Kolbeinn loksins með AIK sem er í fallbaráttu Sindri Sverrisson skrifar 12. ágúst 2020 16:10 Kolbeinn Sigþórsson og félagar hans þurfa að snúa við afar döpru gengi AIK. vísir/getty Kolbeinn Sigþórsson, annar markahæstu landsliðsmanna Íslands frá upphafi, verður á ný í leikmannahópi AIK gegn Östersund annað kvöld. Kolbeinn hefur ekki spilað í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta frá því 2. júlí. Í frétt Fotbollskanalen í dag er bent á að meiðsli og veikindi hafi sett mikinn svip á veru Kolbeins hjá AIK eftir að hann kom til félagsins í fyrravor. Á meðan að Kolbeinn hefur verið frá keppni hefur AIK verið á hraðri niðurleið en liðið hefur aðeins fengið tvö stig úr síðustu sex leikjum sínum. AIK er í 13. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar, stigi frá neðsta sæti, eftir að hafa barist um titilinn fram á síðustu stundu í fyrra. Forráðamenn AIK ráku þjálfarann Rikard Norling og réðu Bartosz Grzelak um síðustu mánaðamót, en það virðist litlu hafa skilað. Grzelak er ánægður með að geta nú teflt Kolbeini fram en vildi ekkert gefa uppi um hvort framherjinn væri í nægilega góðu ástandi til að byrja leikinn á morgun. „Ef hann væri ekki jákvæður og liði vel fyrir þennan leik þá væri hann jú ekki í hópnum. Hann hefur fengið sitt uppbyggingartímabil sem er núna lokið. Það er gott að geta fengið inn mann með þá reynslu og hæfileika sem hann hefur,“ sagði Grzelak. Endurkoma Kolbeins gefur fyrirheit um að hann geti látið til sín taka með íslenska landsliðinu í haust. Ísland mætir Englandi og Belgíu í Þjóðadeildinni 5. og 8. september en leikurinn mikilvægi við Rúmeníu, í umspili um sæti á EM, er svo 8. október. Sænski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Þjálfari Kolbeins rekinn Rikard Norling hefur verið rekinn sem þjálfari sænska knattspyrnufélagsins AIK, innan við tveimur árum eftir að hafa gert liðið að meistara. Landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson mun því fá nýjan þjálfara. 27. júlí 2020 12:00 Kolbeinn kom inn af bekknum í sigri Kolbeinn Sigþórsson hóf leik á varamannabekk AIK þegar liðið heimsótti Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 21. júní 2020 17:35 Kolbeinn ekki í ástandi til að byrja leiki AIK, lið Kolbeins Sigþórssonar, tapaði illa í öðrum leik sínum í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta og ljóst er að breytingar verða gerðar á liðinu fyrir grannaslaginn mikla við Hammarby í dag. Kolbeinn þarf þó að bíða um sinn eftir sæti í byrjunarliðinu. 21. júní 2020 11:00 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson, annar markahæstu landsliðsmanna Íslands frá upphafi, verður á ný í leikmannahópi AIK gegn Östersund annað kvöld. Kolbeinn hefur ekki spilað í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta frá því 2. júlí. Í frétt Fotbollskanalen í dag er bent á að meiðsli og veikindi hafi sett mikinn svip á veru Kolbeins hjá AIK eftir að hann kom til félagsins í fyrravor. Á meðan að Kolbeinn hefur verið frá keppni hefur AIK verið á hraðri niðurleið en liðið hefur aðeins fengið tvö stig úr síðustu sex leikjum sínum. AIK er í 13. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar, stigi frá neðsta sæti, eftir að hafa barist um titilinn fram á síðustu stundu í fyrra. Forráðamenn AIK ráku þjálfarann Rikard Norling og réðu Bartosz Grzelak um síðustu mánaðamót, en það virðist litlu hafa skilað. Grzelak er ánægður með að geta nú teflt Kolbeini fram en vildi ekkert gefa uppi um hvort framherjinn væri í nægilega góðu ástandi til að byrja leikinn á morgun. „Ef hann væri ekki jákvæður og liði vel fyrir þennan leik þá væri hann jú ekki í hópnum. Hann hefur fengið sitt uppbyggingartímabil sem er núna lokið. Það er gott að geta fengið inn mann með þá reynslu og hæfileika sem hann hefur,“ sagði Grzelak. Endurkoma Kolbeins gefur fyrirheit um að hann geti látið til sín taka með íslenska landsliðinu í haust. Ísland mætir Englandi og Belgíu í Þjóðadeildinni 5. og 8. september en leikurinn mikilvægi við Rúmeníu, í umspili um sæti á EM, er svo 8. október.
Sænski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Þjálfari Kolbeins rekinn Rikard Norling hefur verið rekinn sem þjálfari sænska knattspyrnufélagsins AIK, innan við tveimur árum eftir að hafa gert liðið að meistara. Landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson mun því fá nýjan þjálfara. 27. júlí 2020 12:00 Kolbeinn kom inn af bekknum í sigri Kolbeinn Sigþórsson hóf leik á varamannabekk AIK þegar liðið heimsótti Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 21. júní 2020 17:35 Kolbeinn ekki í ástandi til að byrja leiki AIK, lið Kolbeins Sigþórssonar, tapaði illa í öðrum leik sínum í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta og ljóst er að breytingar verða gerðar á liðinu fyrir grannaslaginn mikla við Hammarby í dag. Kolbeinn þarf þó að bíða um sinn eftir sæti í byrjunarliðinu. 21. júní 2020 11:00 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjá meira
Þjálfari Kolbeins rekinn Rikard Norling hefur verið rekinn sem þjálfari sænska knattspyrnufélagsins AIK, innan við tveimur árum eftir að hafa gert liðið að meistara. Landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson mun því fá nýjan þjálfara. 27. júlí 2020 12:00
Kolbeinn kom inn af bekknum í sigri Kolbeinn Sigþórsson hóf leik á varamannabekk AIK þegar liðið heimsótti Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 21. júní 2020 17:35
Kolbeinn ekki í ástandi til að byrja leiki AIK, lið Kolbeins Sigþórssonar, tapaði illa í öðrum leik sínum í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta og ljóst er að breytingar verða gerðar á liðinu fyrir grannaslaginn mikla við Hammarby í dag. Kolbeinn þarf þó að bíða um sinn eftir sæti í byrjunarliðinu. 21. júní 2020 11:00