Sakar krónprins Sádi-Arabíu um að hafa ætlað að láta myrða sig Kjartan Kjartansson skrifar 6. ágúst 2020 23:31 Mohammed bin Salman, krónprins og raunverulegur leiðtogi Sádi-Arabíu. Aldrei áður hefur fyrrverandi hátt settur embættismaður sakað Salman um að beita andófsfólk kúgun og ofbeldi. Vísir/EPA Fyrrverandi yfirmaður í sádi-arabísku leyniþjónustunni sakar Mohammed bin Salman krónprins um að hafa ætlað að láta ráða sig af dögum í Kanada. Morðsveit á vegum Salman er sögð hafa verið stöðvuð á landamærunum skömmu eftir að Jamal Khashoggi var myrtur í Tyrklandi. Ásakanirnar koma fram í skjölum sem voru lögð fram í máli sem Saad Aljabri, fyrrverandi yfirmaður í sádi-arabísku leyniþjónustunni, höfðaði fyrir bandarískum alríkisdómstól. Aljabri er í sjálfskipaðri útlegð nærri Toronto í Kanada. Hann sakar Salman um að reyna að þagga niður í sér eða drepa sig til að koma í veg fyrir að Aljabri grafi undan sambandi krónprinsins við bandarísk stjórnvöld. Í gögnum sem Aljabri lagði fram heldur hann því fram að Salman hafi sent morðsveit til að myrða sig í Kanada, um tveimur vikum eftir að Khashoggi, sádi-arabískur andófsmaður, var myrtur á hrottalegan hátt á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl árið 2018. Ráðabruggið hafi aðeins farið út um þúfur því að kanadískir landamæraverðir vísuðu liðsmönnum morðsveitarinnar frá þegar þeir reyndu að koma inn í landið á ferðamannavegabréfsáritun á Toronto-flugvelli. Aljabri telur að ástæðan fyrir því að Salman krónprins vilji hann feigan sé sú að hann búi yfir „skaðlegum upplýsingum“, þar á meðal um meinta spillingu og sveit málaliða á vegum krónprinsins. Einhverjir þeirra eru sagðir hafa verið viðriðnir morðið á Khashoggi. Bandaríska leyniþjónustan telur að Salman krónprins hafi skipað fyrir um morðið. New York Times segir að Aljabri leggi fram fáar sannanir fyrir fullyrðingum sínum um Salman krónprins. Blaðinu hafi ekki tekist að staðfesta þær. Aljabri, sem er 61 árs, var lengi vel tengiliður Sáda við leyniþjónustu Bretlands og annarra vestrænna ríkja, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hann var rekinn árið 2015 og yfirgaf land tveimur árum síðar. Áður hefur hann sakað Salman krónprins um að reyna að lokka sig aftur til Sádi-Arabíu, ýmist með gylliboðum eða hótunum. Tvö fullorðin börn hans hafi verið handtekin til þess að knýja hann til undirgefni. Sádi-Arabía Bandaríkin Morðið á Khashoggi Kanada Tengdar fréttir Hefja réttarhöld vegna morðsins á Khashoggi í Tyrklandi Tuttugu Sádar eru ákærðir í réttarhöldum vegna morðsins á Jamal Khashoggi sem hófst í Tyrklandi í dag. Tveir nánir aðstoðarmenn Mohammeds bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, eru á meðal sakborninganna en enginn þeirra er viðstaddur réttarhöldin. 3. júlí 2020 10:24 Sádar ákærðir í Tyrklandi vegna morðsins á Khashoggi Tyrkneskir saksóknarar hafa ákært tuttugu Sáda vegna morðsins á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi í október árið 2018. Enginn sakborningana er í Tyrklandi og yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa réttað yfir ellefu þeirra vegna morðsins. 25. mars 2020 10:42 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Fyrrverandi yfirmaður í sádi-arabísku leyniþjónustunni sakar Mohammed bin Salman krónprins um að hafa ætlað að láta ráða sig af dögum í Kanada. Morðsveit á vegum Salman er sögð hafa verið stöðvuð á landamærunum skömmu eftir að Jamal Khashoggi var myrtur í Tyrklandi. Ásakanirnar koma fram í skjölum sem voru lögð fram í máli sem Saad Aljabri, fyrrverandi yfirmaður í sádi-arabísku leyniþjónustunni, höfðaði fyrir bandarískum alríkisdómstól. Aljabri er í sjálfskipaðri útlegð nærri Toronto í Kanada. Hann sakar Salman um að reyna að þagga niður í sér eða drepa sig til að koma í veg fyrir að Aljabri grafi undan sambandi krónprinsins við bandarísk stjórnvöld. Í gögnum sem Aljabri lagði fram heldur hann því fram að Salman hafi sent morðsveit til að myrða sig í Kanada, um tveimur vikum eftir að Khashoggi, sádi-arabískur andófsmaður, var myrtur á hrottalegan hátt á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl árið 2018. Ráðabruggið hafi aðeins farið út um þúfur því að kanadískir landamæraverðir vísuðu liðsmönnum morðsveitarinnar frá þegar þeir reyndu að koma inn í landið á ferðamannavegabréfsáritun á Toronto-flugvelli. Aljabri telur að ástæðan fyrir því að Salman krónprins vilji hann feigan sé sú að hann búi yfir „skaðlegum upplýsingum“, þar á meðal um meinta spillingu og sveit málaliða á vegum krónprinsins. Einhverjir þeirra eru sagðir hafa verið viðriðnir morðið á Khashoggi. Bandaríska leyniþjónustan telur að Salman krónprins hafi skipað fyrir um morðið. New York Times segir að Aljabri leggi fram fáar sannanir fyrir fullyrðingum sínum um Salman krónprins. Blaðinu hafi ekki tekist að staðfesta þær. Aljabri, sem er 61 árs, var lengi vel tengiliður Sáda við leyniþjónustu Bretlands og annarra vestrænna ríkja, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hann var rekinn árið 2015 og yfirgaf land tveimur árum síðar. Áður hefur hann sakað Salman krónprins um að reyna að lokka sig aftur til Sádi-Arabíu, ýmist með gylliboðum eða hótunum. Tvö fullorðin börn hans hafi verið handtekin til þess að knýja hann til undirgefni.
Sádi-Arabía Bandaríkin Morðið á Khashoggi Kanada Tengdar fréttir Hefja réttarhöld vegna morðsins á Khashoggi í Tyrklandi Tuttugu Sádar eru ákærðir í réttarhöldum vegna morðsins á Jamal Khashoggi sem hófst í Tyrklandi í dag. Tveir nánir aðstoðarmenn Mohammeds bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, eru á meðal sakborninganna en enginn þeirra er viðstaddur réttarhöldin. 3. júlí 2020 10:24 Sádar ákærðir í Tyrklandi vegna morðsins á Khashoggi Tyrkneskir saksóknarar hafa ákært tuttugu Sáda vegna morðsins á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi í október árið 2018. Enginn sakborningana er í Tyrklandi og yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa réttað yfir ellefu þeirra vegna morðsins. 25. mars 2020 10:42 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Hefja réttarhöld vegna morðsins á Khashoggi í Tyrklandi Tuttugu Sádar eru ákærðir í réttarhöldum vegna morðsins á Jamal Khashoggi sem hófst í Tyrklandi í dag. Tveir nánir aðstoðarmenn Mohammeds bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, eru á meðal sakborninganna en enginn þeirra er viðstaddur réttarhöldin. 3. júlí 2020 10:24
Sádar ákærðir í Tyrklandi vegna morðsins á Khashoggi Tyrkneskir saksóknarar hafa ákært tuttugu Sáda vegna morðsins á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi í október árið 2018. Enginn sakborningana er í Tyrklandi og yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa réttað yfir ellefu þeirra vegna morðsins. 25. mars 2020 10:42