Óska eftir sjónarmiðum vegna kaupa Storytel á Forlaginu Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. ágúst 2020 10:54 Á myndinni má sjá þá sem að samingsgerðinni komu: Standandi: Kristófer Jónasson frá LOGOS, Gunnar Sturluson frá LOGOS, Stefán Hjörleifsson, landsstjóri Storytel á Íslandi og Árni Einarsson, stjórnarmaður í Mál og menningu og Forlaginu. Sitjandi: Þórhildur Garðarsdóttir, fjármálastjóri Forlagsins, Röstan Panday, stjórnarformaður Storytel AB, Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins, Soffía Eydís Björgvinsdóttir frá KPMG og Halldór Guðmundsson, stjórnarformaður Máls og menningar og Forlagsins. Aðsend Samkeppniseftirlitið óskar nú eftir sjónarmiðum hagsmunaaðila vegna kaupa Storytel á 70 prósent eignarhlut í Forlaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu. Tilkynnt var um kaup sænska hljóðbókarisans Storytel á meirihluta í Forlaginu 1. júlí síðastliðnum. Samkeppniseftirlitinu barst formleg tilkynning um kaupin 20. júlí. Eftirlitið hefur það hlutverk samkvæmt samkeppnislögum að rannsaka samruna og ber í því sambandi að leggja mat á það hvort „samruni fyrirtækja raski samkeppni með umtalsverðum hætti og skaði þar með hagsmuni almennings eða atvinnulífs,“ segir í tilkynningu. Við mat á áhrifum samruna aflar Samkeppniseftirlitið gagna frá aðilum sem eftir atvikum geta verið viðskiptavinir eða keppinautar samrunaaðila, eða tengst mörkuðum málsins á einhvern hátt. Eftirlitið veitir hér með þeim sem telja sig hafa hagsmuna að gæta vegna samrunans færi á að koma fram sjónarmiðum vegna hans. Umsagnir berist eigi síðar en 13. ágúst á netfangið samkeppni@samkeppni.is. Starfsemi Storytel á Íslandi fer einkum í gegnum dótturfélag Storytel, Storytel Iceland ehf., og felst að stærstum hluta í sölu á áskriftum að streymisveitu Storytel og dreifingu íslenskra hljóðbóka og rafbóka á grundvelli dreifingarsamninga við bókaútgefendur. Forlagið gefur út bækur undir merkjum JPV útgáfu, Máls og menningar, Vöku-Helgafells, Ókeibóka og Iðunnar og selur til endurseljenda. Forlagið rekur einnig eina bókabúð auk vefverslunar. Bókmenntir Bókaútgáfa Menning Tengdar fréttir Íslendingar bregðist almennt illa við „fantaskap stórs aðila“ Útgefandi Uglu fagnar skjótum viðbrögðum Samkeppniseftirlitsins því hann hafi óttast á tímabili að útgáfan myndi ekki lifa höggið af. 17. júlí 2020 13:13 Hin sósíalíska Mál og menning komin hálf ofan í skúffu sænsks kauphallarfyrirtækis Rithöfundar óttast mjög um sinn hag eftir kaup Storytel AB á Forlaginu. 3. júlí 2020 15:01 Rithöfundasambandið fundar um kaup Storytel AB á hlut í Forlaginu Stjórn og lögmaður Rithöfundasambandsins munu funda í fyrramálið um kaup Storytel AB á 70 prósenta hlut í Forlaginu. Framkvæmdastjóri sambandsins segir tíðindin hafa komið rithöfunum á óvart og að þeir séu uggandi yfir stöðunni. 2. júlí 2020 12:00 Mest lesið Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Skipta dekkin máli? Samstarf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Fleiri fréttir Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Sjá meira
Samkeppniseftirlitið óskar nú eftir sjónarmiðum hagsmunaaðila vegna kaupa Storytel á 70 prósent eignarhlut í Forlaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu. Tilkynnt var um kaup sænska hljóðbókarisans Storytel á meirihluta í Forlaginu 1. júlí síðastliðnum. Samkeppniseftirlitinu barst formleg tilkynning um kaupin 20. júlí. Eftirlitið hefur það hlutverk samkvæmt samkeppnislögum að rannsaka samruna og ber í því sambandi að leggja mat á það hvort „samruni fyrirtækja raski samkeppni með umtalsverðum hætti og skaði þar með hagsmuni almennings eða atvinnulífs,“ segir í tilkynningu. Við mat á áhrifum samruna aflar Samkeppniseftirlitið gagna frá aðilum sem eftir atvikum geta verið viðskiptavinir eða keppinautar samrunaaðila, eða tengst mörkuðum málsins á einhvern hátt. Eftirlitið veitir hér með þeim sem telja sig hafa hagsmuna að gæta vegna samrunans færi á að koma fram sjónarmiðum vegna hans. Umsagnir berist eigi síðar en 13. ágúst á netfangið samkeppni@samkeppni.is. Starfsemi Storytel á Íslandi fer einkum í gegnum dótturfélag Storytel, Storytel Iceland ehf., og felst að stærstum hluta í sölu á áskriftum að streymisveitu Storytel og dreifingu íslenskra hljóðbóka og rafbóka á grundvelli dreifingarsamninga við bókaútgefendur. Forlagið gefur út bækur undir merkjum JPV útgáfu, Máls og menningar, Vöku-Helgafells, Ókeibóka og Iðunnar og selur til endurseljenda. Forlagið rekur einnig eina bókabúð auk vefverslunar.
Bókmenntir Bókaútgáfa Menning Tengdar fréttir Íslendingar bregðist almennt illa við „fantaskap stórs aðila“ Útgefandi Uglu fagnar skjótum viðbrögðum Samkeppniseftirlitsins því hann hafi óttast á tímabili að útgáfan myndi ekki lifa höggið af. 17. júlí 2020 13:13 Hin sósíalíska Mál og menning komin hálf ofan í skúffu sænsks kauphallarfyrirtækis Rithöfundar óttast mjög um sinn hag eftir kaup Storytel AB á Forlaginu. 3. júlí 2020 15:01 Rithöfundasambandið fundar um kaup Storytel AB á hlut í Forlaginu Stjórn og lögmaður Rithöfundasambandsins munu funda í fyrramálið um kaup Storytel AB á 70 prósenta hlut í Forlaginu. Framkvæmdastjóri sambandsins segir tíðindin hafa komið rithöfunum á óvart og að þeir séu uggandi yfir stöðunni. 2. júlí 2020 12:00 Mest lesið Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Skipta dekkin máli? Samstarf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Fleiri fréttir Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Sjá meira
Íslendingar bregðist almennt illa við „fantaskap stórs aðila“ Útgefandi Uglu fagnar skjótum viðbrögðum Samkeppniseftirlitsins því hann hafi óttast á tímabili að útgáfan myndi ekki lifa höggið af. 17. júlí 2020 13:13
Hin sósíalíska Mál og menning komin hálf ofan í skúffu sænsks kauphallarfyrirtækis Rithöfundar óttast mjög um sinn hag eftir kaup Storytel AB á Forlaginu. 3. júlí 2020 15:01
Rithöfundasambandið fundar um kaup Storytel AB á hlut í Forlaginu Stjórn og lögmaður Rithöfundasambandsins munu funda í fyrramálið um kaup Storytel AB á 70 prósenta hlut í Forlaginu. Framkvæmdastjóri sambandsins segir tíðindin hafa komið rithöfunum á óvart og að þeir séu uggandi yfir stöðunni. 2. júlí 2020 12:00