Já, við vitum af þessu! Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 7. janúar 2020 10:00 Í greininni Vita Garðbæingar af þessu?, sem birtist á vef Sjálfstæðismanna í okkar góða nágrannasveitarfélagi Kópavogi, er borin saman skuldastaða bæjarfélaganna og hvernig framsetningu rekstrarafkomu sveitarfélaga getur verið háttað. Greinahöfundur er Jón Finnbogason varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og fyrrverandi íbúi í Garðabæ. Í grein hans koma fram ýmsar staðreyndir sem staðfesta varnaðarorð okkar í Garðabæjarlistanum við afgreiðslu síðustu fjárhagsáætlunar. Skuldasöfnun á hvern íbúa hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár, þvert á hástemmdar og árlegar yfirlýsingar meirihlutans um afburða afkomu sveitarfélagsins. Við vöruðum við því augljósa hættumerki að afgangur sveitarsjóðs fer hraðminnkandi á sama tíma og afar fjárfrek mannvirkjaframkvæmd er á byrjunarstigi; framkvæmd sem byggir á mikilli óvissu í fjármögnun. Sú framkvæmd við byggingu fjölnota íþróttahúss kallar á mikla lántöku á árinu, á sama tíma og bundnar eru vonir við hraða lóðasölu í Vetrarmýrinni. Þar ræður óskhyggjan för hjá félögum okkar í meirihlutanum. Skuldasöfnun, samdráttur, lántökur og óskhyggja er það sem meirihlutinn í bæjarstjórn Garðarbæjar kýs að klæða í nýju fötin keisarans og nefna „ábyrga fjármálastjórn“. Í grein Jóns nágranna okkar kemur fram að árið 2012 voru skuldir og skuldbindingar á hvern íbúa í Kópavogi 1.408 þúsund kr. en á sama tíma 578 þúsund kr. í Garðabæ. Við árslok 2018 var sama tala í Kópavogi 1.212 þúsund kr. á hvern íbúa, en 872 þúsund kr. í Garðabæ. Skuldir á hvern íbúa höfðu því lækkað í Kópavogi um 14% en hækkað á hvern íbúa í Garðabæ um 51%. Skuldasöfnun á hvern íbúa í Garðabæ eykst hratt á sama tíma og kólnun á sér stað í hagkerfinu. Garðabær hefur reyndar vinninginn umfram Kópavog að því er fasteignaskatta varðar, því þar hafa nágrannar okkar verið iðnari við hækkanir undanfarið. Það vegur þó lítið á móti hækkun útsvars. Í Kópavogi hækkaði útsvarið á hvern bæjarbúa frá 2012 til 2018 úr 393 þúsund kr. í 583 þúsund kr., sem er 48,6% hækkun. Í Garðabæ hækkaði útsvar á hvern bæjarbúa úr 405 þúsund kr. í 613 þúsund kr. eða um 51,5%. Það er varla neitt keppikefli að sigra í slíkum samanburði! Í samfélagi, þar sem meirihlutinn trúir því að svart sé hvítt, skuldir séu eignir og keisarinn sé í raun kappklæddur þá er ekki líklegt að þróuninni verði snúið við. Garðbæingar geta átt von á áframhaldandi hækkun útsvars, ef svo fer sem horfir. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Kópavogur Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Í greininni Vita Garðbæingar af þessu?, sem birtist á vef Sjálfstæðismanna í okkar góða nágrannasveitarfélagi Kópavogi, er borin saman skuldastaða bæjarfélaganna og hvernig framsetningu rekstrarafkomu sveitarfélaga getur verið háttað. Greinahöfundur er Jón Finnbogason varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og fyrrverandi íbúi í Garðabæ. Í grein hans koma fram ýmsar staðreyndir sem staðfesta varnaðarorð okkar í Garðabæjarlistanum við afgreiðslu síðustu fjárhagsáætlunar. Skuldasöfnun á hvern íbúa hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár, þvert á hástemmdar og árlegar yfirlýsingar meirihlutans um afburða afkomu sveitarfélagsins. Við vöruðum við því augljósa hættumerki að afgangur sveitarsjóðs fer hraðminnkandi á sama tíma og afar fjárfrek mannvirkjaframkvæmd er á byrjunarstigi; framkvæmd sem byggir á mikilli óvissu í fjármögnun. Sú framkvæmd við byggingu fjölnota íþróttahúss kallar á mikla lántöku á árinu, á sama tíma og bundnar eru vonir við hraða lóðasölu í Vetrarmýrinni. Þar ræður óskhyggjan för hjá félögum okkar í meirihlutanum. Skuldasöfnun, samdráttur, lántökur og óskhyggja er það sem meirihlutinn í bæjarstjórn Garðarbæjar kýs að klæða í nýju fötin keisarans og nefna „ábyrga fjármálastjórn“. Í grein Jóns nágranna okkar kemur fram að árið 2012 voru skuldir og skuldbindingar á hvern íbúa í Kópavogi 1.408 þúsund kr. en á sama tíma 578 þúsund kr. í Garðabæ. Við árslok 2018 var sama tala í Kópavogi 1.212 þúsund kr. á hvern íbúa, en 872 þúsund kr. í Garðabæ. Skuldir á hvern íbúa höfðu því lækkað í Kópavogi um 14% en hækkað á hvern íbúa í Garðabæ um 51%. Skuldasöfnun á hvern íbúa í Garðabæ eykst hratt á sama tíma og kólnun á sér stað í hagkerfinu. Garðabær hefur reyndar vinninginn umfram Kópavog að því er fasteignaskatta varðar, því þar hafa nágrannar okkar verið iðnari við hækkanir undanfarið. Það vegur þó lítið á móti hækkun útsvars. Í Kópavogi hækkaði útsvarið á hvern bæjarbúa frá 2012 til 2018 úr 393 þúsund kr. í 583 þúsund kr., sem er 48,6% hækkun. Í Garðabæ hækkaði útsvar á hvern bæjarbúa úr 405 þúsund kr. í 613 þúsund kr. eða um 51,5%. Það er varla neitt keppikefli að sigra í slíkum samanburði! Í samfélagi, þar sem meirihlutinn trúir því að svart sé hvítt, skuldir séu eignir og keisarinn sé í raun kappklæddur þá er ekki líklegt að þróuninni verði snúið við. Garðbæingar geta átt von á áframhaldandi hækkun útsvars, ef svo fer sem horfir. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar