Íslenski boltinn

Valsmenn sendu KSÍ súkkulaðiköku

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, með kökuna frá Val.
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, með kökuna frá Val. Mynd/KSÍ

Íslensk félög fagna því að Íslandsmótið í fótbolta sé að fara aftur af stað og eru um leið þakklát mikilli vinnu sem Knattspyrnusamband Íslands hefur lagt að hendi til að ná því í gegn.

Knattspyrnusamband Íslands hefur unnið mikið starf í samvinnu við Sóttvarnaryfirvöld á Íslandi til að finna leiðir svo að fótboltaleikir geti farið fram á ný.

Í gær staðfesti Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, að hann ætlaði að mæla með því við heilbrigðisráðherra að leyfa fótboltaleiki á ný svo framarlega að farið verði eftir mun strangari sóttvarnarreglum.

KSÍ hefur sett saman nýjar sóttvarnarreglur sem félög verða að fara eftir þegar fótboltinn byrjar á nýjan leik í vikulokin.

Valur vildi sýna KSÍ þakklæti sitt fyrir sinn þátt í endurkomu fótboltans og Valsmenn sendu KSÍ súkkulaðiköku frá Bakarameistaranum í dag.

KSÍ sagði frá þessu á Twitter síðu sinni í dag og þar má sjá framkvæmdastjórann Klöru Bjartmarz sýna gjöfina frá Val. Á henni var auðvitað Valsmerkið en þar var líka skrifað: Vel gert.

Starfsmenn á skrifstofu KSÍ hafa því örugglega ekki kvartað yfir því sem var í boði í kaffitímanum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×