Hraðinn mesti munurinn á Svíþjóð og Íslandi: „Maður finnur meira fyrir þeim“ Sindri Sverrisson skrifar 12. ágúst 2020 15:35 Svava Rós Guðmundsdóttir á ferðinni í landsleik. vísir/bára Landsliðskonan Svava Rós Guðmundsdóttir hefur farið mikinn það sem af er leiktíð í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Hún hefur meðal annars skorað fimm mörk í fyrstu níu leikjunum. Svava gat sér gott orð sem kantmaður hjá Breiðabliki og Val hér heima, en hefur færst enn framar á völlinn eftir að hún fór í atvinnumennsku. Hún lék með Röa í Noregi 2018 en er á sinni annarri leiktíð með Kristianstad. „Þegar ég flutti út til Noregs breytti ég um stöðu og fór að spila framar á vellinum, og mér líkar mjög vel við að spila þarna frammi. Ég get náttúrulega spilað bæði á kanti og frammi en finnst mjög gott að vera fremst að hlaupa á eftir boltanum. Ég get hlaupið til beggja átta og hef meiri breidd þar,“ sagði Svava í viðtali við Helenu Ólafsdóttur í Pepsi Max mörkunum á Stöð 2 Sport. Bætt sig mikið í varnarleiknum Svava segir muninn á íslenska og sænska boltanum að miklu leyti felast í hraðanum. „Á Íslandi var maður kannski með þeim hröðustu og stundum auðvelt að hlaupa á eftir boltanum en hérna er maður með 1-2 leikmenn í bakinu eða nálægt sér. Hraðinn er aðalmunurinn en svo er hérna heilt yfir sterkari og breiðari hópur hjá hverju liði,“ sagði Svava, og hló létt þegar Helena benti á að hún virtist nú samt sem áður eiga frekar gott með að stinga mótherja sína í Svíþjóð af: „Já, en maður finnur meira fyrir þeim. Þær eru sterkari og fljótari.“ Hjá Kristianstad ræður Elísabet Gunnarsdóttir ríkjum og Svava hefur gott eitt um þjálfarann sinn að segja: „Hún veit upp á hundrað hvað hún er að gera. Taktík og allt svoleiðis. Eftir að ég kom til hennar finnst mér ég búin að bæta varnarvinnu mjög mikið, og mér finnst hún frábær þjálfari.“ Klippa: Pepsi Max mörkin - Svava Rós stendur sig vel í Svíþjóð Sænski boltinn Fótbolti Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir Matthías og Svava á skotskónum Mattías Vilhjálmsson og Svava Rós Guðmundsdóttir voru bæði á skotskónum í knattspyrnunni á Norðurlöndunum í dag. 8. ágúst 2020 19:09 Sjáðu Svövu skora sitt fjórða mark í frábærri endurkomu Svava Rós Guðmundsdóttir skoraði eitt marka Kristianstad sem náði í stig gegn Djurgården, liði Guðrúnar Arnardóttur, þrátt fyrir að vera 3-0 undir eftir 40 mínútna leik. 25. júlí 2020 15:13 Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira
Landsliðskonan Svava Rós Guðmundsdóttir hefur farið mikinn það sem af er leiktíð í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Hún hefur meðal annars skorað fimm mörk í fyrstu níu leikjunum. Svava gat sér gott orð sem kantmaður hjá Breiðabliki og Val hér heima, en hefur færst enn framar á völlinn eftir að hún fór í atvinnumennsku. Hún lék með Röa í Noregi 2018 en er á sinni annarri leiktíð með Kristianstad. „Þegar ég flutti út til Noregs breytti ég um stöðu og fór að spila framar á vellinum, og mér líkar mjög vel við að spila þarna frammi. Ég get náttúrulega spilað bæði á kanti og frammi en finnst mjög gott að vera fremst að hlaupa á eftir boltanum. Ég get hlaupið til beggja átta og hef meiri breidd þar,“ sagði Svava í viðtali við Helenu Ólafsdóttur í Pepsi Max mörkunum á Stöð 2 Sport. Bætt sig mikið í varnarleiknum Svava segir muninn á íslenska og sænska boltanum að miklu leyti felast í hraðanum. „Á Íslandi var maður kannski með þeim hröðustu og stundum auðvelt að hlaupa á eftir boltanum en hérna er maður með 1-2 leikmenn í bakinu eða nálægt sér. Hraðinn er aðalmunurinn en svo er hérna heilt yfir sterkari og breiðari hópur hjá hverju liði,“ sagði Svava, og hló létt þegar Helena benti á að hún virtist nú samt sem áður eiga frekar gott með að stinga mótherja sína í Svíþjóð af: „Já, en maður finnur meira fyrir þeim. Þær eru sterkari og fljótari.“ Hjá Kristianstad ræður Elísabet Gunnarsdóttir ríkjum og Svava hefur gott eitt um þjálfarann sinn að segja: „Hún veit upp á hundrað hvað hún er að gera. Taktík og allt svoleiðis. Eftir að ég kom til hennar finnst mér ég búin að bæta varnarvinnu mjög mikið, og mér finnst hún frábær þjálfari.“ Klippa: Pepsi Max mörkin - Svava Rós stendur sig vel í Svíþjóð
Sænski boltinn Fótbolti Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir Matthías og Svava á skotskónum Mattías Vilhjálmsson og Svava Rós Guðmundsdóttir voru bæði á skotskónum í knattspyrnunni á Norðurlöndunum í dag. 8. ágúst 2020 19:09 Sjáðu Svövu skora sitt fjórða mark í frábærri endurkomu Svava Rós Guðmundsdóttir skoraði eitt marka Kristianstad sem náði í stig gegn Djurgården, liði Guðrúnar Arnardóttur, þrátt fyrir að vera 3-0 undir eftir 40 mínútna leik. 25. júlí 2020 15:13 Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira
Matthías og Svava á skotskónum Mattías Vilhjálmsson og Svava Rós Guðmundsdóttir voru bæði á skotskónum í knattspyrnunni á Norðurlöndunum í dag. 8. ágúst 2020 19:09
Sjáðu Svövu skora sitt fjórða mark í frábærri endurkomu Svava Rós Guðmundsdóttir skoraði eitt marka Kristianstad sem náði í stig gegn Djurgården, liði Guðrúnar Arnardóttur, þrátt fyrir að vera 3-0 undir eftir 40 mínútna leik. 25. júlí 2020 15:13