39 ferðamenn grófu sig í fönn við Langjökul Jóhann K. Jóhannsson, Magnús Hlynur Hreiðarsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 7. janúar 2020 20:48 Snjóbílar Hjálparsveitar skáta á leið úr Reykjavík í kvöld. vísir/jói k. Uppfært kl. 23:02: Ferðamennirnir 39 sem þurftu að bregða á það ráð að grafa sig í fönn þegar þau urðu strand í vélsleðaferð við Skálpanes suðaustan megin við Langjökul í kvöld eru ekki enn komnir í skjól eins og greint var frá fyrr í kvöld. Fjarskipti á svæðinu eru mjög erfið og aðstæður almennt erfiðar, slæmt veður og afar þung færð. Hluti hópsins er kominn í skjól inn í bíl við staðinn þar sem fólkið gróf sig í fönn en aðrir eru ekki komnir í skjól. Bíllinn sem er á staðnum er bilaður og getur því ekki flutt hópinn í skálann við Skálpanes en þangað eru um fjórir kílómetrar. Unnið er út frá því að fólkið sé við Skálpanes.vísir/mhh Um 200 björgunarsveitarmenn eru á leið inn að Langjökli til að bjarga fólkinu. Ráðgert var að fyrsti hópur kæmi á staðinn upp úr klukkan 22 en enn eru engir björgunarsveitarmenn komnir á staðinn. Er það vegna þess að veður hefur versnað mjög síðasta klukkutímann, færðin ekkert skánað í samræmi við það og er skyggni á svæðinu um fjórir til fimm metrar. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að ekki sé vitað hvenær fyrstu hópar björgunarsveitarmanna komist til fólksins. Enn geti verið töluvert langt í það. „Það er mjög slæmt veður og það gengur allt mjög hægt,“ segir Sveinn Kristján. Viðar Arason, björgunarsveitinni Árborg sem á sæti í svæðisstjórn er hér fyrir miðju. Grímur Hergeirsson, starfandi lögreglustjóri á Suðurlandi, sést til hægri í grárri úlpu.vísir/mhh Lárus Kristinn Guðmundsson, svæðisstjóri björgunarsveita Árnessýslu, sagði í samtali við fréttastofu skömmu fyrir klukkan 22 að allir ferðamennirnir væru að komast í skálann í Skálpanesi. Þá væru fyrstu björgunarsveitarmenn rétt ókomnir á vettvang en aðstæður breyttust svo hratt vegna versnandi veðurs. Fólkið er við Skálpanes suðustan megin við Langjökul.map.is Hann sagði alla ferðamennina heila á húfi, einhverjir væru orðnir kaldir en ekki væri vitað um neitt alvarlegt. Ferðamennirnir eru af nokkrum þjóðernum. Viðtalið við Lárus í heild má sjá neðst í fréttinni. Frá björgunarmiðstöðinni á Selfossi í kvöld.vísir/mhh Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að útkallið hafi borist um klukkan 20 í kvöld. Allar björgunarsveitir í Árnessýslu og á Suðurlandi voru kallaðar út auk snjóbíla af höfuðborgarsvæðinu. „Það barst beiðni út af þessum hóp. Þetta er stór hópur sem er í vélsleðaferð og var orðinn strand nálægt Langjökli,“ segir Davíð. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 23:02. 39 bjargað á Langjökli Björgunarsveitir Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Sjá meira
Uppfært kl. 23:02: Ferðamennirnir 39 sem þurftu að bregða á það ráð að grafa sig í fönn þegar þau urðu strand í vélsleðaferð við Skálpanes suðaustan megin við Langjökul í kvöld eru ekki enn komnir í skjól eins og greint var frá fyrr í kvöld. Fjarskipti á svæðinu eru mjög erfið og aðstæður almennt erfiðar, slæmt veður og afar þung færð. Hluti hópsins er kominn í skjól inn í bíl við staðinn þar sem fólkið gróf sig í fönn en aðrir eru ekki komnir í skjól. Bíllinn sem er á staðnum er bilaður og getur því ekki flutt hópinn í skálann við Skálpanes en þangað eru um fjórir kílómetrar. Unnið er út frá því að fólkið sé við Skálpanes.vísir/mhh Um 200 björgunarsveitarmenn eru á leið inn að Langjökli til að bjarga fólkinu. Ráðgert var að fyrsti hópur kæmi á staðinn upp úr klukkan 22 en enn eru engir björgunarsveitarmenn komnir á staðinn. Er það vegna þess að veður hefur versnað mjög síðasta klukkutímann, færðin ekkert skánað í samræmi við það og er skyggni á svæðinu um fjórir til fimm metrar. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að ekki sé vitað hvenær fyrstu hópar björgunarsveitarmanna komist til fólksins. Enn geti verið töluvert langt í það. „Það er mjög slæmt veður og það gengur allt mjög hægt,“ segir Sveinn Kristján. Viðar Arason, björgunarsveitinni Árborg sem á sæti í svæðisstjórn er hér fyrir miðju. Grímur Hergeirsson, starfandi lögreglustjóri á Suðurlandi, sést til hægri í grárri úlpu.vísir/mhh Lárus Kristinn Guðmundsson, svæðisstjóri björgunarsveita Árnessýslu, sagði í samtali við fréttastofu skömmu fyrir klukkan 22 að allir ferðamennirnir væru að komast í skálann í Skálpanesi. Þá væru fyrstu björgunarsveitarmenn rétt ókomnir á vettvang en aðstæður breyttust svo hratt vegna versnandi veðurs. Fólkið er við Skálpanes suðustan megin við Langjökul.map.is Hann sagði alla ferðamennina heila á húfi, einhverjir væru orðnir kaldir en ekki væri vitað um neitt alvarlegt. Ferðamennirnir eru af nokkrum þjóðernum. Viðtalið við Lárus í heild má sjá neðst í fréttinni. Frá björgunarmiðstöðinni á Selfossi í kvöld.vísir/mhh Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að útkallið hafi borist um klukkan 20 í kvöld. Allar björgunarsveitir í Árnessýslu og á Suðurlandi voru kallaðar út auk snjóbíla af höfuðborgarsvæðinu. „Það barst beiðni út af þessum hóp. Þetta er stór hópur sem er í vélsleðaferð og var orðinn strand nálægt Langjökli,“ segir Davíð. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 23:02.
39 bjargað á Langjökli Björgunarsveitir Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Sjá meira