Lewandowski talar vel um Klopp: Þjálfari sem þú hleypur í gegnum eld fyrir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2020 08:00 Robert Lewandowski og Jürgen Klopp eftir að Liverpool sló Bayern München út úr Meistaradeildinni í fyrra. Getty/Chris Brunskill Robert Lewandowski er einn besti framherji heims en það var hjá Borussia Dortmund og undir stjórn Jürgen Klopp þar sem hann fékk sitt fyrsta tækifæri utan Póllands. Lewandowski talar mjög vel um þýska knattspyrnustjórann en Jürgen Klopp hefur síðan gert Liverpool að Evrópu- og heimsmeisturum og er á góðri leið með að enda 30 ára bið félagsins eftir sigri í ensku deildinni. Jürgen Klopp var knattspyrnustjóri Borussia Dortmund þegar Lewandowski kom til félagsins 22 ára gamall árið 2010. Lewandowski skoraði átta mörk á sínu fyrsta tímabili en flest komu þau eftir að hann hafði komið inn á sem varamaður. Þau hjálpuðu þó Dortmund að vinna þýska titilinn. Liðið vann síðan tvöfalt tímabilið á eftir. „Ég gekk til liðs við Dortmund þegar ég var ungur leikmaður og það var ekki auðvelt í byrjun,“ sagði Robert Lewandowski í viðtali við Prawda Futbolu en það er sagt frá því á heimasíðu þýsku bundesligunnar. Robert Lewandowski says he would run through a fire for Jurgen Klopp pic.twitter.com/2qkWeUcgoJ— ESPN FC (@ESPNFC) January 7, 2020 „Augljóslega var Jürgen ekki faðir minn en að sumu leyti þá tók hann að sér það hlutverk. Hann var einn af aðalmönnunum á bak við þróun mína sem fótboltamanns og hann opnaði dyr heimsfótboltans fyrir mér,“ .Lewandowski „Hann er með mikla persónutöfra og veit hvað þarf til að búa til rétta andrúmsloftið hjá sínu liði. Ofan á allt það kann hann að finna rétta jafnvægið á milli gríns og alvarlega athugasemda. Hann er þjálfari sem þú hleypur í gegnum eld fyrir,“ sagði Robert Lewandowski. Robert Lewandowski skoraði alls 102 mörk og gaf 42 stoðsendingar sem leikmaður Jürgen Klopp en fór seinna til Bayern München og varð meðal annars markahæsti erlendi leikmaðurinn í sögu þýsku bundesligunnar. Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Fleiri fréttir „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Sjá meira
Robert Lewandowski er einn besti framherji heims en það var hjá Borussia Dortmund og undir stjórn Jürgen Klopp þar sem hann fékk sitt fyrsta tækifæri utan Póllands. Lewandowski talar mjög vel um þýska knattspyrnustjórann en Jürgen Klopp hefur síðan gert Liverpool að Evrópu- og heimsmeisturum og er á góðri leið með að enda 30 ára bið félagsins eftir sigri í ensku deildinni. Jürgen Klopp var knattspyrnustjóri Borussia Dortmund þegar Lewandowski kom til félagsins 22 ára gamall árið 2010. Lewandowski skoraði átta mörk á sínu fyrsta tímabili en flest komu þau eftir að hann hafði komið inn á sem varamaður. Þau hjálpuðu þó Dortmund að vinna þýska titilinn. Liðið vann síðan tvöfalt tímabilið á eftir. „Ég gekk til liðs við Dortmund þegar ég var ungur leikmaður og það var ekki auðvelt í byrjun,“ sagði Robert Lewandowski í viðtali við Prawda Futbolu en það er sagt frá því á heimasíðu þýsku bundesligunnar. Robert Lewandowski says he would run through a fire for Jurgen Klopp pic.twitter.com/2qkWeUcgoJ— ESPN FC (@ESPNFC) January 7, 2020 „Augljóslega var Jürgen ekki faðir minn en að sumu leyti þá tók hann að sér það hlutverk. Hann var einn af aðalmönnunum á bak við þróun mína sem fótboltamanns og hann opnaði dyr heimsfótboltans fyrir mér,“ .Lewandowski „Hann er með mikla persónutöfra og veit hvað þarf til að búa til rétta andrúmsloftið hjá sínu liði. Ofan á allt það kann hann að finna rétta jafnvægið á milli gríns og alvarlega athugasemda. Hann er þjálfari sem þú hleypur í gegnum eld fyrir,“ sagði Robert Lewandowski. Robert Lewandowski skoraði alls 102 mörk og gaf 42 stoðsendingar sem leikmaður Jürgen Klopp en fór seinna til Bayern München og varð meðal annars markahæsti erlendi leikmaðurinn í sögu þýsku bundesligunnar.
Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Fleiri fréttir „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Sjá meira