Aukinn sveigjanleiki í skólastarfi með eins metra reglunni Sylvía Hall skrifar 12. ágúst 2020 17:30 Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. Vísir/vilhelm Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segir það fagnaðarefni fyrir skólasamfélagið að eins metra reglan verði í gildi í framhalds- og háskólum. Markmiðið sé að skólastarf á öllum stigum geti farið fram með sem hefðbundnustum hætti og með þessum breytingum sé minni röskun en hefði orðið með tveggja metra reglunni. Ný auglýsing heilbrigðisráðherra tekur gildi þann 14. ágúst og verður eins metra reglan viðmið í skólastarfi í framhalds- og háskólum. Því munu nemendur og starfsfólk ekki þurfa að nota andlitsgrímur ef þeim fjarlægðarmörkum er viðhaldið. Áhersla er þó lögð á að sameiginlegur búnaður sé sótthreinsaður minnst einu sinni á dag og ítrekað mikilvægi einstaklingsbundinna sóttvarna. Þessi breyting breytir engu hvað varðar skólastarf á yngstu stigum þar sem fjarlægðarmörk gilda ekki fyrir börn á leik- og grunnskólaaldri. „Kennarar og skólastjórnendur fá aukið svigrúm til að sinna sínum verkefnum, en af samskiptum við þá mátti ráða að tveggja metra fjarlægðarmörk myndu skapa krefjandi aðstæður skólum. Kennarar og skólastjórnendur voru reiðubúnir til að takast á við þá áskorun, en það er mjög gleðilegt að sveigjanleiki hefur aukist,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra í tilkynningu frá ráðuneytinu. Unnið er nú að uppfærðum leiðbeiningum varðandi framkvæmd skólastarfs á öllum skólastigum í samvinnu við sóttvarnaryfirvöld. Þeim verður í framhaldinu miðlað á næstu dögum en að sögn Lilju er keppikefli að skólastarf fari fram í svipaðri mynd og áður. „Það kallar á sveigjanleika og þrautseigu af hálfu okkar allra. Skólarnir eru hjartað í okkar samfélagi, við viljum standa vörð um þeirra mikilvæga starf og þrátt fyrir að við upplifum flókna tíma nú er markmiðið einfalt – að tryggja nemendum menntun. Við eigum öll okkar hlutverki að gegna í því – unga fólkið, kennarar, foreldrar, aðstandendur og stjórnendur.“ Skóla - og menntamál Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Skólastjórnendur útfæra skólahald: Áhersla lögð á móttöku nýnema Útlit er fyrir að kennsla í framhalds- og háskólum verði að stórum hluta með rafrænum hætti í vetur. Rektor Háskóla Íslands leggur áherslu á aukinn fjárstuðning frá ríkinu ef breyttu skólahaldi fylgir aukinn kostnaður. 6. ágúst 2020 20:02 „Forgangsmál“ að halda skólastarfi gangandi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir mikilvægt að skólastarf geti verið með eðlilegum hætti í upphafi skólaárs. Hins vegar gæti þurft að grípa til harðari sóttvarnaaðgerða náist ekki að halda kórónufaraldrinum í skefjum. 4. ágúst 2020 19:30 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um viðtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segir það fagnaðarefni fyrir skólasamfélagið að eins metra reglan verði í gildi í framhalds- og háskólum. Markmiðið sé að skólastarf á öllum stigum geti farið fram með sem hefðbundnustum hætti og með þessum breytingum sé minni röskun en hefði orðið með tveggja metra reglunni. Ný auglýsing heilbrigðisráðherra tekur gildi þann 14. ágúst og verður eins metra reglan viðmið í skólastarfi í framhalds- og háskólum. Því munu nemendur og starfsfólk ekki þurfa að nota andlitsgrímur ef þeim fjarlægðarmörkum er viðhaldið. Áhersla er þó lögð á að sameiginlegur búnaður sé sótthreinsaður minnst einu sinni á dag og ítrekað mikilvægi einstaklingsbundinna sóttvarna. Þessi breyting breytir engu hvað varðar skólastarf á yngstu stigum þar sem fjarlægðarmörk gilda ekki fyrir börn á leik- og grunnskólaaldri. „Kennarar og skólastjórnendur fá aukið svigrúm til að sinna sínum verkefnum, en af samskiptum við þá mátti ráða að tveggja metra fjarlægðarmörk myndu skapa krefjandi aðstæður skólum. Kennarar og skólastjórnendur voru reiðubúnir til að takast á við þá áskorun, en það er mjög gleðilegt að sveigjanleiki hefur aukist,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra í tilkynningu frá ráðuneytinu. Unnið er nú að uppfærðum leiðbeiningum varðandi framkvæmd skólastarfs á öllum skólastigum í samvinnu við sóttvarnaryfirvöld. Þeim verður í framhaldinu miðlað á næstu dögum en að sögn Lilju er keppikefli að skólastarf fari fram í svipaðri mynd og áður. „Það kallar á sveigjanleika og þrautseigu af hálfu okkar allra. Skólarnir eru hjartað í okkar samfélagi, við viljum standa vörð um þeirra mikilvæga starf og þrátt fyrir að við upplifum flókna tíma nú er markmiðið einfalt – að tryggja nemendum menntun. Við eigum öll okkar hlutverki að gegna í því – unga fólkið, kennarar, foreldrar, aðstandendur og stjórnendur.“
Skóla - og menntamál Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Skólastjórnendur útfæra skólahald: Áhersla lögð á móttöku nýnema Útlit er fyrir að kennsla í framhalds- og háskólum verði að stórum hluta með rafrænum hætti í vetur. Rektor Háskóla Íslands leggur áherslu á aukinn fjárstuðning frá ríkinu ef breyttu skólahaldi fylgir aukinn kostnaður. 6. ágúst 2020 20:02 „Forgangsmál“ að halda skólastarfi gangandi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir mikilvægt að skólastarf geti verið með eðlilegum hætti í upphafi skólaárs. Hins vegar gæti þurft að grípa til harðari sóttvarnaaðgerða náist ekki að halda kórónufaraldrinum í skefjum. 4. ágúst 2020 19:30 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um viðtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sjá meira
Skólastjórnendur útfæra skólahald: Áhersla lögð á móttöku nýnema Útlit er fyrir að kennsla í framhalds- og háskólum verði að stórum hluta með rafrænum hætti í vetur. Rektor Háskóla Íslands leggur áherslu á aukinn fjárstuðning frá ríkinu ef breyttu skólahaldi fylgir aukinn kostnaður. 6. ágúst 2020 20:02
„Forgangsmál“ að halda skólastarfi gangandi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir mikilvægt að skólastarf geti verið með eðlilegum hætti í upphafi skólaárs. Hins vegar gæti þurft að grípa til harðari sóttvarnaaðgerða náist ekki að halda kórónufaraldrinum í skefjum. 4. ágúst 2020 19:30