Stefnt á að Blikar spili í Þrándheimi þó Ísland sé á rauðum lista Sindri Sverrisson skrifar 12. ágúst 2020 17:30 Breiðablik fær að spila tvo leiki í Pepsi Max-deildinni fram að leiknum við Rosenborg. VÍSIR/BÁRA Þrátt fyrir að Ísland sé nú komið á rauðan lista í Noregi er enn stefnt að því að Breiðablik mæti Rosenborg í Þrándheimi í forkeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta. Liðin eiga að mætast í 1. umferð keppninnar þann 27. ágúst. Sigurliðið kemst áfram í 2. umferð og fær tugi milljóna króna frá UEFA í verðlaunafé. Forráðamenn Breiðabliks áttu símafund með kollegum sínum hjá Rosenborg í dag. Það að Ísland sé komið á rauðan lista þýðir að íslenskir ferðamenn þurfa að fara í tveggja vikna sóttkví við komuna til Noregs, en forráðamenn Rosenborg ræða nú við stjórnvöld um undanþágu frá því. „Við reiknum áfram með því að leikurinn fari fram í Þrándheimi. Þetta eru auðvitað glænýjar fréttir en þeir [forráðamenn Rosenborg] eru að vinna með yfirvöldum og kappkosta að við fáum leyfi til að koma til landsins,“ segir Sigurður Hlíðar Rúnarsson, deildarstjóri knattspyrnudeildar Breiðabliks. Á ábyrgð Rosenborg að fá undanþágu Samkvæmt reglum UEFA er það á ábyrgð Rosenborg að fá undanþágu fyrir Blika og fáist hún ekki verður Blikum úrskurðaður 3-0 sigur. Rosenborg hefur reyndar einnig þann möguleika að færa leikinn á hlutlausan völl í öðru landi en að sögn Sigurðar virðist afar ólíklegt að sú verði raunin. Lönd á borð við Grikkland og Ungverjaland hafa boðist til að taka á móti liðum sem vilja spila á hlutlausum velli. Blikar munu leigja sér flugvél til að ferðast til Noregs og fá til þess 6,4 milljóna króna styrk frá UEFA. Ef allt gengur upp munu þeir ferðast til Noregs tveimur dögum fyrir leik, eftir að hafa farið í skimun fyrir kórónuveirunni hér á landi, og heim aftur fljótlega eftir leik. Miðað við núgildandi reglur þurfa Blikar ekki að fara í sóttkví við komuna aftur til Íslands. Blikar snúa aftur til keppni eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins á sunnudaginn þegar þeir mæta Víkingi R.. Þeir eiga leik við Gróttu föstudaginn 21. ágúst áður en haldið verður til Noregs fjórum dögum síðar, ef allt gengur að óskum. Breiðablik Evrópudeild UEFA Noregur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ísland komið á rauðan lista í Noregi: Evrópuleikur Blika í hættu? Ísland er komið á rauðan lista hjá Norðmönnum og þar með er Evrópuleikur Breiðabliks og Rosenborg í hættu. 12. ágúst 2020 13:00 Blikar gætu fengið sigur eða undanþágu til að komast til Noregs Leikmenn Breiðabliks gætu þurft að fá undanþágu frá sóttvarnareglum í Noregi til að mæta þar liði Rosenborg. Fáist sú undanþága ekki gæti Blikum verið úrskurðaður sigur, 3-0. 11. ágúst 2020 11:58 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ Sjá meira
Þrátt fyrir að Ísland sé nú komið á rauðan lista í Noregi er enn stefnt að því að Breiðablik mæti Rosenborg í Þrándheimi í forkeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta. Liðin eiga að mætast í 1. umferð keppninnar þann 27. ágúst. Sigurliðið kemst áfram í 2. umferð og fær tugi milljóna króna frá UEFA í verðlaunafé. Forráðamenn Breiðabliks áttu símafund með kollegum sínum hjá Rosenborg í dag. Það að Ísland sé komið á rauðan lista þýðir að íslenskir ferðamenn þurfa að fara í tveggja vikna sóttkví við komuna til Noregs, en forráðamenn Rosenborg ræða nú við stjórnvöld um undanþágu frá því. „Við reiknum áfram með því að leikurinn fari fram í Þrándheimi. Þetta eru auðvitað glænýjar fréttir en þeir [forráðamenn Rosenborg] eru að vinna með yfirvöldum og kappkosta að við fáum leyfi til að koma til landsins,“ segir Sigurður Hlíðar Rúnarsson, deildarstjóri knattspyrnudeildar Breiðabliks. Á ábyrgð Rosenborg að fá undanþágu Samkvæmt reglum UEFA er það á ábyrgð Rosenborg að fá undanþágu fyrir Blika og fáist hún ekki verður Blikum úrskurðaður 3-0 sigur. Rosenborg hefur reyndar einnig þann möguleika að færa leikinn á hlutlausan völl í öðru landi en að sögn Sigurðar virðist afar ólíklegt að sú verði raunin. Lönd á borð við Grikkland og Ungverjaland hafa boðist til að taka á móti liðum sem vilja spila á hlutlausum velli. Blikar munu leigja sér flugvél til að ferðast til Noregs og fá til þess 6,4 milljóna króna styrk frá UEFA. Ef allt gengur upp munu þeir ferðast til Noregs tveimur dögum fyrir leik, eftir að hafa farið í skimun fyrir kórónuveirunni hér á landi, og heim aftur fljótlega eftir leik. Miðað við núgildandi reglur þurfa Blikar ekki að fara í sóttkví við komuna aftur til Íslands. Blikar snúa aftur til keppni eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins á sunnudaginn þegar þeir mæta Víkingi R.. Þeir eiga leik við Gróttu föstudaginn 21. ágúst áður en haldið verður til Noregs fjórum dögum síðar, ef allt gengur að óskum.
Breiðablik Evrópudeild UEFA Noregur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ísland komið á rauðan lista í Noregi: Evrópuleikur Blika í hættu? Ísland er komið á rauðan lista hjá Norðmönnum og þar með er Evrópuleikur Breiðabliks og Rosenborg í hættu. 12. ágúst 2020 13:00 Blikar gætu fengið sigur eða undanþágu til að komast til Noregs Leikmenn Breiðabliks gætu þurft að fá undanþágu frá sóttvarnareglum í Noregi til að mæta þar liði Rosenborg. Fáist sú undanþága ekki gæti Blikum verið úrskurðaður sigur, 3-0. 11. ágúst 2020 11:58 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ Sjá meira
Ísland komið á rauðan lista í Noregi: Evrópuleikur Blika í hættu? Ísland er komið á rauðan lista hjá Norðmönnum og þar með er Evrópuleikur Breiðabliks og Rosenborg í hættu. 12. ágúst 2020 13:00
Blikar gætu fengið sigur eða undanþágu til að komast til Noregs Leikmenn Breiðabliks gætu þurft að fá undanþágu frá sóttvarnareglum í Noregi til að mæta þar liði Rosenborg. Fáist sú undanþága ekki gæti Blikum verið úrskurðaður sigur, 3-0. 11. ágúst 2020 11:58