Vill birta smittölur eftir sveitarfélögum Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. ágúst 2020 10:28 Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja. Vísir/Jóhann K. Íris Róbersdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, telur verðmæti fólgin í því að veita sem nákvæmastar upplýsingar um fjölda smitaðra í samfélaginu. Það sé því ráðlegt að hennar mati að greina frá fjölda sýktra í hverju sveitarfélagi fyrir sig, jafnvel eftir póstnúmerum. Það sé ekki aðeins góð upplýsingagjöf til fólks heldur auki jafnframt líkur á því að það passi sig betur, séu margir smitaðir í nærumhverfi þess. Eyjamenn hafa sjálfir farið þá leið í faraldrinum. Það gerðu þeir í vor þegar upp kom hópsmit í Heimaey sem og í haust þegar Íslensk erfðagreining hóf þar samfélagsskimun eftir Þjóðhátíð í upphafi mánaðar. „Við veitum miklar upplýsingar um okkar samfélag. Við segjum nákvæmlega hvað eru margir smitaðir,“ segir Íris í samtali við Bítið en minnir á að þó búi aðeins 4300 í Vestmannaeyjum. Engu að síður þykir henni skjóta skökku við að aðeins sé talað um „höfuðborgarsvæðið“ þegar kemur að smitum í Reykjavík og „Kraganum.“ Nákvæmari útlistun myndi að mati Írisar auðvelda fólki að átta sig á umfangi útbreiðslunnar og haga hegðun sinni eftir henni. Á covid.is eru smit t.a.m. flokkuð eftir landshlutum. „Þegar þú færð svona miklar upplýsingar um nærumhverfi þitt þá er það forvörn. Þá veistu að það eru smit í gangi í nærumhverfi mínu, ég passa mig,“ segir Íris og leggur fram dæmi: „Ég passa mig þegar ég fer út í búð og það minnir mig á að fara eftir því sem mér er sagt. En þegar þetta er á „höfuðborgarsvæðinu“ eða „á þessu stóra svæði“ þá er þetta ekki nálægt mér.“ Meiri upplýsingar, meiri varkárni Það sé betra því betra að hafa þessar upplýsingar eins og raunin var í Eyjum, þó svo að einhver hafi verið „viðkvæm fyrir því“ að Vestmannaeyjar hafi verið mikið í umræðunni í tengslum við faraldurinn. Það sé að hluta til vegna þess að Eyjamenn hafa veitt miklar upplýsingar um veiruna, til að mynda hefur lögreglustjórinn þar birti daglega niðurstöðu samfélagsskimunar. „Ég held að það sé mikilvægt, til að takast á við þetta, að við fáum upplýsingar um nærumhverfi okkar. Mér finnst að þetta [fjöldi smitaðra] eigi að koma fram eftir sveitarfélögum,“ segir Íris, jafnvel eftir póstnúmerum. Þannig geti íbúar einstakra hverfa í sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins betur áttað sig á stöðu faraldursins í kringum sig - og þannig passað sig enn betur. Viðtalið við Írisi í Bítinu má heyra í heild hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Bítið Tengdar fréttir „Ég hata þessa veiru!“ Litli frændi minn greip um höfuðið og sagði: „Nei, ekki aftur! Ég hata þessa veiru“. 11. ágúst 2020 13:30 Báðir sjúklingarnir greindust í Vestmannaeyjum Þeir tveir einstaklingar sem greindust með kórónuveirusmit á Íslandi síðasta sólarhringinn eru báðir búsettir í Vestmannaeyjum. 10. ágúst 2020 13:55 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Íris Róbersdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, telur verðmæti fólgin í því að veita sem nákvæmastar upplýsingar um fjölda smitaðra í samfélaginu. Það sé því ráðlegt að hennar mati að greina frá fjölda sýktra í hverju sveitarfélagi fyrir sig, jafnvel eftir póstnúmerum. Það sé ekki aðeins góð upplýsingagjöf til fólks heldur auki jafnframt líkur á því að það passi sig betur, séu margir smitaðir í nærumhverfi þess. Eyjamenn hafa sjálfir farið þá leið í faraldrinum. Það gerðu þeir í vor þegar upp kom hópsmit í Heimaey sem og í haust þegar Íslensk erfðagreining hóf þar samfélagsskimun eftir Þjóðhátíð í upphafi mánaðar. „Við veitum miklar upplýsingar um okkar samfélag. Við segjum nákvæmlega hvað eru margir smitaðir,“ segir Íris í samtali við Bítið en minnir á að þó búi aðeins 4300 í Vestmannaeyjum. Engu að síður þykir henni skjóta skökku við að aðeins sé talað um „höfuðborgarsvæðið“ þegar kemur að smitum í Reykjavík og „Kraganum.“ Nákvæmari útlistun myndi að mati Írisar auðvelda fólki að átta sig á umfangi útbreiðslunnar og haga hegðun sinni eftir henni. Á covid.is eru smit t.a.m. flokkuð eftir landshlutum. „Þegar þú færð svona miklar upplýsingar um nærumhverfi þitt þá er það forvörn. Þá veistu að það eru smit í gangi í nærumhverfi mínu, ég passa mig,“ segir Íris og leggur fram dæmi: „Ég passa mig þegar ég fer út í búð og það minnir mig á að fara eftir því sem mér er sagt. En þegar þetta er á „höfuðborgarsvæðinu“ eða „á þessu stóra svæði“ þá er þetta ekki nálægt mér.“ Meiri upplýsingar, meiri varkárni Það sé betra því betra að hafa þessar upplýsingar eins og raunin var í Eyjum, þó svo að einhver hafi verið „viðkvæm fyrir því“ að Vestmannaeyjar hafi verið mikið í umræðunni í tengslum við faraldurinn. Það sé að hluta til vegna þess að Eyjamenn hafa veitt miklar upplýsingar um veiruna, til að mynda hefur lögreglustjórinn þar birti daglega niðurstöðu samfélagsskimunar. „Ég held að það sé mikilvægt, til að takast á við þetta, að við fáum upplýsingar um nærumhverfi okkar. Mér finnst að þetta [fjöldi smitaðra] eigi að koma fram eftir sveitarfélögum,“ segir Íris, jafnvel eftir póstnúmerum. Þannig geti íbúar einstakra hverfa í sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins betur áttað sig á stöðu faraldursins í kringum sig - og þannig passað sig enn betur. Viðtalið við Írisi í Bítinu má heyra í heild hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Bítið Tengdar fréttir „Ég hata þessa veiru!“ Litli frændi minn greip um höfuðið og sagði: „Nei, ekki aftur! Ég hata þessa veiru“. 11. ágúst 2020 13:30 Báðir sjúklingarnir greindust í Vestmannaeyjum Þeir tveir einstaklingar sem greindust með kórónuveirusmit á Íslandi síðasta sólarhringinn eru báðir búsettir í Vestmannaeyjum. 10. ágúst 2020 13:55 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
„Ég hata þessa veiru!“ Litli frændi minn greip um höfuðið og sagði: „Nei, ekki aftur! Ég hata þessa veiru“. 11. ágúst 2020 13:30
Báðir sjúklingarnir greindust í Vestmannaeyjum Þeir tveir einstaklingar sem greindust með kórónuveirusmit á Íslandi síðasta sólarhringinn eru báðir búsettir í Vestmannaeyjum. 10. ágúst 2020 13:55