Hundruð flugliða hjá Delta rekja veikindi til búninga Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. janúar 2020 09:34 Búningarnir sem um ræðir. Mynd/Delta Yfir 500 starfsmenn bandaríska flugfélagsins Delta hafa stefnt fataframleiðandanum Lands' End vegna heilsufarsvandamála sem þeir telja sig hafa orðið fyrir. Stefnendurnir rekja vandamálin til flugliðabúninga og annarra búninga sem flugfélagið krefst þess að starfsmenn gangi í í vinnunni.CNN greinir frá og segir að í stefnunni sé því haldið fram að búningarnir, sem aðallega eru í notkun á meðal flugliða félagsins, ógni heilsu starfsmanna flugfélagsins. Þannig hafi starfsmenn sem þurft að hafa klæðast búningunum í vinnunni frá árinu 2018 glímt við raddbandarvandamál, öndunarerfiðleika, útbrot, skerta sjón, blóðnasir og síþreytu, svo dæmi séu tekin. Flestir af þeim sem koma að stefnunni eru flugfreyjur að sögn lögmanns hópsins sem segir að í viðbót við þessa 500 sem standa að stefnunni hafi aðrir 500 starfsmenn flugfélagsins kvartað yfir búningunum. Þá séu um sex þúsund meðlimir í Facebook-hóp þar sem vandamál tengd búningunum eru rædd.Í stefnunni segir að samkvæmt rannsókn sem stefnendur létu framkvæma á búningunum komi fram að fundist hafi hærri en leyfileg gildi af ýmsum efnum og þungmálmum, þar á meðal kvikasilfri.Stefnan beinist sem fyrr segir að fataframleiðandanum sem framleiðir búningana, en ekki flugfélaginu, sem segist telja að búningarnir séu öruggir. Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Yfir 500 starfsmenn bandaríska flugfélagsins Delta hafa stefnt fataframleiðandanum Lands' End vegna heilsufarsvandamála sem þeir telja sig hafa orðið fyrir. Stefnendurnir rekja vandamálin til flugliðabúninga og annarra búninga sem flugfélagið krefst þess að starfsmenn gangi í í vinnunni.CNN greinir frá og segir að í stefnunni sé því haldið fram að búningarnir, sem aðallega eru í notkun á meðal flugliða félagsins, ógni heilsu starfsmanna flugfélagsins. Þannig hafi starfsmenn sem þurft að hafa klæðast búningunum í vinnunni frá árinu 2018 glímt við raddbandarvandamál, öndunarerfiðleika, útbrot, skerta sjón, blóðnasir og síþreytu, svo dæmi séu tekin. Flestir af þeim sem koma að stefnunni eru flugfreyjur að sögn lögmanns hópsins sem segir að í viðbót við þessa 500 sem standa að stefnunni hafi aðrir 500 starfsmenn flugfélagsins kvartað yfir búningunum. Þá séu um sex þúsund meðlimir í Facebook-hóp þar sem vandamál tengd búningunum eru rædd.Í stefnunni segir að samkvæmt rannsókn sem stefnendur létu framkvæma á búningunum komi fram að fundist hafi hærri en leyfileg gildi af ýmsum efnum og þungmálmum, þar á meðal kvikasilfri.Stefnan beinist sem fyrr segir að fataframleiðandanum sem framleiðir búningana, en ekki flugfélaginu, sem segist telja að búningarnir séu öruggir.
Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent