Epic í mál við Apple vegna Fortnite Samúel Karl Ólason skrifar 13. ágúst 2020 21:00 Fortnite er gífurlega vinsæll leikur. Getty/Metin Aktas Leikjaframleiðandinn Epic hefur höfðað mál gegn Apple eftir að hinn gífurlega vinsæli leikur Fortnite var fjarlægður úr App Store, forritaverslun Apple. Tim Sweeney, forstjóri Epic, hefur lengi kvartað yfir því að Apple og Google taki of stóran hluta tekna framleiðanda í gegnum forritaverslanir tæknifyrirtækjanna. Deila fyrirtækjanna stigmagnaðist í kvöld þegar Apple fjarlægði Fortnite eftir að Epic reyndi að komast hjá innra greiðslukerfi Apple. Í yfirlýsingu frá Apple til tæknimiðilsins Verge segir að Epic hafi vísvitandi reynt að brjóta gegn skilmálum Apple og því hafi leikurinn verið fjarlægður. Þar segir einnig að Epic hafi verið með forrit í App Store um árabil og fyrirtækið hafi hagnast verulega á því. Epic hafi samþykkt skilmálana og að breyttar aðstæður fyrirtækisins breyti því ekki að skilmálarnir nái yfir alla sem eigi forrit í versluninni. Epic Games has filed legal papers in response to Apple, read more here: https://t.co/c4sgvxQUvb— Fortnite (@FortniteGame) August 13, 2020 Apple tekur 30 prósent af öllum tekjum sem fyrirtæki öðlast í gegnum App Store. Epic bætti sérstöku kerfi við Fortnite svo allar tekjur færu ekki lengur í gegnum forritaverslunina. Epic gerði það sama í Android-útgáfu Fortnite en Google hefur ekki brugðist við enn. Tímasetningin er ekki góð fyrir Apple, og mögulega Google, þar sem yfirvöld í Bandaríkjunum eru að skoða hvort að stóru tæknifyrirtækin þar beiti markaðsráðandi stöðu sinni til að hefta samkeppni. Epic birti þetta myndband í dag, þar sem fyrirtækið setur út á Apple og kallar eftir samstöðu gegn risanum. Apple Leikjavísir Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Leikjaframleiðandinn Epic hefur höfðað mál gegn Apple eftir að hinn gífurlega vinsæli leikur Fortnite var fjarlægður úr App Store, forritaverslun Apple. Tim Sweeney, forstjóri Epic, hefur lengi kvartað yfir því að Apple og Google taki of stóran hluta tekna framleiðanda í gegnum forritaverslanir tæknifyrirtækjanna. Deila fyrirtækjanna stigmagnaðist í kvöld þegar Apple fjarlægði Fortnite eftir að Epic reyndi að komast hjá innra greiðslukerfi Apple. Í yfirlýsingu frá Apple til tæknimiðilsins Verge segir að Epic hafi vísvitandi reynt að brjóta gegn skilmálum Apple og því hafi leikurinn verið fjarlægður. Þar segir einnig að Epic hafi verið með forrit í App Store um árabil og fyrirtækið hafi hagnast verulega á því. Epic hafi samþykkt skilmálana og að breyttar aðstæður fyrirtækisins breyti því ekki að skilmálarnir nái yfir alla sem eigi forrit í versluninni. Epic Games has filed legal papers in response to Apple, read more here: https://t.co/c4sgvxQUvb— Fortnite (@FortniteGame) August 13, 2020 Apple tekur 30 prósent af öllum tekjum sem fyrirtæki öðlast í gegnum App Store. Epic bætti sérstöku kerfi við Fortnite svo allar tekjur færu ekki lengur í gegnum forritaverslunina. Epic gerði það sama í Android-útgáfu Fortnite en Google hefur ekki brugðist við enn. Tímasetningin er ekki góð fyrir Apple, og mögulega Google, þar sem yfirvöld í Bandaríkjunum eru að skoða hvort að stóru tæknifyrirtækin þar beiti markaðsráðandi stöðu sinni til að hefta samkeppni. Epic birti þetta myndband í dag, þar sem fyrirtækið setur út á Apple og kallar eftir samstöðu gegn risanum.
Apple Leikjavísir Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira