„Ég hata þessa veiru!“ Íris Róbertsdóttir skrifar 11. ágúst 2020 13:30 Litli frændi minn greip um höfuðið og sagði: „Nei, ekki aftur! Ég hata þessa veiru“. Ég held að við getum öll tekið undir með frænda mínum, en veiran herjar nú samt sem áður á okkur aftur með endurnýjuðum krafti. Við hér í Eyjum tökum það mjög alvarlega og höfum brugðist hart við. Aðgerðastjórn almannavarna hefur verið virkjuð og sömuleiðis viðbragðsstjórn hjá Vestmannaeyjabæ. Sendar hafa verið út samræmdar leiðbeiningar fyrir leikskóla og frístundaver og heimsóknareglur hafa verið hertar á Hraunbúðum og Sambýlinu. Síðasta laugardag voru allir þeir sem komnir voru í sóttkví boðaðir í skimun á vegum HSU og í gær, mánudag, fóru rúmlega 500 manns til viðbótar í skimun á vegum Íslenskrar erfðagreiningar og HSU í Vestmannaeyjum. Með þessum tveimur stóru skimunum og hefðbundinni einkennaskimun hjá HSU hafa vel yfir 600 manns verið skimaðir á nokkrum dögum. Þetta eru um 14 % íbúa í Eyjum. Þetta skiptir máli! Það var ekki síst mjög víðtæk skimun sem hjálpaði okkur út úr þeim vanda sem var hér í vetur. Við bregðumst eins við núna. Svekkjandi endurtekning Já, það er meira en lítið svekkjandi að við, Íslendingar allir, séum aftur komin í þá stöðu að veiran hefur tekið stjórnina á svo ótrúlega mörgu í okkar daglega lífi. Þrátt fyrir að hafa lagt mikið á okkur í vetur og vor til að halda henni í skefjum í okkar samfélagi. En þetta er staðan og við þurfum að takast á við hana. Við getum bara fylgt þeim tilmælum sem við fáum frá okkar færasta fólki og sérfræðingum. Það skiptir miklu máli að fylgja þeim í þessu ferli eins og við gerðum svo vel í vetur. Það ætlar sér engin að veikjast eða smita aðra. Við vorum komin í sumargírinn, en nú er alvaran tekin við aftur. En það virkar ekki ef bara sumir fylgja fyrirmælum; við þurfum öll að gera það. Við getum þetta saman, við hjálpumst að, leiðbeinum hvert öðru og styðjum hvert annað. Símtal til vina og ættingja í sóttkví er góð hugmynd og hvatning, sömuleiðis að aðstoða þá sem eru einir. Upplýsingaflæði mikilvægt Það er afar mikilvægt að veita íbúum skjótar og greinargóðar upplýsingar um stöðu faraldursins. Það hefur verið gert hér í Eyjum og reyndist okkur mjög vel í vetur. Fólk er þá alltaf vel upplýst um stöðu mála í sínu nærumhverfi auk þess sem gott upplýsingaflæði heldur fólki á tánum varðandi eigin smitvarnir og ábyrgð í þeim efnum. Ég held að það færi vel á því að fleiri sveitarfélög gerðu þetta með sama hætti, þótt þau tilheyri stórum lögregluumdæmum með mörgum sveitarfélögum. Staðbundnar upplýsingar geta hjálpað til í baráttunni og aukið vitund fólks um eigin ábyrgð. Kæru Eyjamenn! Ég veit að þetta er fúlt og við „nennum þessu ekki aftur''. En við eigum ekkert val og við erum þekkt fyrir að sýna samstöðu þegar takast þarf á við sameiginleg og erfið verkefni. Þetta er eitt af þeim og það er risastórt. Þetta hlýtur að taka enda en á meðan verðum við að læra að lifa með veirunni. Það erum bara við sjálf, hvert og eitt, sem getum snúið þessu við. Það gerum við með þvi að taka þetta alvarlega og fara að fyrirmælum. Það eru lífsgæði að geta sótt vinnu og skóla, heimsótt og faðmað vini okkar, farið á tónleika og horft á íþróttaleiki. Við viljum öll hafa þessi lífsgæði. Við „hötum“ veiruna en við þurfum samt að takast á við lífið með henni. Í bili! Höfundur er bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vestmannaeyjar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íris Róbertsdóttir Mest lesið Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Litli frændi minn greip um höfuðið og sagði: „Nei, ekki aftur! Ég hata þessa veiru“. Ég held að við getum öll tekið undir með frænda mínum, en veiran herjar nú samt sem áður á okkur aftur með endurnýjuðum krafti. Við hér í Eyjum tökum það mjög alvarlega og höfum brugðist hart við. Aðgerðastjórn almannavarna hefur verið virkjuð og sömuleiðis viðbragðsstjórn hjá Vestmannaeyjabæ. Sendar hafa verið út samræmdar leiðbeiningar fyrir leikskóla og frístundaver og heimsóknareglur hafa verið hertar á Hraunbúðum og Sambýlinu. Síðasta laugardag voru allir þeir sem komnir voru í sóttkví boðaðir í skimun á vegum HSU og í gær, mánudag, fóru rúmlega 500 manns til viðbótar í skimun á vegum Íslenskrar erfðagreiningar og HSU í Vestmannaeyjum. Með þessum tveimur stóru skimunum og hefðbundinni einkennaskimun hjá HSU hafa vel yfir 600 manns verið skimaðir á nokkrum dögum. Þetta eru um 14 % íbúa í Eyjum. Þetta skiptir máli! Það var ekki síst mjög víðtæk skimun sem hjálpaði okkur út úr þeim vanda sem var hér í vetur. Við bregðumst eins við núna. Svekkjandi endurtekning Já, það er meira en lítið svekkjandi að við, Íslendingar allir, séum aftur komin í þá stöðu að veiran hefur tekið stjórnina á svo ótrúlega mörgu í okkar daglega lífi. Þrátt fyrir að hafa lagt mikið á okkur í vetur og vor til að halda henni í skefjum í okkar samfélagi. En þetta er staðan og við þurfum að takast á við hana. Við getum bara fylgt þeim tilmælum sem við fáum frá okkar færasta fólki og sérfræðingum. Það skiptir miklu máli að fylgja þeim í þessu ferli eins og við gerðum svo vel í vetur. Það ætlar sér engin að veikjast eða smita aðra. Við vorum komin í sumargírinn, en nú er alvaran tekin við aftur. En það virkar ekki ef bara sumir fylgja fyrirmælum; við þurfum öll að gera það. Við getum þetta saman, við hjálpumst að, leiðbeinum hvert öðru og styðjum hvert annað. Símtal til vina og ættingja í sóttkví er góð hugmynd og hvatning, sömuleiðis að aðstoða þá sem eru einir. Upplýsingaflæði mikilvægt Það er afar mikilvægt að veita íbúum skjótar og greinargóðar upplýsingar um stöðu faraldursins. Það hefur verið gert hér í Eyjum og reyndist okkur mjög vel í vetur. Fólk er þá alltaf vel upplýst um stöðu mála í sínu nærumhverfi auk þess sem gott upplýsingaflæði heldur fólki á tánum varðandi eigin smitvarnir og ábyrgð í þeim efnum. Ég held að það færi vel á því að fleiri sveitarfélög gerðu þetta með sama hætti, þótt þau tilheyri stórum lögregluumdæmum með mörgum sveitarfélögum. Staðbundnar upplýsingar geta hjálpað til í baráttunni og aukið vitund fólks um eigin ábyrgð. Kæru Eyjamenn! Ég veit að þetta er fúlt og við „nennum þessu ekki aftur''. En við eigum ekkert val og við erum þekkt fyrir að sýna samstöðu þegar takast þarf á við sameiginleg og erfið verkefni. Þetta er eitt af þeim og það er risastórt. Þetta hlýtur að taka enda en á meðan verðum við að læra að lifa með veirunni. Það erum bara við sjálf, hvert og eitt, sem getum snúið þessu við. Það gerum við með þvi að taka þetta alvarlega og fara að fyrirmælum. Það eru lífsgæði að geta sótt vinnu og skóla, heimsótt og faðmað vini okkar, farið á tónleika og horft á íþróttaleiki. Við viljum öll hafa þessi lífsgæði. Við „hötum“ veiruna en við þurfum samt að takast á við lífið með henni. Í bili! Höfundur er bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar.
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun