Hraðinn mesti munurinn á Svíþjóð og Íslandi: „Maður finnur meira fyrir þeim“ Sindri Sverrisson skrifar 12. ágúst 2020 15:35 Svava Rós Guðmundsdóttir á ferðinni í landsleik. vísir/bára Landsliðskonan Svava Rós Guðmundsdóttir hefur farið mikinn það sem af er leiktíð í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Hún hefur meðal annars skorað fimm mörk í fyrstu níu leikjunum. Svava gat sér gott orð sem kantmaður hjá Breiðabliki og Val hér heima, en hefur færst enn framar á völlinn eftir að hún fór í atvinnumennsku. Hún lék með Röa í Noregi 2018 en er á sinni annarri leiktíð með Kristianstad. „Þegar ég flutti út til Noregs breytti ég um stöðu og fór að spila framar á vellinum, og mér líkar mjög vel við að spila þarna frammi. Ég get náttúrulega spilað bæði á kanti og frammi en finnst mjög gott að vera fremst að hlaupa á eftir boltanum. Ég get hlaupið til beggja átta og hef meiri breidd þar,“ sagði Svava í viðtali við Helenu Ólafsdóttur í Pepsi Max mörkunum á Stöð 2 Sport. Bætt sig mikið í varnarleiknum Svava segir muninn á íslenska og sænska boltanum að miklu leyti felast í hraðanum. „Á Íslandi var maður kannski með þeim hröðustu og stundum auðvelt að hlaupa á eftir boltanum en hérna er maður með 1-2 leikmenn í bakinu eða nálægt sér. Hraðinn er aðalmunurinn en svo er hérna heilt yfir sterkari og breiðari hópur hjá hverju liði,“ sagði Svava, og hló létt þegar Helena benti á að hún virtist nú samt sem áður eiga frekar gott með að stinga mótherja sína í Svíþjóð af: „Já, en maður finnur meira fyrir þeim. Þær eru sterkari og fljótari.“ Hjá Kristianstad ræður Elísabet Gunnarsdóttir ríkjum og Svava hefur gott eitt um þjálfarann sinn að segja: „Hún veit upp á hundrað hvað hún er að gera. Taktík og allt svoleiðis. Eftir að ég kom til hennar finnst mér ég búin að bæta varnarvinnu mjög mikið, og mér finnst hún frábær þjálfari.“ Klippa: Pepsi Max mörkin - Svava Rós stendur sig vel í Svíþjóð Sænski boltinn Fótbolti Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir Matthías og Svava á skotskónum Mattías Vilhjálmsson og Svava Rós Guðmundsdóttir voru bæði á skotskónum í knattspyrnunni á Norðurlöndunum í dag. 8. ágúst 2020 19:09 Sjáðu Svövu skora sitt fjórða mark í frábærri endurkomu Svava Rós Guðmundsdóttir skoraði eitt marka Kristianstad sem náði í stig gegn Djurgården, liði Guðrúnar Arnardóttur, þrátt fyrir að vera 3-0 undir eftir 40 mínútna leik. 25. júlí 2020 15:13 Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Sjá meira
Landsliðskonan Svava Rós Guðmundsdóttir hefur farið mikinn það sem af er leiktíð í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Hún hefur meðal annars skorað fimm mörk í fyrstu níu leikjunum. Svava gat sér gott orð sem kantmaður hjá Breiðabliki og Val hér heima, en hefur færst enn framar á völlinn eftir að hún fór í atvinnumennsku. Hún lék með Röa í Noregi 2018 en er á sinni annarri leiktíð með Kristianstad. „Þegar ég flutti út til Noregs breytti ég um stöðu og fór að spila framar á vellinum, og mér líkar mjög vel við að spila þarna frammi. Ég get náttúrulega spilað bæði á kanti og frammi en finnst mjög gott að vera fremst að hlaupa á eftir boltanum. Ég get hlaupið til beggja átta og hef meiri breidd þar,“ sagði Svava í viðtali við Helenu Ólafsdóttur í Pepsi Max mörkunum á Stöð 2 Sport. Bætt sig mikið í varnarleiknum Svava segir muninn á íslenska og sænska boltanum að miklu leyti felast í hraðanum. „Á Íslandi var maður kannski með þeim hröðustu og stundum auðvelt að hlaupa á eftir boltanum en hérna er maður með 1-2 leikmenn í bakinu eða nálægt sér. Hraðinn er aðalmunurinn en svo er hérna heilt yfir sterkari og breiðari hópur hjá hverju liði,“ sagði Svava, og hló létt þegar Helena benti á að hún virtist nú samt sem áður eiga frekar gott með að stinga mótherja sína í Svíþjóð af: „Já, en maður finnur meira fyrir þeim. Þær eru sterkari og fljótari.“ Hjá Kristianstad ræður Elísabet Gunnarsdóttir ríkjum og Svava hefur gott eitt um þjálfarann sinn að segja: „Hún veit upp á hundrað hvað hún er að gera. Taktík og allt svoleiðis. Eftir að ég kom til hennar finnst mér ég búin að bæta varnarvinnu mjög mikið, og mér finnst hún frábær þjálfari.“ Klippa: Pepsi Max mörkin - Svava Rós stendur sig vel í Svíþjóð
Sænski boltinn Fótbolti Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir Matthías og Svava á skotskónum Mattías Vilhjálmsson og Svava Rós Guðmundsdóttir voru bæði á skotskónum í knattspyrnunni á Norðurlöndunum í dag. 8. ágúst 2020 19:09 Sjáðu Svövu skora sitt fjórða mark í frábærri endurkomu Svava Rós Guðmundsdóttir skoraði eitt marka Kristianstad sem náði í stig gegn Djurgården, liði Guðrúnar Arnardóttur, þrátt fyrir að vera 3-0 undir eftir 40 mínútna leik. 25. júlí 2020 15:13 Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Sjá meira
Matthías og Svava á skotskónum Mattías Vilhjálmsson og Svava Rós Guðmundsdóttir voru bæði á skotskónum í knattspyrnunni á Norðurlöndunum í dag. 8. ágúst 2020 19:09
Sjáðu Svövu skora sitt fjórða mark í frábærri endurkomu Svava Rós Guðmundsdóttir skoraði eitt marka Kristianstad sem náði í stig gegn Djurgården, liði Guðrúnar Arnardóttur, þrátt fyrir að vera 3-0 undir eftir 40 mínútna leik. 25. júlí 2020 15:13