Hagsmunir Kári Stefánsson skrifar 11. ágúst 2020 11:00 Það er ekki alltaf öfundsvert hlutverkið almannatengla sem er gjarnan ætlað að leiða mönnum fyrir sjónir þær hliðar á málefnum sem ekki eru auðsæjar, stundum vegna þess að þær eru einfaldlega ekki til. Til dæmis tekur einn þeirra, Ólafur Hauksson það að sér að útskýra fyrir landsmönnum hvernig skapbrestir mínir beri ábyrgð á því að kórónuveiran hafi aftur náð fótfestu á Íslandi. Hann gerir það í færslu á Fb-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar sem bendir til þess að honum þyki vænt um ferðþjónustuna engu síður en mér. Röksemdir hans líta svona út: Hann segir að Íslensk erfðagreining hafi boðist til þess að taka þátt í skimun á landmærum og enginn hafi búist við því að hún myndi hætta þátttöku eins fljótt og raun ber vitni og þess vegna hafi orðið að hætta að skima eftir veirunni í þeim sem komu frá löndum sem töldust örugg og þess vegna hafi veiran komist inn í landið aftur. Nú skulum við skoða þessa röksemd og hvernig hún styður við sekt mína í veiruinnflutningsmálinu. Íslensk erfðagreining er búin að skima eftir SARS-CoV-2 veirunni í um það bil hundrað þúsund einstaklingum án þess að fá greitt fyrir það eina krónu. Við gerðum þetta að eigin frumkvæði vegna þess að heilbrigðiskerfið okkar bjó ekki yfir getu til þess að sinna verkefninu. Strax í byrjun mars var ljóst að heilbrigðiskerfið væri vanbúið til þess að skima eftir veirunni en gerði ekkert til þess að efla getu sína á því sviði. Það pantaði til dæmis ekki þau tæki sem voru fáanleg þá og hefðu getað gert því kleift að höndla verkefnið miklu betur og svo sannarlega að taka við skimun á landamærum þann 15. júní. Við undirbúning að skimun á landamærum lítur út fyrir að stjórnvöld hafi gengið að því sem gefnu að ÍE myndi sjá um hana. Þess ber að geta að þegar kom að því að byrja skimunina á landamærum hafði ÍE vanrækt dagvinnu sína í meira en þrjá mánuði og átti undir högg að sækja þess vegna. Engu að síður tók ÍE að sér að byrja skimunina og sá um hana alfarið í tvær vikur og hjálpaði Landspítalanum að taka við henni með því að þjálfa fyrir hann átján starfsmenn og gefa honum heimasmíðaðan hugbúnað sem er algjör forsenda þess að spítalinn geti sinnt verkefninu. Það er því alrangt að við höfum hlaupist á brott. Við afhentum Landspítalanum það sem hann þurfti til þess að sinna því hlutverki sem honum var ætlað en ekki okkur. Við höfum hins vegar haldið áfram að raðgreina veiruna úr öllum sem greinast með hana vegna þess að getan til þess að gera það leynist ekki annars staðar í landinu. Raðgreiningin hefur reynst nauðsynleg til þess að rekja smit. Svo er það staðreynd að tæknilega hefur skimun á landamærum gengið vel og ekki síður hjá Landspítalanum en okkur. Nokkrir sýktir einstaklingar hafa komist í gegn án þess að veiran fyndist en í öllum tilfellum hefur verið hægt að koma í veg fyrir mikla útbreiðslu utan einu. Það er smit af veirunni með mynstur stökkbreytinga sem er mjög sjaldgæft og gæti ekki verið frá einu af „öruggu“ löndunum sem eru undanþegin skimun. Sem sagt ÍE hætti ekki skimun á landamærum fyrr en hún var búin að sjá til þess að Landspítalinn gæti tekið við að skima í sama magni og af jafn miklum gæðum. Þegar maður leggur saman reynslu af skimun ÍE og Landspítalans er ljóst að það komast mjög fáir smitaðir inn í landið þegar það er skimað en þó einstaka. Það er líka ljóst að oftast er hægt að koma í veg fyrir að þeir sem sleppa inn valdi miklum skaða en ekki alltaf. Einhvern vegin hef ég það á tilfinningunni að Ólafi Haukssyni hafi förlast svolítið í bræði sinni yfir því að ég benti á það í útvarpsþættinum Sprengisandi á sunnudaginn að árangursríkasta leiðin til þess að fyrirbyggja frekari smit væri kannski sú að „loka“ landinu. Það leikur lítill vafi á því að það er rétt mat. Það hangir hins vegar fleira á spítunni en sóttvarnir og þess vegna hélt ég því fram í sama útvarpsþætti að ákvörðunin um það hvernig þessu yrði hagað væri ríkisstjórnar en ekki sóttvarnarlæknis og svo sannarlega ekki mín. Ég lít svo á að kraftmikil ferðaþjónusta væri mikil blessun landinu okkar núna og um framtíð alla eins og hún hefur verið á síðustu árum en ég vil frekar sjá börnin okkar og unglinga sækja skóla á eðlilegan hátt en horfa upp á haltrandi ferðaþjónustu setja líf okkar og heilsu í meiri hættu en brýnasta þörf krefur. Annars er ekki ólíklegt að Ólafi Haukssyni sé nokk sama um staðreyndir málsins vegna þess að um leið og ég minntist á þann möguleika að það gæti þurft um tíma að stemma stigu við flæði ferðamanna inn í landið var ég orðinn óvinur og eðlilegt og sjálfsagt að snúa því sem ég hef tekið þátt í til þess að stemma stigu við Covid -19 upp í andhverfu sína. Ég er satt að segja dálítið hissa á því að hann hafi ekki sett fram þá kenningu að ég hafði látið Íslenska erfðagreiningu búa til kórónuveiruna og spúa henni yfir íslenskt samfélag til þess eins að skaða ferðaþjónustuna. Hafðu samt í huga Ólafur Hauksson að langtíma hagsmunir ferðaþjónustunnar eru mjög háðir því að okkur takist að verjast faraldrinum á þann máta að fólkið sem býr í landinu geti lifað nokkuð eðlilegu lífi því endanlega er hlutverk ferðaþjónustunnar ekki að þjóna hagsmunum þeirra sem ferðast hingað heldur þeirra sem búa hér. Höfundur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Stefánsson Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ekki alltaf öfundsvert hlutverkið almannatengla sem er gjarnan ætlað að leiða mönnum fyrir sjónir þær hliðar á málefnum sem ekki eru auðsæjar, stundum vegna þess að þær eru einfaldlega ekki til. Til dæmis tekur einn þeirra, Ólafur Hauksson það að sér að útskýra fyrir landsmönnum hvernig skapbrestir mínir beri ábyrgð á því að kórónuveiran hafi aftur náð fótfestu á Íslandi. Hann gerir það í færslu á Fb-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar sem bendir til þess að honum þyki vænt um ferðþjónustuna engu síður en mér. Röksemdir hans líta svona út: Hann segir að Íslensk erfðagreining hafi boðist til þess að taka þátt í skimun á landmærum og enginn hafi búist við því að hún myndi hætta þátttöku eins fljótt og raun ber vitni og þess vegna hafi orðið að hætta að skima eftir veirunni í þeim sem komu frá löndum sem töldust örugg og þess vegna hafi veiran komist inn í landið aftur. Nú skulum við skoða þessa röksemd og hvernig hún styður við sekt mína í veiruinnflutningsmálinu. Íslensk erfðagreining er búin að skima eftir SARS-CoV-2 veirunni í um það bil hundrað þúsund einstaklingum án þess að fá greitt fyrir það eina krónu. Við gerðum þetta að eigin frumkvæði vegna þess að heilbrigðiskerfið okkar bjó ekki yfir getu til þess að sinna verkefninu. Strax í byrjun mars var ljóst að heilbrigðiskerfið væri vanbúið til þess að skima eftir veirunni en gerði ekkert til þess að efla getu sína á því sviði. Það pantaði til dæmis ekki þau tæki sem voru fáanleg þá og hefðu getað gert því kleift að höndla verkefnið miklu betur og svo sannarlega að taka við skimun á landamærum þann 15. júní. Við undirbúning að skimun á landamærum lítur út fyrir að stjórnvöld hafi gengið að því sem gefnu að ÍE myndi sjá um hana. Þess ber að geta að þegar kom að því að byrja skimunina á landamærum hafði ÍE vanrækt dagvinnu sína í meira en þrjá mánuði og átti undir högg að sækja þess vegna. Engu að síður tók ÍE að sér að byrja skimunina og sá um hana alfarið í tvær vikur og hjálpaði Landspítalanum að taka við henni með því að þjálfa fyrir hann átján starfsmenn og gefa honum heimasmíðaðan hugbúnað sem er algjör forsenda þess að spítalinn geti sinnt verkefninu. Það er því alrangt að við höfum hlaupist á brott. Við afhentum Landspítalanum það sem hann þurfti til þess að sinna því hlutverki sem honum var ætlað en ekki okkur. Við höfum hins vegar haldið áfram að raðgreina veiruna úr öllum sem greinast með hana vegna þess að getan til þess að gera það leynist ekki annars staðar í landinu. Raðgreiningin hefur reynst nauðsynleg til þess að rekja smit. Svo er það staðreynd að tæknilega hefur skimun á landamærum gengið vel og ekki síður hjá Landspítalanum en okkur. Nokkrir sýktir einstaklingar hafa komist í gegn án þess að veiran fyndist en í öllum tilfellum hefur verið hægt að koma í veg fyrir mikla útbreiðslu utan einu. Það er smit af veirunni með mynstur stökkbreytinga sem er mjög sjaldgæft og gæti ekki verið frá einu af „öruggu“ löndunum sem eru undanþegin skimun. Sem sagt ÍE hætti ekki skimun á landamærum fyrr en hún var búin að sjá til þess að Landspítalinn gæti tekið við að skima í sama magni og af jafn miklum gæðum. Þegar maður leggur saman reynslu af skimun ÍE og Landspítalans er ljóst að það komast mjög fáir smitaðir inn í landið þegar það er skimað en þó einstaka. Það er líka ljóst að oftast er hægt að koma í veg fyrir að þeir sem sleppa inn valdi miklum skaða en ekki alltaf. Einhvern vegin hef ég það á tilfinningunni að Ólafi Haukssyni hafi förlast svolítið í bræði sinni yfir því að ég benti á það í útvarpsþættinum Sprengisandi á sunnudaginn að árangursríkasta leiðin til þess að fyrirbyggja frekari smit væri kannski sú að „loka“ landinu. Það leikur lítill vafi á því að það er rétt mat. Það hangir hins vegar fleira á spítunni en sóttvarnir og þess vegna hélt ég því fram í sama útvarpsþætti að ákvörðunin um það hvernig þessu yrði hagað væri ríkisstjórnar en ekki sóttvarnarlæknis og svo sannarlega ekki mín. Ég lít svo á að kraftmikil ferðaþjónusta væri mikil blessun landinu okkar núna og um framtíð alla eins og hún hefur verið á síðustu árum en ég vil frekar sjá börnin okkar og unglinga sækja skóla á eðlilegan hátt en horfa upp á haltrandi ferðaþjónustu setja líf okkar og heilsu í meiri hættu en brýnasta þörf krefur. Annars er ekki ólíklegt að Ólafi Haukssyni sé nokk sama um staðreyndir málsins vegna þess að um leið og ég minntist á þann möguleika að það gæti þurft um tíma að stemma stigu við flæði ferðamanna inn í landið var ég orðinn óvinur og eðlilegt og sjálfsagt að snúa því sem ég hef tekið þátt í til þess að stemma stigu við Covid -19 upp í andhverfu sína. Ég er satt að segja dálítið hissa á því að hann hafi ekki sett fram þá kenningu að ég hafði látið Íslenska erfðagreiningu búa til kórónuveiruna og spúa henni yfir íslenskt samfélag til þess eins að skaða ferðaþjónustuna. Hafðu samt í huga Ólafur Hauksson að langtíma hagsmunir ferðaþjónustunnar eru mjög háðir því að okkur takist að verjast faraldrinum á þann máta að fólkið sem býr í landinu geti lifað nokkuð eðlilegu lífi því endanlega er hlutverk ferðaþjónustunnar ekki að þjóna hagsmunum þeirra sem ferðast hingað heldur þeirra sem búa hér. Höfundur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar