Kommúnisti á meðal ráðherra nýrrar ríkisstjórnar Spánar Kjartan Kjartansson skrifar 9. janúar 2020 11:03 Sánchez (t.h.) og Iglesias (t.v.) reyndu að mynda saman ríkisstjórn eftir þingkosningar í apríl í fyrra en þær viðræður leystust upp í skugga svikabrigsla. Þeir báru klæði á vopnin eftir að kosið var aftur í nóvember. AP/Paul White Vinstriflokkurinn Við Getum fær fjögur ráðuneyti og embætti varaforsætisráðherra í ríkisstjórn með Sósíalistaflokknum á Spáni. Búist er við því að Pedro Sánchez, forsætisráðherra, kynni ráðuneyti sitt í næstu viku. Á meðal ráðherra úr röðum Við getum er fyrsti liðsmaður Kommúnistaflokks Spánar sem tekur sæti í ríkisstjórn í átta áratugi. Minnihlutastjórn flokkanna tveggja hlaut blessun spænska þingsins með aðeins tveggja atkvæða mun í atkvæðagreiðslu á þriðjudag. Þetta er fyrsta samsteypustjórnin á Spáni frá því fyrir borgarastríðið þar á 4. áratug síðustu aldar. Enginn flokkur eða blokk fékk afgerandi meirihluta í þingkosningum sem fóru fram í nóvember. Það voru fjórðu þingskosningarnar frá árinu 2015 á Spáni. Sánchez, leiðtogi Sósíalistaflokksins, verður forsætisráðherra, og Pablo Iglesias, leiðtogi Við getum, varaforsætisráðherra. Af fjórum varaforsætisráðherrum verða þrír konur, að sögn spænska blaðsins El País. Talið er að ráðherrum verði fjölgað úr 17 í 20 í ríkisstjórn Sánchez. Iglesias stofnaði Við getum, sem breytti nafni sínu nýlega í Sameinaðar getum við, ásamt félögum sínum við Complutense-háskólann í Madrid árið 2014 til að mótmæla aðhaldsstefnu stjórnvalda í kjölfar fjármálakreppunnar. Hann er fertugur stjórnmálafræðingur. Alberto Garzón var leiðtogi Sameinaðs vinstri þar til flokkurinn rann inn í Sameinaðar getum við fyrir þingkosningarnar í apríl.Vísir/EPA Búist er við því að Irene Montero, eiginkona Iglesias, taki sæti í ríkisstjórninni sem jafnréttisráðherra. Hún er 31 árs sálfræðingur og kvennréttindasinni sem hefur setið á þingi fyrir flokkinn frá 2016.Reuters-fréttastofan segir að Alberto Garzón taki við nýju embætti neytendamálaráðherra. Hann er 34 ára gamall hagfræðingur sem hefur setið á þingi fyrir vinstriflokkinn Sameinað vinstri frá árinu 2011. Sá flokkur rann inn í Sameinaðar getum við fyrir þingkosningarnar í apríl í fyrra. Garzón er félagi í Kommúnistaflokki Spánar og verður fyrsti kommúnistinn til að taka sæti í ríkisstjórn á Spáni frá tíma annars lýðveldisins á 4. áratugnum. Hann gaf meðal annars út bók árið 2017 sem bar titilinn „Vegna þess er ég kommúnisti“. Spánn Tengdar fréttir Vinstristjórn komin til valda á Spáni Á meðal stefnumála nýrrar ríkisstjórnar Sósíalistaflokksins og Við getum er að hækka skatta á þá tekjuhæstu og stórfyrirtæki og hækka lágmarkslaun. 7. janúar 2020 13:54 Þingið hafnaði ríkisstjórn Sánchez í fyrstu atrennu Útlit er fyrir að ný minnihlutastjórn vinstri flokka á Spáni verði samþykkt á morgun með aðeins tveggja atkvæða mun. 6. janúar 2020 11:32 Hillir undir nýja ríkisstjórn á Spáni Flokkur katalónskra sjálfstæðissinna hefur samþykkt að verja minnihlutastjórn vinstriflokkanna falli. Atkvæði verða greidd um traust á slíkri stjórn á spænska þinginu á næstu dögum. 3. janúar 2020 12:05 Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Vinstriflokkurinn Við Getum fær fjögur ráðuneyti og embætti varaforsætisráðherra í ríkisstjórn með Sósíalistaflokknum á Spáni. Búist er við því að Pedro Sánchez, forsætisráðherra, kynni ráðuneyti sitt í næstu viku. Á meðal ráðherra úr röðum Við getum er fyrsti liðsmaður Kommúnistaflokks Spánar sem tekur sæti í ríkisstjórn í átta áratugi. Minnihlutastjórn flokkanna tveggja hlaut blessun spænska þingsins með aðeins tveggja atkvæða mun í atkvæðagreiðslu á þriðjudag. Þetta er fyrsta samsteypustjórnin á Spáni frá því fyrir borgarastríðið þar á 4. áratug síðustu aldar. Enginn flokkur eða blokk fékk afgerandi meirihluta í þingkosningum sem fóru fram í nóvember. Það voru fjórðu þingskosningarnar frá árinu 2015 á Spáni. Sánchez, leiðtogi Sósíalistaflokksins, verður forsætisráðherra, og Pablo Iglesias, leiðtogi Við getum, varaforsætisráðherra. Af fjórum varaforsætisráðherrum verða þrír konur, að sögn spænska blaðsins El País. Talið er að ráðherrum verði fjölgað úr 17 í 20 í ríkisstjórn Sánchez. Iglesias stofnaði Við getum, sem breytti nafni sínu nýlega í Sameinaðar getum við, ásamt félögum sínum við Complutense-háskólann í Madrid árið 2014 til að mótmæla aðhaldsstefnu stjórnvalda í kjölfar fjármálakreppunnar. Hann er fertugur stjórnmálafræðingur. Alberto Garzón var leiðtogi Sameinaðs vinstri þar til flokkurinn rann inn í Sameinaðar getum við fyrir þingkosningarnar í apríl.Vísir/EPA Búist er við því að Irene Montero, eiginkona Iglesias, taki sæti í ríkisstjórninni sem jafnréttisráðherra. Hún er 31 árs sálfræðingur og kvennréttindasinni sem hefur setið á þingi fyrir flokkinn frá 2016.Reuters-fréttastofan segir að Alberto Garzón taki við nýju embætti neytendamálaráðherra. Hann er 34 ára gamall hagfræðingur sem hefur setið á þingi fyrir vinstriflokkinn Sameinað vinstri frá árinu 2011. Sá flokkur rann inn í Sameinaðar getum við fyrir þingkosningarnar í apríl í fyrra. Garzón er félagi í Kommúnistaflokki Spánar og verður fyrsti kommúnistinn til að taka sæti í ríkisstjórn á Spáni frá tíma annars lýðveldisins á 4. áratugnum. Hann gaf meðal annars út bók árið 2017 sem bar titilinn „Vegna þess er ég kommúnisti“.
Spánn Tengdar fréttir Vinstristjórn komin til valda á Spáni Á meðal stefnumála nýrrar ríkisstjórnar Sósíalistaflokksins og Við getum er að hækka skatta á þá tekjuhæstu og stórfyrirtæki og hækka lágmarkslaun. 7. janúar 2020 13:54 Þingið hafnaði ríkisstjórn Sánchez í fyrstu atrennu Útlit er fyrir að ný minnihlutastjórn vinstri flokka á Spáni verði samþykkt á morgun með aðeins tveggja atkvæða mun. 6. janúar 2020 11:32 Hillir undir nýja ríkisstjórn á Spáni Flokkur katalónskra sjálfstæðissinna hefur samþykkt að verja minnihlutastjórn vinstriflokkanna falli. Atkvæði verða greidd um traust á slíkri stjórn á spænska þinginu á næstu dögum. 3. janúar 2020 12:05 Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Vinstristjórn komin til valda á Spáni Á meðal stefnumála nýrrar ríkisstjórnar Sósíalistaflokksins og Við getum er að hækka skatta á þá tekjuhæstu og stórfyrirtæki og hækka lágmarkslaun. 7. janúar 2020 13:54
Þingið hafnaði ríkisstjórn Sánchez í fyrstu atrennu Útlit er fyrir að ný minnihlutastjórn vinstri flokka á Spáni verði samþykkt á morgun með aðeins tveggja atkvæða mun. 6. janúar 2020 11:32
Hillir undir nýja ríkisstjórn á Spáni Flokkur katalónskra sjálfstæðissinna hefur samþykkt að verja minnihlutastjórn vinstriflokkanna falli. Atkvæði verða greidd um traust á slíkri stjórn á spænska þinginu á næstu dögum. 3. janúar 2020 12:05