Tómas Ingi um Gróttu-leiðina: „Fallegt en ofboðslega heimskt“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. ágúst 2020 20:00 Næsti leikur Gróttu er gegn Stjörnunni á föstudaginn. vísir/vilhelm Tómas Ingi Tómasson, sérfræðingur Pepsi Max stúkunnar, segir að Grótta þurfi að breyta um kúrs til að eiga möguleika á að halda sæti sínu í Pepsi Max-deild karla. Grótta fór inn í sitt fyrsta tímabil í efstu deild með nánast sama leikmannahóp og kom liðinu upp um tvær deildir á jafn mörgum árum. Seltirningum hefur gengið illa að styrkja sig og eftir leik gegn FH-ingum sagði þjálfari liðsins, Ágúst Gylfason, að það væri eins og enginn vildi koma í Gróttu sem er í ellefta og næstneðsta sæti Pepsi Max-deildarinnar. „Þetta Gróttu-dæmi er ofboðslega fallegt, þetta er falleg hugsun. Að segjast ætla að spila á okkar mönnum sem komu okkur upp um þessar deildir er fallegt en ofboðslega heimskt,“ sagði Tómas Ingi í Pepsi Max stúkunni í gær. „Þetta gengur bara ekki upp. Það er búið að reyna þetta á svo mörgum stöðum: þeir komust upp, þeir verða að fá að prufa. Það gengur ekki upp. Þeir reyna að spila fótbolta sem ráða engan veginn við.“ Tómas Ingi segir að Grótta verði líka að breyta um leikstíl og spila einfaldari fótbolta ef svo má segja. „Þetta er spurning hvort það þurfi ekki aðeins að fara að breyta út af þessu að þykjast ætla að spila sig í gegnum lið sem eru öll betri en þeir,“ sagði Tómas Ingi sem tók dæmi um slakt uppspil Gróttu í leik gegn Val fyrr á tímabilinu. „Þeir þurfa að breyta aðeins til og ef það er skrifað í samning hjá Gústa að svona eigi að spila finnst mér að þeir sem bjuggu það til þurfi að strika yfir nokkur atriði. Það verður að spila þetta öðruvísi ef þeir ætla að eiga möguleika á að vera með á næsta ári.“ Innslagið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max stúkan - Tómas Ingi um Gróttu Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Íslenski boltinn Grótta Mest lesið Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn Fleiri fréttir Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Sjá meira
Tómas Ingi Tómasson, sérfræðingur Pepsi Max stúkunnar, segir að Grótta þurfi að breyta um kúrs til að eiga möguleika á að halda sæti sínu í Pepsi Max-deild karla. Grótta fór inn í sitt fyrsta tímabil í efstu deild með nánast sama leikmannahóp og kom liðinu upp um tvær deildir á jafn mörgum árum. Seltirningum hefur gengið illa að styrkja sig og eftir leik gegn FH-ingum sagði þjálfari liðsins, Ágúst Gylfason, að það væri eins og enginn vildi koma í Gróttu sem er í ellefta og næstneðsta sæti Pepsi Max-deildarinnar. „Þetta Gróttu-dæmi er ofboðslega fallegt, þetta er falleg hugsun. Að segjast ætla að spila á okkar mönnum sem komu okkur upp um þessar deildir er fallegt en ofboðslega heimskt,“ sagði Tómas Ingi í Pepsi Max stúkunni í gær. „Þetta gengur bara ekki upp. Það er búið að reyna þetta á svo mörgum stöðum: þeir komust upp, þeir verða að fá að prufa. Það gengur ekki upp. Þeir reyna að spila fótbolta sem ráða engan veginn við.“ Tómas Ingi segir að Grótta verði líka að breyta um leikstíl og spila einfaldari fótbolta ef svo má segja. „Þetta er spurning hvort það þurfi ekki aðeins að fara að breyta út af þessu að þykjast ætla að spila sig í gegnum lið sem eru öll betri en þeir,“ sagði Tómas Ingi sem tók dæmi um slakt uppspil Gróttu í leik gegn Val fyrr á tímabilinu. „Þeir þurfa að breyta aðeins til og ef það er skrifað í samning hjá Gústa að svona eigi að spila finnst mér að þeir sem bjuggu það til þurfi að strika yfir nokkur atriði. Það verður að spila þetta öðruvísi ef þeir ætla að eiga möguleika á að vera með á næsta ári.“ Innslagið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max stúkan - Tómas Ingi um Gróttu
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Íslenski boltinn Grótta Mest lesið Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn Fleiri fréttir Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Sjá meira