Já, við vitum af þessu! Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 7. janúar 2020 10:00 Í greininni Vita Garðbæingar af þessu?, sem birtist á vef Sjálfstæðismanna í okkar góða nágrannasveitarfélagi Kópavogi, er borin saman skuldastaða bæjarfélaganna og hvernig framsetningu rekstrarafkomu sveitarfélaga getur verið háttað. Greinahöfundur er Jón Finnbogason varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og fyrrverandi íbúi í Garðabæ. Í grein hans koma fram ýmsar staðreyndir sem staðfesta varnaðarorð okkar í Garðabæjarlistanum við afgreiðslu síðustu fjárhagsáætlunar. Skuldasöfnun á hvern íbúa hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár, þvert á hástemmdar og árlegar yfirlýsingar meirihlutans um afburða afkomu sveitarfélagsins. Við vöruðum við því augljósa hættumerki að afgangur sveitarsjóðs fer hraðminnkandi á sama tíma og afar fjárfrek mannvirkjaframkvæmd er á byrjunarstigi; framkvæmd sem byggir á mikilli óvissu í fjármögnun. Sú framkvæmd við byggingu fjölnota íþróttahúss kallar á mikla lántöku á árinu, á sama tíma og bundnar eru vonir við hraða lóðasölu í Vetrarmýrinni. Þar ræður óskhyggjan för hjá félögum okkar í meirihlutanum. Skuldasöfnun, samdráttur, lántökur og óskhyggja er það sem meirihlutinn í bæjarstjórn Garðarbæjar kýs að klæða í nýju fötin keisarans og nefna „ábyrga fjármálastjórn“. Í grein Jóns nágranna okkar kemur fram að árið 2012 voru skuldir og skuldbindingar á hvern íbúa í Kópavogi 1.408 þúsund kr. en á sama tíma 578 þúsund kr. í Garðabæ. Við árslok 2018 var sama tala í Kópavogi 1.212 þúsund kr. á hvern íbúa, en 872 þúsund kr. í Garðabæ. Skuldir á hvern íbúa höfðu því lækkað í Kópavogi um 14% en hækkað á hvern íbúa í Garðabæ um 51%. Skuldasöfnun á hvern íbúa í Garðabæ eykst hratt á sama tíma og kólnun á sér stað í hagkerfinu. Garðabær hefur reyndar vinninginn umfram Kópavog að því er fasteignaskatta varðar, því þar hafa nágrannar okkar verið iðnari við hækkanir undanfarið. Það vegur þó lítið á móti hækkun útsvars. Í Kópavogi hækkaði útsvarið á hvern bæjarbúa frá 2012 til 2018 úr 393 þúsund kr. í 583 þúsund kr., sem er 48,6% hækkun. Í Garðabæ hækkaði útsvar á hvern bæjarbúa úr 405 þúsund kr. í 613 þúsund kr. eða um 51,5%. Það er varla neitt keppikefli að sigra í slíkum samanburði! Í samfélagi, þar sem meirihlutinn trúir því að svart sé hvítt, skuldir séu eignir og keisarinn sé í raun kappklæddur þá er ekki líklegt að þróuninni verði snúið við. Garðbæingar geta átt von á áframhaldandi hækkun útsvars, ef svo fer sem horfir. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Kópavogur Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í greininni Vita Garðbæingar af þessu?, sem birtist á vef Sjálfstæðismanna í okkar góða nágrannasveitarfélagi Kópavogi, er borin saman skuldastaða bæjarfélaganna og hvernig framsetningu rekstrarafkomu sveitarfélaga getur verið háttað. Greinahöfundur er Jón Finnbogason varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og fyrrverandi íbúi í Garðabæ. Í grein hans koma fram ýmsar staðreyndir sem staðfesta varnaðarorð okkar í Garðabæjarlistanum við afgreiðslu síðustu fjárhagsáætlunar. Skuldasöfnun á hvern íbúa hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár, þvert á hástemmdar og árlegar yfirlýsingar meirihlutans um afburða afkomu sveitarfélagsins. Við vöruðum við því augljósa hættumerki að afgangur sveitarsjóðs fer hraðminnkandi á sama tíma og afar fjárfrek mannvirkjaframkvæmd er á byrjunarstigi; framkvæmd sem byggir á mikilli óvissu í fjármögnun. Sú framkvæmd við byggingu fjölnota íþróttahúss kallar á mikla lántöku á árinu, á sama tíma og bundnar eru vonir við hraða lóðasölu í Vetrarmýrinni. Þar ræður óskhyggjan för hjá félögum okkar í meirihlutanum. Skuldasöfnun, samdráttur, lántökur og óskhyggja er það sem meirihlutinn í bæjarstjórn Garðarbæjar kýs að klæða í nýju fötin keisarans og nefna „ábyrga fjármálastjórn“. Í grein Jóns nágranna okkar kemur fram að árið 2012 voru skuldir og skuldbindingar á hvern íbúa í Kópavogi 1.408 þúsund kr. en á sama tíma 578 þúsund kr. í Garðabæ. Við árslok 2018 var sama tala í Kópavogi 1.212 þúsund kr. á hvern íbúa, en 872 þúsund kr. í Garðabæ. Skuldir á hvern íbúa höfðu því lækkað í Kópavogi um 14% en hækkað á hvern íbúa í Garðabæ um 51%. Skuldasöfnun á hvern íbúa í Garðabæ eykst hratt á sama tíma og kólnun á sér stað í hagkerfinu. Garðabær hefur reyndar vinninginn umfram Kópavog að því er fasteignaskatta varðar, því þar hafa nágrannar okkar verið iðnari við hækkanir undanfarið. Það vegur þó lítið á móti hækkun útsvars. Í Kópavogi hækkaði útsvarið á hvern bæjarbúa frá 2012 til 2018 úr 393 þúsund kr. í 583 þúsund kr., sem er 48,6% hækkun. Í Garðabæ hækkaði útsvar á hvern bæjarbúa úr 405 þúsund kr. í 613 þúsund kr. eða um 51,5%. Það er varla neitt keppikefli að sigra í slíkum samanburði! Í samfélagi, þar sem meirihlutinn trúir því að svart sé hvítt, skuldir séu eignir og keisarinn sé í raun kappklæddur þá er ekki líklegt að þróuninni verði snúið við. Garðbæingar geta átt von á áframhaldandi hækkun útsvars, ef svo fer sem horfir. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun