Telja ofveiði rostunga hafa átt þátt í hvarfi norrænna byggða á Grænlandi Kjartan Kjartansson skrifar 6. janúar 2020 10:40 Beinagrind úr rostungi. Skögultennurnar voru munaðarvara á miðöldum og notaðar til að skera út skrautmuni. Vísir/Getty Ofveiði á rostungum fyrir skögultennur þeirra gæti hafa átt þátt í hruni og hvarfi byggða norrænna manna á Grænlandi á 15. öld. Rannsókn á rostungabeinum í Evrópu bendir til þess að bein frá Grænlandi hafi verið allsráðandi á markaði með fílabein um nokkurra alda skeið. Ólíkar kenningar hafa verið um hvers vegna byggð norrænna manna á Suðvestur-Grænlandi, sem Eiríkur rauði átti að hafa stofnað undir lok 10. aldar, lagðist af. Byggðin leið undir lok á 15. öld og hefur það meðal annars verið tengt við tímabunda loftslagskólnun í Evrópu og Norður-Ameríku sem nefnd hefur verið litla-ísöld, ósjálfbæran landbúnað og jafnvel svartadauða. Vísbendingar eru um að íslenskir landnámsmenn hafi útrýmt rostungastofni hér á landi og leiddar hafa verið líkur að því að það hafi orðið hvatinn að landnám norrænna manna á Grænlandi. Vísindamenn frá háskólunum í Cambridge, Osló og Þrándheimi rekja hvarf byggðanna til þess að norrænir menn gengu of nærri rostungastofninum á Grænlandi í nýrri rannsókn sem þeir gerðu á höfuðkúpum rostunga sem fylgdu beinunum þegar þau voru flutt til Evrópu fyrr á öldum. Erfðaefni og ísótópar í beinunum vörpuðu ljósi á kyn og uppruna dýranna sem voru veidd. Rostungabein var verðmæt vara í miðöldum og var líkt og fílabein notað til að skera út skrautmuni og taflmenn. Vísindamennirnir telja að grænlenskt rostungabein hafi verið ráðandi á þeim markaði í mörg hundruð ár. Fílabein frá Afríku tók yfir evrópska markaðinn á 13. öld og segja vísindamennirnir að litlar vísbendingar séu um innflutning á rostungabeini til meginlands Evrópu eftir árið 1400. Lækkandi verð og lengri veiðiferðir Rannsóknin bendir til þess að með tímanum hafi rostungabeinin komið úr minni dýrum en áður, oft kvendýrum, og að þau hafi verið veidd norðar, í Baffinsflóa á milli Vestur-Grænlands og austanverðs Kanada. Það er talið vísbending um að veiðimennirnir á Grænlandi hafi þurft að leggja í lengri og hættulegri leiðangra til að afla beinanna og fyrir minni ávinning en áður. „Norrænir Grænlendingar þurftu að stunda viðskipti við Evrópu til að fá járn og timbur og þeir höfðu aðallega rostungavörur til að skipta. Okkur grunar að lækkandi verð á rostungabeini í Evrópu þýddi að fleiri og fleiri bein voru tekin til að halda lífinu í grænlensku nýlendunum,“ segir James H. Barrett frá fornleifafræðideild Cambridge-háskóla í tilkynningu frá skólanum. Ofveiðarnar þýddu að menn þurftu að leita sífellt norðar til að veiða rostunga. Þannig hafi rostungastofninum hnignað enn frekar og á sama tíma byggðunum sem reiddu sig á veiðarnar. Bastiaan Star, meðhöfundur greinar í vísindaritinu Quaternary Science Reviews um rannsóknina frá Háskólanum í Osló, segir að þó að fleira hafi átt þátt í hruni byggða norrænna manna á Grænlandi þá hafi hnignun rostungastofnsins og verðhrun á beinunum í Evrópu grafið undan þeim. „Rannsókn okkar bendir til þess að örlögin hafi verið ráðin,“ segir Star. Grænland Tengdar fréttir Sérstakur stofn rostunga hvarf við landnám Íslands Tímamótarannsókn bendir til að sérstakur stofn rostunga hafi verið á Íslandi sem hvergi finnst annars staðar í heiminum og að stofninn hafi horfið við landnám. 22. desember 2018 20:00 Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Ofveiði á rostungum fyrir skögultennur þeirra gæti hafa átt þátt í hruni og hvarfi byggða norrænna manna á Grænlandi á 15. öld. Rannsókn á rostungabeinum í Evrópu bendir til þess að bein frá Grænlandi hafi verið allsráðandi á markaði með fílabein um nokkurra alda skeið. Ólíkar kenningar hafa verið um hvers vegna byggð norrænna manna á Suðvestur-Grænlandi, sem Eiríkur rauði átti að hafa stofnað undir lok 10. aldar, lagðist af. Byggðin leið undir lok á 15. öld og hefur það meðal annars verið tengt við tímabunda loftslagskólnun í Evrópu og Norður-Ameríku sem nefnd hefur verið litla-ísöld, ósjálfbæran landbúnað og jafnvel svartadauða. Vísbendingar eru um að íslenskir landnámsmenn hafi útrýmt rostungastofni hér á landi og leiddar hafa verið líkur að því að það hafi orðið hvatinn að landnám norrænna manna á Grænlandi. Vísindamenn frá háskólunum í Cambridge, Osló og Þrándheimi rekja hvarf byggðanna til þess að norrænir menn gengu of nærri rostungastofninum á Grænlandi í nýrri rannsókn sem þeir gerðu á höfuðkúpum rostunga sem fylgdu beinunum þegar þau voru flutt til Evrópu fyrr á öldum. Erfðaefni og ísótópar í beinunum vörpuðu ljósi á kyn og uppruna dýranna sem voru veidd. Rostungabein var verðmæt vara í miðöldum og var líkt og fílabein notað til að skera út skrautmuni og taflmenn. Vísindamennirnir telja að grænlenskt rostungabein hafi verið ráðandi á þeim markaði í mörg hundruð ár. Fílabein frá Afríku tók yfir evrópska markaðinn á 13. öld og segja vísindamennirnir að litlar vísbendingar séu um innflutning á rostungabeini til meginlands Evrópu eftir árið 1400. Lækkandi verð og lengri veiðiferðir Rannsóknin bendir til þess að með tímanum hafi rostungabeinin komið úr minni dýrum en áður, oft kvendýrum, og að þau hafi verið veidd norðar, í Baffinsflóa á milli Vestur-Grænlands og austanverðs Kanada. Það er talið vísbending um að veiðimennirnir á Grænlandi hafi þurft að leggja í lengri og hættulegri leiðangra til að afla beinanna og fyrir minni ávinning en áður. „Norrænir Grænlendingar þurftu að stunda viðskipti við Evrópu til að fá járn og timbur og þeir höfðu aðallega rostungavörur til að skipta. Okkur grunar að lækkandi verð á rostungabeini í Evrópu þýddi að fleiri og fleiri bein voru tekin til að halda lífinu í grænlensku nýlendunum,“ segir James H. Barrett frá fornleifafræðideild Cambridge-háskóla í tilkynningu frá skólanum. Ofveiðarnar þýddu að menn þurftu að leita sífellt norðar til að veiða rostunga. Þannig hafi rostungastofninum hnignað enn frekar og á sama tíma byggðunum sem reiddu sig á veiðarnar. Bastiaan Star, meðhöfundur greinar í vísindaritinu Quaternary Science Reviews um rannsóknina frá Háskólanum í Osló, segir að þó að fleira hafi átt þátt í hruni byggða norrænna manna á Grænlandi þá hafi hnignun rostungastofnsins og verðhrun á beinunum í Evrópu grafið undan þeim. „Rannsókn okkar bendir til þess að örlögin hafi verið ráðin,“ segir Star.
Grænland Tengdar fréttir Sérstakur stofn rostunga hvarf við landnám Íslands Tímamótarannsókn bendir til að sérstakur stofn rostunga hafi verið á Íslandi sem hvergi finnst annars staðar í heiminum og að stofninn hafi horfið við landnám. 22. desember 2018 20:00 Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Sérstakur stofn rostunga hvarf við landnám Íslands Tímamótarannsókn bendir til að sérstakur stofn rostunga hafi verið á Íslandi sem hvergi finnst annars staðar í heiminum og að stofninn hafi horfið við landnám. 22. desember 2018 20:00