Stenst ekki skoðun að stjórnvöld skýli sér bak við sérfræðinga Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. ágúst 2020 10:37 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það ekki standast skoðun að ríkisstjórnin hafi skýlst sér á bak við sérfræðinga. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir gagnrýni stjórnarandstöðunnar á ríkisstjórnina vegna skorts á áætlunum um framhaldið í sambandi við kórónuveirufaraldurinn koma á óvart. Hún telur að búið sé að vinna úr hlutunum eins vel og hægt sé með nokkuð góðri samstöðu allra stjórnmálaflokka og samfélagsins alls. „Það er ekki þannig að stjórnvöld, og það sem mér fannst beinlínis rangt í málflutningi stjórnarandstöðunnar, það er að stjórnvöld séu að skýla sér á bak við sérfræðinga. Það finnst mér ekki standast skoðun og stjórnarandstaðan verður að sætta sig við það að henni sé svarað, hún getur ekki kveinkað sér undan því þegar henni er svarað þegar hún fer með það sem ég kalla rangindi,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir að við nánari skoðun komi í ljós að faraldurinn hafi verið til umræðu hjá ríkisstjórn frá því í lok janúar, þegar fyrstu fréttir fóru að berast af veirunni. Þeirri aðferðafræði hafi verið beitt að vera í nánu samtali við vísindamenn og sérfræðinga um ákvarðanir sem hafi verið teknar. Happ að ekki hafi gliðnað milli stjórnmálamanna og sérfræðinga „Ég myndi telja það töluvert happ að það hafi ekki gliðnað á milli þeirra sem best þekkja og stjórnmálamanna í baráttunni við faraldurinn því það hefur gerst víða um heim, þar sem stjórnmálamenn hafa mælt með ýmsum aðferðum og gert ýmsa hluti sem hafa ekki beint notið viðurkenningar vísindamanna,“ segir Katrín. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýndu ríkisstjórnina harðlega í gær fyrir að hafa ekki sett fram áætlanir um framhaldið út frá hinum ýmsu sjónarhornum. Þá sögðu þær það fráleitt að forsætisráðherra hafi sakað Þorgerði Katrínu um pólitíska tækifærismennsku og gagnrýndu stjórnvöld fyrir að hafa skýlt sér á bak við sérfræðinga. „Við höfum svo sannarlega ekki skýlt okkur á bak við sérfræðinga, við höfum tekið ábyrgð á öllum þeim ákvörðunum sem hafa verið teknar og þær hafa að sjálfsögðu ekki verið einfaldar og ekki hafnar yfir gagnrýni,“ svaraði Katrín í morgun. „Hert eftirlit á landamærum mjög mikilvægt“ Hún segir vel koma til greina að harðari aðgerðum verði beitt á landamærum en það hefur verið mikið til umræðu síðustu daga, hvort herða eigi eftirlit á landamærum. „Nú er staðan þannig að ég óskaði eftir því við sóttvarnalækni að hann reyndi að setja niður yfirlit yfir hvaða valkosti við eigum til þess að herða eftirlit á landamærum því ég held að það sé mjög mikilvægt,“ segir Katrín. „Þegar kom að því að við reyndum að opna landamærin meira, því þau voru aldrei lokuð, hér var bara krafa um fjórtán daga sóttkví, þá tel ég að við höfum farið mjög varfærna leið. Hún var að sjálfsögðu rædd, meðal annars við stjórnarandstöðuna, það var gerð hagræn úttekt á mögulegum áhrifum á því að halda áfram að vera með fjórtán daga sóttkví, á móti því að taka upp skimun.“ Sú úttekt sé nú í skoðun og verið sé að uppfæra hana. Meta þurfi hvað hafi gengið vel og hvað hafi ekki gengið vel. Sú úttekt sé jafnframt ekki hafin yfir gagnrýni. Þá þurfi einnig að taka mið af öðrum þáttum en sóttvarnarsjónarmiðum. Efnahagsleg sjónarmið, samfélagsleg- og lýðheilsusjónarmið skipti einnig miklu máli og leggja þurfi mat á þau að sögn Katrínar. „Núna þegar við nálgumst veturinn á Íslandi sem getur verið alveg nógu erfiður án heimsfaraldurs og hugsum um allar þessar vörður sem við sjáum fyrir framan okkur við hlökkum til þá auðvitað skiptir máli að við getum tryggt það að þetta líf geti gengið eins vel og mögulegt er. En það er ekki þannig að valmöguleikarnir séu þannig að landið sé galopið, það er hægt að herða aðgerðir á landamærum með ýmsum hætti og þess vegna óskaði ég eftir því að sóttvarnayfirvöld gæfu ákveðið yfirlit yfir þessa valkosti.“ „Það er yfirlýst markmið okkar í ríkisstjórninni í fyrsta lagi að tryggja best heilbrigðissjónarmiða, að við séum að tryggja varnir gegn veirunni, það er annað markmið að tryggja að samfélagið geti haldist gangandi. Það snýst um skóla, það snýst um íþróttir, það snýst um menningarlíf og það snýst líka auðvitað um að við getum átt einhverjar eðlilegar samgöngur.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Katrínu í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Bítið Tengdar fréttir Minnisblað Þórólfs ekki rætt í ríkisstjórn: „Nú fer ég bara að lesa“ Sóttvarnalæknir skilaði í morgun inn tillögum sínum um næstu skref vegna faraldursins til heilbrigðisráðherra. 11. ágúst 2020 12:13 Veiran á landinu barst ekki frá „öruggu ríki“ Sú gerð veirunnar sem nú finnst á víð og dreif um landið barst ekki með farþega frá ríki sem er undanþegið skimun á landamærunum. 11. ágúst 2020 11:22 Hefur miklar áhyggjur af félagslegum afleiðingum fyrir nemendur Skólameistari Fjölbrautaskólans í Garðabæ segist hafa miklar áhyggjur af komandi skólavetri. Erfitt sé fyrir nemendur, og þá sérstaklega nýnema, að geta ekki mætt til skóla enda sinni skólinn félagsstarfi ungs fólks að stórum hluta. 12. ágúst 2020 08:53 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Sjá meira
Forsætisráðherra segir gagnrýni stjórnarandstöðunnar á ríkisstjórnina vegna skorts á áætlunum um framhaldið í sambandi við kórónuveirufaraldurinn koma á óvart. Hún telur að búið sé að vinna úr hlutunum eins vel og hægt sé með nokkuð góðri samstöðu allra stjórnmálaflokka og samfélagsins alls. „Það er ekki þannig að stjórnvöld, og það sem mér fannst beinlínis rangt í málflutningi stjórnarandstöðunnar, það er að stjórnvöld séu að skýla sér á bak við sérfræðinga. Það finnst mér ekki standast skoðun og stjórnarandstaðan verður að sætta sig við það að henni sé svarað, hún getur ekki kveinkað sér undan því þegar henni er svarað þegar hún fer með það sem ég kalla rangindi,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir að við nánari skoðun komi í ljós að faraldurinn hafi verið til umræðu hjá ríkisstjórn frá því í lok janúar, þegar fyrstu fréttir fóru að berast af veirunni. Þeirri aðferðafræði hafi verið beitt að vera í nánu samtali við vísindamenn og sérfræðinga um ákvarðanir sem hafi verið teknar. Happ að ekki hafi gliðnað milli stjórnmálamanna og sérfræðinga „Ég myndi telja það töluvert happ að það hafi ekki gliðnað á milli þeirra sem best þekkja og stjórnmálamanna í baráttunni við faraldurinn því það hefur gerst víða um heim, þar sem stjórnmálamenn hafa mælt með ýmsum aðferðum og gert ýmsa hluti sem hafa ekki beint notið viðurkenningar vísindamanna,“ segir Katrín. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýndu ríkisstjórnina harðlega í gær fyrir að hafa ekki sett fram áætlanir um framhaldið út frá hinum ýmsu sjónarhornum. Þá sögðu þær það fráleitt að forsætisráðherra hafi sakað Þorgerði Katrínu um pólitíska tækifærismennsku og gagnrýndu stjórnvöld fyrir að hafa skýlt sér á bak við sérfræðinga. „Við höfum svo sannarlega ekki skýlt okkur á bak við sérfræðinga, við höfum tekið ábyrgð á öllum þeim ákvörðunum sem hafa verið teknar og þær hafa að sjálfsögðu ekki verið einfaldar og ekki hafnar yfir gagnrýni,“ svaraði Katrín í morgun. „Hert eftirlit á landamærum mjög mikilvægt“ Hún segir vel koma til greina að harðari aðgerðum verði beitt á landamærum en það hefur verið mikið til umræðu síðustu daga, hvort herða eigi eftirlit á landamærum. „Nú er staðan þannig að ég óskaði eftir því við sóttvarnalækni að hann reyndi að setja niður yfirlit yfir hvaða valkosti við eigum til þess að herða eftirlit á landamærum því ég held að það sé mjög mikilvægt,“ segir Katrín. „Þegar kom að því að við reyndum að opna landamærin meira, því þau voru aldrei lokuð, hér var bara krafa um fjórtán daga sóttkví, þá tel ég að við höfum farið mjög varfærna leið. Hún var að sjálfsögðu rædd, meðal annars við stjórnarandstöðuna, það var gerð hagræn úttekt á mögulegum áhrifum á því að halda áfram að vera með fjórtán daga sóttkví, á móti því að taka upp skimun.“ Sú úttekt sé nú í skoðun og verið sé að uppfæra hana. Meta þurfi hvað hafi gengið vel og hvað hafi ekki gengið vel. Sú úttekt sé jafnframt ekki hafin yfir gagnrýni. Þá þurfi einnig að taka mið af öðrum þáttum en sóttvarnarsjónarmiðum. Efnahagsleg sjónarmið, samfélagsleg- og lýðheilsusjónarmið skipti einnig miklu máli og leggja þurfi mat á þau að sögn Katrínar. „Núna þegar við nálgumst veturinn á Íslandi sem getur verið alveg nógu erfiður án heimsfaraldurs og hugsum um allar þessar vörður sem við sjáum fyrir framan okkur við hlökkum til þá auðvitað skiptir máli að við getum tryggt það að þetta líf geti gengið eins vel og mögulegt er. En það er ekki þannig að valmöguleikarnir séu þannig að landið sé galopið, það er hægt að herða aðgerðir á landamærum með ýmsum hætti og þess vegna óskaði ég eftir því að sóttvarnayfirvöld gæfu ákveðið yfirlit yfir þessa valkosti.“ „Það er yfirlýst markmið okkar í ríkisstjórninni í fyrsta lagi að tryggja best heilbrigðissjónarmiða, að við séum að tryggja varnir gegn veirunni, það er annað markmið að tryggja að samfélagið geti haldist gangandi. Það snýst um skóla, það snýst um íþróttir, það snýst um menningarlíf og það snýst líka auðvitað um að við getum átt einhverjar eðlilegar samgöngur.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Katrínu í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Bítið Tengdar fréttir Minnisblað Þórólfs ekki rætt í ríkisstjórn: „Nú fer ég bara að lesa“ Sóttvarnalæknir skilaði í morgun inn tillögum sínum um næstu skref vegna faraldursins til heilbrigðisráðherra. 11. ágúst 2020 12:13 Veiran á landinu barst ekki frá „öruggu ríki“ Sú gerð veirunnar sem nú finnst á víð og dreif um landið barst ekki með farþega frá ríki sem er undanþegið skimun á landamærunum. 11. ágúst 2020 11:22 Hefur miklar áhyggjur af félagslegum afleiðingum fyrir nemendur Skólameistari Fjölbrautaskólans í Garðabæ segist hafa miklar áhyggjur af komandi skólavetri. Erfitt sé fyrir nemendur, og þá sérstaklega nýnema, að geta ekki mætt til skóla enda sinni skólinn félagsstarfi ungs fólks að stórum hluta. 12. ágúst 2020 08:53 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Sjá meira
Minnisblað Þórólfs ekki rætt í ríkisstjórn: „Nú fer ég bara að lesa“ Sóttvarnalæknir skilaði í morgun inn tillögum sínum um næstu skref vegna faraldursins til heilbrigðisráðherra. 11. ágúst 2020 12:13
Veiran á landinu barst ekki frá „öruggu ríki“ Sú gerð veirunnar sem nú finnst á víð og dreif um landið barst ekki með farþega frá ríki sem er undanþegið skimun á landamærunum. 11. ágúst 2020 11:22
Hefur miklar áhyggjur af félagslegum afleiðingum fyrir nemendur Skólameistari Fjölbrautaskólans í Garðabæ segist hafa miklar áhyggjur af komandi skólavetri. Erfitt sé fyrir nemendur, og þá sérstaklega nýnema, að geta ekki mætt til skóla enda sinni skólinn félagsstarfi ungs fólks að stórum hluta. 12. ágúst 2020 08:53
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent