Óska eftir sjónarmiðum vegna kaupa Storytel á Forlaginu Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. ágúst 2020 10:54 Á myndinni má sjá þá sem að samingsgerðinni komu: Standandi: Kristófer Jónasson frá LOGOS, Gunnar Sturluson frá LOGOS, Stefán Hjörleifsson, landsstjóri Storytel á Íslandi og Árni Einarsson, stjórnarmaður í Mál og menningu og Forlaginu. Sitjandi: Þórhildur Garðarsdóttir, fjármálastjóri Forlagsins, Röstan Panday, stjórnarformaður Storytel AB, Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins, Soffía Eydís Björgvinsdóttir frá KPMG og Halldór Guðmundsson, stjórnarformaður Máls og menningar og Forlagsins. Aðsend Samkeppniseftirlitið óskar nú eftir sjónarmiðum hagsmunaaðila vegna kaupa Storytel á 70 prósent eignarhlut í Forlaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu. Tilkynnt var um kaup sænska hljóðbókarisans Storytel á meirihluta í Forlaginu 1. júlí síðastliðnum. Samkeppniseftirlitinu barst formleg tilkynning um kaupin 20. júlí. Eftirlitið hefur það hlutverk samkvæmt samkeppnislögum að rannsaka samruna og ber í því sambandi að leggja mat á það hvort „samruni fyrirtækja raski samkeppni með umtalsverðum hætti og skaði þar með hagsmuni almennings eða atvinnulífs,“ segir í tilkynningu. Við mat á áhrifum samruna aflar Samkeppniseftirlitið gagna frá aðilum sem eftir atvikum geta verið viðskiptavinir eða keppinautar samrunaaðila, eða tengst mörkuðum málsins á einhvern hátt. Eftirlitið veitir hér með þeim sem telja sig hafa hagsmuna að gæta vegna samrunans færi á að koma fram sjónarmiðum vegna hans. Umsagnir berist eigi síðar en 13. ágúst á netfangið samkeppni@samkeppni.is. Starfsemi Storytel á Íslandi fer einkum í gegnum dótturfélag Storytel, Storytel Iceland ehf., og felst að stærstum hluta í sölu á áskriftum að streymisveitu Storytel og dreifingu íslenskra hljóðbóka og rafbóka á grundvelli dreifingarsamninga við bókaútgefendur. Forlagið gefur út bækur undir merkjum JPV útgáfu, Máls og menningar, Vöku-Helgafells, Ókeibóka og Iðunnar og selur til endurseljenda. Forlagið rekur einnig eina bókabúð auk vefverslunar. Bókmenntir Bókaútgáfa Menning Tengdar fréttir Íslendingar bregðist almennt illa við „fantaskap stórs aðila“ Útgefandi Uglu fagnar skjótum viðbrögðum Samkeppniseftirlitsins því hann hafi óttast á tímabili að útgáfan myndi ekki lifa höggið af. 17. júlí 2020 13:13 Hin sósíalíska Mál og menning komin hálf ofan í skúffu sænsks kauphallarfyrirtækis Rithöfundar óttast mjög um sinn hag eftir kaup Storytel AB á Forlaginu. 3. júlí 2020 15:01 Rithöfundasambandið fundar um kaup Storytel AB á hlut í Forlaginu Stjórn og lögmaður Rithöfundasambandsins munu funda í fyrramálið um kaup Storytel AB á 70 prósenta hlut í Forlaginu. Framkvæmdastjóri sambandsins segir tíðindin hafa komið rithöfunum á óvart og að þeir séu uggandi yfir stöðunni. 2. júlí 2020 12:00 Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
Samkeppniseftirlitið óskar nú eftir sjónarmiðum hagsmunaaðila vegna kaupa Storytel á 70 prósent eignarhlut í Forlaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu. Tilkynnt var um kaup sænska hljóðbókarisans Storytel á meirihluta í Forlaginu 1. júlí síðastliðnum. Samkeppniseftirlitinu barst formleg tilkynning um kaupin 20. júlí. Eftirlitið hefur það hlutverk samkvæmt samkeppnislögum að rannsaka samruna og ber í því sambandi að leggja mat á það hvort „samruni fyrirtækja raski samkeppni með umtalsverðum hætti og skaði þar með hagsmuni almennings eða atvinnulífs,“ segir í tilkynningu. Við mat á áhrifum samruna aflar Samkeppniseftirlitið gagna frá aðilum sem eftir atvikum geta verið viðskiptavinir eða keppinautar samrunaaðila, eða tengst mörkuðum málsins á einhvern hátt. Eftirlitið veitir hér með þeim sem telja sig hafa hagsmuna að gæta vegna samrunans færi á að koma fram sjónarmiðum vegna hans. Umsagnir berist eigi síðar en 13. ágúst á netfangið samkeppni@samkeppni.is. Starfsemi Storytel á Íslandi fer einkum í gegnum dótturfélag Storytel, Storytel Iceland ehf., og felst að stærstum hluta í sölu á áskriftum að streymisveitu Storytel og dreifingu íslenskra hljóðbóka og rafbóka á grundvelli dreifingarsamninga við bókaútgefendur. Forlagið gefur út bækur undir merkjum JPV útgáfu, Máls og menningar, Vöku-Helgafells, Ókeibóka og Iðunnar og selur til endurseljenda. Forlagið rekur einnig eina bókabúð auk vefverslunar.
Bókmenntir Bókaútgáfa Menning Tengdar fréttir Íslendingar bregðist almennt illa við „fantaskap stórs aðila“ Útgefandi Uglu fagnar skjótum viðbrögðum Samkeppniseftirlitsins því hann hafi óttast á tímabili að útgáfan myndi ekki lifa höggið af. 17. júlí 2020 13:13 Hin sósíalíska Mál og menning komin hálf ofan í skúffu sænsks kauphallarfyrirtækis Rithöfundar óttast mjög um sinn hag eftir kaup Storytel AB á Forlaginu. 3. júlí 2020 15:01 Rithöfundasambandið fundar um kaup Storytel AB á hlut í Forlaginu Stjórn og lögmaður Rithöfundasambandsins munu funda í fyrramálið um kaup Storytel AB á 70 prósenta hlut í Forlaginu. Framkvæmdastjóri sambandsins segir tíðindin hafa komið rithöfunum á óvart og að þeir séu uggandi yfir stöðunni. 2. júlí 2020 12:00 Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
Íslendingar bregðist almennt illa við „fantaskap stórs aðila“ Útgefandi Uglu fagnar skjótum viðbrögðum Samkeppniseftirlitsins því hann hafi óttast á tímabili að útgáfan myndi ekki lifa höggið af. 17. júlí 2020 13:13
Hin sósíalíska Mál og menning komin hálf ofan í skúffu sænsks kauphallarfyrirtækis Rithöfundar óttast mjög um sinn hag eftir kaup Storytel AB á Forlaginu. 3. júlí 2020 15:01
Rithöfundasambandið fundar um kaup Storytel AB á hlut í Forlaginu Stjórn og lögmaður Rithöfundasambandsins munu funda í fyrramálið um kaup Storytel AB á 70 prósenta hlut í Forlaginu. Framkvæmdastjóri sambandsins segir tíðindin hafa komið rithöfunum á óvart og að þeir séu uggandi yfir stöðunni. 2. júlí 2020 12:00