Anníe Mist fagnar heilum áratug á heimsleikunum í CrossFit með tíu myndum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2020 09:00 Anníe Mist Þórisdóttir eftir fyrsta sigur sinn á heimsleikunum í CrossFit árið 2011. Mynd/Instagram/anniethorisdottir Anníe Mist Þórisdóttir hefur haldið sér í hópi bestu CrossFit kvenna heims í heilan áratug og fagnar því með skemmtilegri færslu á Instagram. Anníe Mist sem fékk nýverið staðfestan farseðil á elleftu heimsleikana sína birti í tíu myndir á Instagram síðu sinni eða eina frá hverju ári sem hún hefur tekið þátt í heimsleikunum í CrossFit. Anníe Mist tók fyrst þátt í heimsleikunum í CrossFit árið 2009, þá ekki orðin tvítug og fyrst Íslendinga. Það voru þriðju heimsleikarnir í CrossFit frá upphafi og fóru fram í Aromas í Kaliforníu. Anníe var meðal tíu efstu í fimm af átta greinum en endaði í 11. sætinu. Anníe Mist varð síðan fyrsti Íslendingurinn til að vera hraustust í heimi á heimsleikunum tveimur árum eftir frumraun sína eftir að hafa náð silfrinu á sínu öðru heimsleikum árið 2010. Anníe Mist hefur tvisvar verið hraustasta CrossFit kona heims og hún hefur alls fimm sinnum komist á verðlaunapall á heimsleikunum. Hún hefur auk gullverðlauna sinna á heimsleikunum 2011 og 2012, orðið tisvar í öðru sæti og þá náði hún þriðja sætinu á heimsleikunum árið 2017. Anníe Mist sýndi styrk sinn í dag með því að ná öðru sætinu á „The Open“ en með því fékk hún farseðil á elleftu heimsleika sína. Hér fyrir neðan má sjá Anníe Mist rifja upp sögu sína á heimsleikunum í CrossFit í tíu myndum eða með mynd frá hverri keppni. View this post on Instagram 10 YEARS/DECADE AT THE CROSSFIT GAMES - swipe right to see a pic that represents each year of my journey 2009-2019 ? ? Podium finishes Heat stroke ? Good memories COUNTLESS ? Second place world wide in the open 2020 and officially qualified for the 11th CrossFit Games Here’s to a decade more in this incredible CrossFit community @reebok @roguefitness @foodspring_athletics @rpstrength @kingkongapparel @rehband @nuunhydration A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Jan 7, 2020 at 7:52am PST CrossFit Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Sjá meira
Anníe Mist Þórisdóttir hefur haldið sér í hópi bestu CrossFit kvenna heims í heilan áratug og fagnar því með skemmtilegri færslu á Instagram. Anníe Mist sem fékk nýverið staðfestan farseðil á elleftu heimsleikana sína birti í tíu myndir á Instagram síðu sinni eða eina frá hverju ári sem hún hefur tekið þátt í heimsleikunum í CrossFit. Anníe Mist tók fyrst þátt í heimsleikunum í CrossFit árið 2009, þá ekki orðin tvítug og fyrst Íslendinga. Það voru þriðju heimsleikarnir í CrossFit frá upphafi og fóru fram í Aromas í Kaliforníu. Anníe var meðal tíu efstu í fimm af átta greinum en endaði í 11. sætinu. Anníe Mist varð síðan fyrsti Íslendingurinn til að vera hraustust í heimi á heimsleikunum tveimur árum eftir frumraun sína eftir að hafa náð silfrinu á sínu öðru heimsleikum árið 2010. Anníe Mist hefur tvisvar verið hraustasta CrossFit kona heims og hún hefur alls fimm sinnum komist á verðlaunapall á heimsleikunum. Hún hefur auk gullverðlauna sinna á heimsleikunum 2011 og 2012, orðið tisvar í öðru sæti og þá náði hún þriðja sætinu á heimsleikunum árið 2017. Anníe Mist sýndi styrk sinn í dag með því að ná öðru sætinu á „The Open“ en með því fékk hún farseðil á elleftu heimsleika sína. Hér fyrir neðan má sjá Anníe Mist rifja upp sögu sína á heimsleikunum í CrossFit í tíu myndum eða með mynd frá hverri keppni. View this post on Instagram 10 YEARS/DECADE AT THE CROSSFIT GAMES - swipe right to see a pic that represents each year of my journey 2009-2019 ? ? Podium finishes Heat stroke ? Good memories COUNTLESS ? Second place world wide in the open 2020 and officially qualified for the 11th CrossFit Games Here’s to a decade more in this incredible CrossFit community @reebok @roguefitness @foodspring_athletics @rpstrength @kingkongapparel @rehband @nuunhydration A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Jan 7, 2020 at 7:52am PST
CrossFit Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Sjá meira