla næsta vetur. Sjálfur Jón Arnór Stefánsson er mættur á Hlíðarenda. 5. ágúst 2020 09:14 Segja Jón Arnór vera á leiðinni til Vals Jón Arnór Stefánsson gæti mögulega leikið með Val í Domino´s deildinni í körfubolta á næstu leiktíð. 4. ágúst 2020 20:30 Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn Körfubolti „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Fleiri fréttir Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ Sjá meira
„Finnst öllum galið að ég sé að skipta um lið en þetta er minn ferill og mitt líf“ Jón Arnór Stefánsson, nýr leikmaður Vals, segir að hann hefði líklega hætt ef hann hefði ekki skipt um lið þar sem hann fengi nýja áskorun. 5. ágúst 2020 12:29
Staðfesta félagaskipti Jóns Arnórs til Vals: „Ótrúlega sérstakt að kveðja KR í bili“ Valsmenn halda áfram að safna liði fyrir átökin í Domino's deild karla næsta vetur. Sjálfur Jón Arnór Stefánsson er mættur á Hlíðarenda. 5. ágúst 2020 09:14
Segja Jón Arnór vera á leiðinni til Vals Jón Arnór Stefánsson gæti mögulega leikið með Val í Domino´s deildinni í körfubolta á næstu leiktíð. 4. ágúst 2020 20:30