Twitter merkir reikninga ríkisfjölmiðla Kjartan Kjartansson skrifar 6. ágúst 2020 20:24 Rússneski fjölmiðillinn RT framleiðir efni á ensku og er rekinn af rússneska ríkinu. Vestræn ríki telja miðilinn verkfæri stjórnvalda í Kreml. Vísir/Getty Tístum frá ríkisfjölmiðlum verður ekki lengur haldið að notendum samfélagsmiðilsins Twitter og byrjar er að merkja reikninga miðlanna sérstaklega. Rússneski fjölmiðillinn RT og kínverska Xinhua-ríkisfréttastofan eru á meðal þeirra sem verða fyrir áhrifum af breytingunum. Ólíklegra verður nú að tíst frá fjölmiðlum sem eru taldir undir stjórn ríkisins í heimalöndum sínum rati í leitarniðurstöður, tilkynningar og í tímalínu notenda, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Twitter segir að breytingunni sé ætla að gefa notendum meira samhengi um tíst sem þeir sjá. Auk ríkisfjölmiðlanna verða reikningar ákveðinna „lykilembættismanna“ fastaríkjanna fimm í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna; Kína, Frakklands, Rússlands, Bretlands og Bandaríkjanna, merktir sérstaklega. Á meðal þeirra eru utanríkisráðherrar, stofnanir, sendiherrar og talsmenn. Persónulegir reikningar stjórnmálaleiðtoga verða ekki endilega merktir. Þannig er opinber Twitter-aðgangur Donalds Trump Bandaríkjaforseta merktur sem slíkur en ekki persónulegur aðgangur hans sem hann notar langsamlega mest dags daglega. Merkingarnar ná til fjölmiðla þar sem „ríkisvaldið hefur stjórn á ritstjórnarefni með fjárveitingum, pólitískum þrýstingi eða með stjórn á framleiðslu og dreifingu“, að sögn Twitter. Opinberir fjölmiðlar sem fá fjárveitingar úr opinberum sjóðum en njóta ritstjórnarlegs sjálfstæðis verða ekki merktir sérstaklega, þar á meðal BBC og bandaríski miðillinn NPR. Twitter has begun labeling the Chinese Communist Party s propaganda outlets as Chinese state-affiliated media. pic.twitter.com/OSEmiTjjge— JERRY DUNLEAVY (@JerryDunleavy) August 6, 2020 Twitter Samfélagsmiðlar Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Tístum frá ríkisfjölmiðlum verður ekki lengur haldið að notendum samfélagsmiðilsins Twitter og byrjar er að merkja reikninga miðlanna sérstaklega. Rússneski fjölmiðillinn RT og kínverska Xinhua-ríkisfréttastofan eru á meðal þeirra sem verða fyrir áhrifum af breytingunum. Ólíklegra verður nú að tíst frá fjölmiðlum sem eru taldir undir stjórn ríkisins í heimalöndum sínum rati í leitarniðurstöður, tilkynningar og í tímalínu notenda, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Twitter segir að breytingunni sé ætla að gefa notendum meira samhengi um tíst sem þeir sjá. Auk ríkisfjölmiðlanna verða reikningar ákveðinna „lykilembættismanna“ fastaríkjanna fimm í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna; Kína, Frakklands, Rússlands, Bretlands og Bandaríkjanna, merktir sérstaklega. Á meðal þeirra eru utanríkisráðherrar, stofnanir, sendiherrar og talsmenn. Persónulegir reikningar stjórnmálaleiðtoga verða ekki endilega merktir. Þannig er opinber Twitter-aðgangur Donalds Trump Bandaríkjaforseta merktur sem slíkur en ekki persónulegur aðgangur hans sem hann notar langsamlega mest dags daglega. Merkingarnar ná til fjölmiðla þar sem „ríkisvaldið hefur stjórn á ritstjórnarefni með fjárveitingum, pólitískum þrýstingi eða með stjórn á framleiðslu og dreifingu“, að sögn Twitter. Opinberir fjölmiðlar sem fá fjárveitingar úr opinberum sjóðum en njóta ritstjórnarlegs sjálfstæðis verða ekki merktir sérstaklega, þar á meðal BBC og bandaríski miðillinn NPR. Twitter has begun labeling the Chinese Communist Party s propaganda outlets as Chinese state-affiliated media. pic.twitter.com/OSEmiTjjge— JERRY DUNLEAVY (@JerryDunleavy) August 6, 2020
Twitter Samfélagsmiðlar Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira