Guðni Axelsson nýr forstöðumaður Jarðhitaskólans Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. janúar 2020 15:08 Guðni Axelsson tók við stöðunni 1. janúar síðastliðinn. orkustofnun/vísir/vilhelm Jarðeðlisfræðingurinn Dr. Guðni Axelsson tók um áramótin við starfi forstöðumanns Jarðhitaskólans. Frá þessu er greint á vef Orkustofnunar þar sem fram kemur að skólinn hafi fram á síðasta ár verið tengdur Háskóla Sameinuðu þjóðanna (UNU), en sé frá þessu ári tengdur Menningarmálastofnun þeirra (UNESCO). Guðni var ráðinn í október 2019 til að taka við stöðunni 1. janúar 2020, eftir umfjöllun og mat sérstakrar dómnefndar á umsækjendum um stöðuna. Áður hafði Lúðvík S. Georgsson gegnt starfi forstöðumanns frá árinu 2013. Guðni lauk BSc-prófi í eðlisfræði frá Háskóla Íslands 1978 og MSc-prófi í jarðeðlisfræði frá Department of Geophysics/School of Oceanography, Oregon State University, Corvallis, Oregon, 1980. Þá lauk hann doktorsprófi (PhD) í jarðeðlisfræði með sérhæfingu í forðafræði jarðhita frá sama skóla 1985, undir leiðsögn Gunnars heitins Böðvarssonar. Frá því hann lauk námi hefur Guðni starfað hjá Íslenskum orkurannsóknum (ÍSOR) í Reykjavík og forverum þeirra, Jarðhitadeild og Rannsóknasviði Orkustofnunar, sem sérfræðingur í forðafræði jarðhita og verkefnisstjóri. Árin 2003-2014 var hann deildarstjóri eðlisfræðideildar ÍSOR og frá 2014 sviðsstjóri kennslu og þróunar á ÍSOR. Guðni hefur starfað við forðafræðirannsóknir á Íslandi og víða um heim, með áherslu á líkanreikninga, vinnslueftirlit, stýringu langtímavinnslu, niðurdælingu, sjálfbærni og áreiðanleikakannanir. Hann hefur komið að rannsóknum allra háhitasvæða á Íslandi, sem nú eru nýtt, að rannsóknum langflestra lághitasvæða, sem nýtt eru fyrir hitaveitur á Íslandi, auk þess að vinna við og/eða stýra rannsóknarverkefnum í Kína, Tyrklandi, Kenýa, Austur-Evrópu, Mið-Ameríku og víðar. Hann hefur kennt við Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna auk þess að hafa verið gestaprófessor í jarðhitavísindum við Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands og kennt við Háskólann í Reykjavík. Guðni er kvæntur Svanfríði Franklínsdóttur kennara og bókasafns- og upplýsingafræðingi og eiga þau þrjú börn. Lúðvík S. Georgsson, sem nú lætur af störfum sem forstöðumaður Jarðhitaskólans, lauk námi sem verkfræðingur í eðlisverkfræði frá Tækniháskólanum í Lundi 1975 og hóf störf hjá Orkustofnun sama ár. Lúðvík hefur starfað hjá Jarðhitaskólanum síðan áramótin 1989-1990 fyrst sem aðstoðarforstöðumaður Jarðhitaskólans og síðar sem forstöðumaður Jarðhitaskólans frá árinu 2013. Lúðvík hefur tekið þátt í fjölbreyttu alþjóðlegu starfi skólans og átt þátt í uppbyggingu á starfsemi hans á umliðnum árum og er honum þakkað farsælt starf sem eflt hefur skólann umtalsvert. Frá árinu 1979, þegar Jarðhitaskólinn var settur á laggirnar, fyrstur skólanna fjögurra sem starfað hafa undir merkjum Háskóla Sameinuðu þjóðanna, hafa 718 sérfræðingar frá 63 þróunarríkjum útskrifast frá skólanum og á annað þúsund sótt námskeið á vegum hans í nokkrum samstarfsríkjum. Framlag Íslands gegnum starfsemi Jarðhitaskólans hefur haft umtalsverð áhrif á uppbyggingu endurnýjanlegrar orkunýtingar í fjölda þróunarlanda, jafnt til raforkuframleiðslu sem til hitunar húsa með jarðvarma. Skóla - og menntamál Vistaskipti Þróunarsamvinna Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira
Jarðeðlisfræðingurinn Dr. Guðni Axelsson tók um áramótin við starfi forstöðumanns Jarðhitaskólans. Frá þessu er greint á vef Orkustofnunar þar sem fram kemur að skólinn hafi fram á síðasta ár verið tengdur Háskóla Sameinuðu þjóðanna (UNU), en sé frá þessu ári tengdur Menningarmálastofnun þeirra (UNESCO). Guðni var ráðinn í október 2019 til að taka við stöðunni 1. janúar 2020, eftir umfjöllun og mat sérstakrar dómnefndar á umsækjendum um stöðuna. Áður hafði Lúðvík S. Georgsson gegnt starfi forstöðumanns frá árinu 2013. Guðni lauk BSc-prófi í eðlisfræði frá Háskóla Íslands 1978 og MSc-prófi í jarðeðlisfræði frá Department of Geophysics/School of Oceanography, Oregon State University, Corvallis, Oregon, 1980. Þá lauk hann doktorsprófi (PhD) í jarðeðlisfræði með sérhæfingu í forðafræði jarðhita frá sama skóla 1985, undir leiðsögn Gunnars heitins Böðvarssonar. Frá því hann lauk námi hefur Guðni starfað hjá Íslenskum orkurannsóknum (ÍSOR) í Reykjavík og forverum þeirra, Jarðhitadeild og Rannsóknasviði Orkustofnunar, sem sérfræðingur í forðafræði jarðhita og verkefnisstjóri. Árin 2003-2014 var hann deildarstjóri eðlisfræðideildar ÍSOR og frá 2014 sviðsstjóri kennslu og þróunar á ÍSOR. Guðni hefur starfað við forðafræðirannsóknir á Íslandi og víða um heim, með áherslu á líkanreikninga, vinnslueftirlit, stýringu langtímavinnslu, niðurdælingu, sjálfbærni og áreiðanleikakannanir. Hann hefur komið að rannsóknum allra háhitasvæða á Íslandi, sem nú eru nýtt, að rannsóknum langflestra lághitasvæða, sem nýtt eru fyrir hitaveitur á Íslandi, auk þess að vinna við og/eða stýra rannsóknarverkefnum í Kína, Tyrklandi, Kenýa, Austur-Evrópu, Mið-Ameríku og víðar. Hann hefur kennt við Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna auk þess að hafa verið gestaprófessor í jarðhitavísindum við Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands og kennt við Háskólann í Reykjavík. Guðni er kvæntur Svanfríði Franklínsdóttur kennara og bókasafns- og upplýsingafræðingi og eiga þau þrjú börn. Lúðvík S. Georgsson, sem nú lætur af störfum sem forstöðumaður Jarðhitaskólans, lauk námi sem verkfræðingur í eðlisverkfræði frá Tækniháskólanum í Lundi 1975 og hóf störf hjá Orkustofnun sama ár. Lúðvík hefur starfað hjá Jarðhitaskólanum síðan áramótin 1989-1990 fyrst sem aðstoðarforstöðumaður Jarðhitaskólans og síðar sem forstöðumaður Jarðhitaskólans frá árinu 2013. Lúðvík hefur tekið þátt í fjölbreyttu alþjóðlegu starfi skólans og átt þátt í uppbyggingu á starfsemi hans á umliðnum árum og er honum þakkað farsælt starf sem eflt hefur skólann umtalsvert. Frá árinu 1979, þegar Jarðhitaskólinn var settur á laggirnar, fyrstur skólanna fjögurra sem starfað hafa undir merkjum Háskóla Sameinuðu þjóðanna, hafa 718 sérfræðingar frá 63 þróunarríkjum útskrifast frá skólanum og á annað þúsund sótt námskeið á vegum hans í nokkrum samstarfsríkjum. Framlag Íslands gegnum starfsemi Jarðhitaskólans hefur haft umtalsverð áhrif á uppbyggingu endurnýjanlegrar orkunýtingar í fjölda þróunarlanda, jafnt til raforkuframleiðslu sem til hitunar húsa með jarðvarma.
Skóla - og menntamál Vistaskipti Þróunarsamvinna Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira