Fótbolti

Viðar lagði upp mark í ótrúlegum sigri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Viðar Ari glaður í bragði.
Viðar Ari glaður í bragði. vísir/getty

Viðar Ari Jónsson lagði upp eitt marka Sandefjord sem vann ótrúlegan 4-3 sigur á Strömsgodset á útivelli í norsku úrvalsdeildinni.

Viðar lagði upp fyrsta markið, strax á sjöttu mínútu, en staðan var 3-3 er í uppbótartíma var komið. Sandefjord var þá einum færri en náðu þó að skora sigurmarkið á 94. mínútu.

Viðar Ari spilaði í 82 mínútur og Emil Pálsson í 64 mínútur en Sandefjord skaust með sigrinum upp í áttunda sæti deildarinnar. Þeir eru með sextán stig.

Ari Leifsson var ónotaður varamaður hjá Strömgodset sem er í 10. sætinu.

Hólmbert Aron Friðjónsson og Davíð Kristján Ólafsson spiluðu allan leikinn fyrir Álasund sem gerði 2-2 jafntefli við Víking á heimavelli.

Axel Óskar Andrésson spilaði síðasta hálftímann fyrir Víking og Davíð Kristján Ólafsson síðustu tuttugu mínúturnar fyrir Álasund.

Viking er í 13. sætinu með tólf stig en Álasund er á botninum með sjö stig.

Dagur Dan Þórhallsson spilaði síðustu tíu mínúturnar er Mjöndalen vann 1-0 sigur á Haugesund. Mjöndalen er í 14. sætinu með ellefu stig.

Jóhannes Harðarson og lærisveinar hans í Start töpuðu 3-2 fyrir Kristiansund á útivelli eftir að hafa leitt 2-1.

Start er í næst neðsta sætinu með níu stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×