Vilja heimta kvótann úr höndum hinna ofurríku Jakob Bjarnar skrifar 7. janúar 2020 10:21 Ögmundur og Gunnar Smári. Hafa nú tekið höndum saman. Og vilja kvótann heim. Visir/Gulli Helgason Við þurfum að horfa á það núna hvernig þetta kerfi hefur farið með okkur. Hvernig það hefur farið með íslenskt samfélag,“ segir Ögmundur Jónasson fyrrverandi ráðherra. Rætt var við Ögmund og Gunnar Smára Egilsson blaðamann í Bítinu í morgun þar sem fjallað var um kvótakerfið umdeilda en efnt hefur verið til sérstaks fundar um það fyrirbæri sem haldinn verður í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu á laugardaginn klukkan 12. Einskis að vænta frá þinginu Fundurinn er undir yfirskriftinni Kvótann heim. Kannski ólíklegir félagar en markmið þeirra er hið sama: Þeir vilja taka kvótakerfið og allt það fyrirkomulag til gagngerrar endurskoðunar. Ögmundur segir að ýmislegt hafi orðið til að minna á kvótakerfið að undanförnu, kannski ekki síst Samherjamálið. „Hvað er að gerast suður í Namibíu? Og í gegnum þann spegil sjáum við aflandsfélögin, skattaskjólin … við sjáum hvernig peningarnir hafa verið sogaðir upp úr sjónum og færðir á staði sem gagnast ekki íslensku samfélagi. Það er þetta sem við erum að horfa til.“ Þetta er í sjálfu sér ekki ný umræða. Gunnar Smári segir ekki vænlegt að horfa til þingsins og vænta þess að þaðan spretti einhverjar breytingar. Hann segir mikinn meirihluta almennings andsnúinn þessu kerfi. „Við búum í lýðræðisríki. Og ef þjóðin sameinast, notar samtakamátt sinn til að knýja á um sinn vilja þá nær þjóðin því fram.“ Pólitíkin í sérhagsmunagæslu Gunnar Smári segir blasa við að innviðauppbygging landsins hafi farið fram meðan auðlindirnar voru í eigu þjóðarinnar og nýttar sem slíkar með félagslegum rekstri. Hann nefnir dæmi, að bæjarstjórn Reykjavíkur hafi undir stjórn Sjálfstæðismanna byggt upp hitaveitu Reykjavíkur á uppbyggingarárum. Við sáum stærstu orkuskipti á síðustu öld í heiminum. Gerðum það glæsilega í félagslegum rekstri. „Ef þú myndir spyrja grasrót Sjálfstæðisflokksins í dag: Hvort viltu hafa orkufyrirtækin svipuð og hitaveitan var 1950 til 1980 eða eins og HS Orka er í dag? Hvar viltu hafa forræðið í ákvarðanatöku í orkumálum? Grasrótin mun segja félagslegan rekstur á grunnkerfum samfélagsins. Kvótakerfið er grunnkerfi samfélagsins, við viljum hafa það í félagslegum rekstri til að þjóna hagsmunum almennings. Ef þú hins vegar spyrð forystu Sjálfstæðisflokksins sem er sokkin í hagsmunagæslu fyrir hina ofurríku þá svara þau: Við viljum endilega HS Orku og helst að selja Orkuveituna á morgun,“ segir Gunnar Smári meðal annars. Bítið Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Við þurfum að horfa á það núna hvernig þetta kerfi hefur farið með okkur. Hvernig það hefur farið með íslenskt samfélag,“ segir Ögmundur Jónasson fyrrverandi ráðherra. Rætt var við Ögmund og Gunnar Smára Egilsson blaðamann í Bítinu í morgun þar sem fjallað var um kvótakerfið umdeilda en efnt hefur verið til sérstaks fundar um það fyrirbæri sem haldinn verður í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu á laugardaginn klukkan 12. Einskis að vænta frá þinginu Fundurinn er undir yfirskriftinni Kvótann heim. Kannski ólíklegir félagar en markmið þeirra er hið sama: Þeir vilja taka kvótakerfið og allt það fyrirkomulag til gagngerrar endurskoðunar. Ögmundur segir að ýmislegt hafi orðið til að minna á kvótakerfið að undanförnu, kannski ekki síst Samherjamálið. „Hvað er að gerast suður í Namibíu? Og í gegnum þann spegil sjáum við aflandsfélögin, skattaskjólin … við sjáum hvernig peningarnir hafa verið sogaðir upp úr sjónum og færðir á staði sem gagnast ekki íslensku samfélagi. Það er þetta sem við erum að horfa til.“ Þetta er í sjálfu sér ekki ný umræða. Gunnar Smári segir ekki vænlegt að horfa til þingsins og vænta þess að þaðan spretti einhverjar breytingar. Hann segir mikinn meirihluta almennings andsnúinn þessu kerfi. „Við búum í lýðræðisríki. Og ef þjóðin sameinast, notar samtakamátt sinn til að knýja á um sinn vilja þá nær þjóðin því fram.“ Pólitíkin í sérhagsmunagæslu Gunnar Smári segir blasa við að innviðauppbygging landsins hafi farið fram meðan auðlindirnar voru í eigu þjóðarinnar og nýttar sem slíkar með félagslegum rekstri. Hann nefnir dæmi, að bæjarstjórn Reykjavíkur hafi undir stjórn Sjálfstæðismanna byggt upp hitaveitu Reykjavíkur á uppbyggingarárum. Við sáum stærstu orkuskipti á síðustu öld í heiminum. Gerðum það glæsilega í félagslegum rekstri. „Ef þú myndir spyrja grasrót Sjálfstæðisflokksins í dag: Hvort viltu hafa orkufyrirtækin svipuð og hitaveitan var 1950 til 1980 eða eins og HS Orka er í dag? Hvar viltu hafa forræðið í ákvarðanatöku í orkumálum? Grasrótin mun segja félagslegan rekstur á grunnkerfum samfélagsins. Kvótakerfið er grunnkerfi samfélagsins, við viljum hafa það í félagslegum rekstri til að þjóna hagsmunum almennings. Ef þú hins vegar spyrð forystu Sjálfstæðisflokksins sem er sokkin í hagsmunagæslu fyrir hina ofurríku þá svara þau: Við viljum endilega HS Orku og helst að selja Orkuveituna á morgun,“ segir Gunnar Smári meðal annars.
Bítið Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira