Hildur Guðnadóttir vann Golden Globe Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. janúar 2020 06:26 Hildur tekur við Golden Globe-verðlaununum í Los Angeles í nótt. Vísir/AP Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut í nótt Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker. Hildur er aðeins önnur konan til að vinna verðlaunin fyrir frumsamda kvikmyndatónlist og sú fyrsta sem vinnur þau ein. Hildur notaði tækifærið í þakkarræðunni og þakkaði fjölskyldu sinni og samstarfsmönnum, leikstjóranum Todd Phillips og aðalleikaranum, Joaquin Phoenix. Þá tileinkaði hún verðlaunin Kára, syni sínum. „Þessi er fyrir þig,“ sagði Hildur á íslensku og lauk þar með máli sínu. Ræðu hennar má sjá hér fyrir neðan. Að lokinni ræðunni ræddi Hildur við fréttamenn, með Golden Globe-styttuna í fanginu, og var m.a. spurð að því hvernig það væri að vera komin á mála hjá þekktum leikstjórum á borð við áðurnefndan Phillips. „Ég hef tekið eftir örlítilli þreytu síðasta áratuginn eða svo varðandi það að treysta konum fyrir þessum stærri verkefnum. En ég held, vegna þeirrar vitundarvakningar sem hefur orðið síðustu ár um stöðu kvenna í bransanum, að ég hafi notið mjög góðs af því. Ég held að fólk sé opnara fyrir því að treysta konum í dag,“ sagði Hildur m.a. í svari sínu.Horfa má á Hildi ræða við fréttamenn í spilaranum hér að neðan. Hildur hefur farið sannkallaða sigurför um Hollywood undanfarin misseri. Hún vann Emmy-verðlaun fyrir tónlistina í þáttunum Chernobyl í september, World Soundtrack Awards í október, og var tilnefnd til Grammy-verðlauna fyrir sama verk í nóvember en sú verðlaunaafhending fer fram í lok janúar. Þá er tónlist hennar í Joker ein af fimmtán verkum sem koma til greina í flokknum besta frumsamda kvikmyndatónlistin á Óskarsverðlaununum í ár. Congratulations to Hildur Guðnadóttir - Best Original Score - Motion Picture - Joker (@jokermovie). - #GoldenGlobespic.twitter.com/oJAvOqNFMS— Golden Globe Awards (@goldenglobes) January 6, 2020 Eins og áður segir er Hildur aðeins önnur konan til að vinna Golden Globe-styttuna í flokki kvikmyndatónlistar. Tónskáldið Lisa Gerrard hlaut þau ásamt kollega sínum, Hans Zimmer, fyrir tónlistina í kvikmyndinni Glatiator árið 2000. Þá er Hildur annar Íslendingurinn til að vinna verðlaunin fyrir kvikmyndatónlist. Jóhann Jóhannsson vann Golden Globe árið 2015 fyrir tónlistina í kvikmyndinni The Theory of Everything og var tilnefndur 2017 fyrir Arrival. Þau Hildur voru samstarfsfólk í mörg ár. Verðlaunahafar úr ýmsum áttum Þá var Hildur ekki sú eina úr Jóker-liðinu sem vann til verðlauna í nótt en Joaquin Phoenix hlaut Golden Globe fyrir túlkun sína á Jókernum sjálfum. Kvikmyndin 1917 var valin besta kvikmyndin í flokki dramamynda og leikstjóri hennar, Sam Mendes, var valinn besti kvikmyndaleikstjórinn. Once Upon a Time in Hollywood hreppti verðlaunin í flokki söngleikja og grínmynda. Þá var Renée Zellweger valin besta leikkona í aðalhlutverki í dramakvikmynd fyrir hlutverk sitt sem Judy Garland í samnefndri kvikmynd. Og þá lítum við til sjónvarps. Þáttaraðirnar Succesion, Fleabag og Chernobyl, sem státar einmitt af tónlist Hildar, voru valdar þær bestu í sínum flokkum. Succesion og Chernobyl voru sýndar á Stöð 2 og eru aðgengilegar í Maraþoninu, efnisveitu Stöðvar 2. Olivia Colman var verðlaunuð fyrir hlutverk sitt sem Elísabet Bretadrottning í þáttaröðinni The Crown og Phoebe Waller-Bridge hlaut Golden Globe fyrir titilhlutverkið í Fleabag. Lista yfir verðlaunahafa má finna hér.Fréttin hefur verið uppfærð. Bíó og sjónvarp Golden Globes Íslendingar erlendis Tónlist Tengdar fréttir Þriðja íslenska konan á lista yfir þá sem koma til greina á Óskarnum Fríða Aradóttir er á lista yfir þá sem koma til greina til að vinna Óskarinn en á mánudaginn var greindi Óskars-akademían frá því hvaða kvikmyndir keppa um Óskarsverðlaun á þessu stigi. 18. desember 2019 20:00 Tónskáldið Hildur hlaut bjartsýnisverðlaunin Emmy-verðlaunahafinn Hildur Guðnadóttir var heiðruð á Kjarvalsstöðum í dag. 2. janúar 2020 17:15 Phoenix þakkaði Hildi umbreytingu Jókersins í myndinni Bandaríski leikarinn Joaquin Phoenix segist aldrei hafa orðið fyrir jafnmiklum áhrifum af kvikmyndatónlist og í tilviki tónlistar Hildar Guðnadóttur, sem semur tónlistina í stórmyndinni The Joker. 5. október 2019 10:54 Hildur tilnefnd til Golden Globe Hildur Guðnadóttir sellóleikari og tónskáld heldur áfram að slá í gegn á erlendum vettvangi en í dag var hún tilnefnd til hinna virtu kvikmyndaverðlauna Golden Globe fyrir tónlistina í kvikmyndinni Jókerinn. 9. desember 2019 14:45 Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Kanónur í jólakósí Menning Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Lífið Fleiri fréttir Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Sjá meira
Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut í nótt Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker. Hildur er aðeins önnur konan til að vinna verðlaunin fyrir frumsamda kvikmyndatónlist og sú fyrsta sem vinnur þau ein. Hildur notaði tækifærið í þakkarræðunni og þakkaði fjölskyldu sinni og samstarfsmönnum, leikstjóranum Todd Phillips og aðalleikaranum, Joaquin Phoenix. Þá tileinkaði hún verðlaunin Kára, syni sínum. „Þessi er fyrir þig,“ sagði Hildur á íslensku og lauk þar með máli sínu. Ræðu hennar má sjá hér fyrir neðan. Að lokinni ræðunni ræddi Hildur við fréttamenn, með Golden Globe-styttuna í fanginu, og var m.a. spurð að því hvernig það væri að vera komin á mála hjá þekktum leikstjórum á borð við áðurnefndan Phillips. „Ég hef tekið eftir örlítilli þreytu síðasta áratuginn eða svo varðandi það að treysta konum fyrir þessum stærri verkefnum. En ég held, vegna þeirrar vitundarvakningar sem hefur orðið síðustu ár um stöðu kvenna í bransanum, að ég hafi notið mjög góðs af því. Ég held að fólk sé opnara fyrir því að treysta konum í dag,“ sagði Hildur m.a. í svari sínu.Horfa má á Hildi ræða við fréttamenn í spilaranum hér að neðan. Hildur hefur farið sannkallaða sigurför um Hollywood undanfarin misseri. Hún vann Emmy-verðlaun fyrir tónlistina í þáttunum Chernobyl í september, World Soundtrack Awards í október, og var tilnefnd til Grammy-verðlauna fyrir sama verk í nóvember en sú verðlaunaafhending fer fram í lok janúar. Þá er tónlist hennar í Joker ein af fimmtán verkum sem koma til greina í flokknum besta frumsamda kvikmyndatónlistin á Óskarsverðlaununum í ár. Congratulations to Hildur Guðnadóttir - Best Original Score - Motion Picture - Joker (@jokermovie). - #GoldenGlobespic.twitter.com/oJAvOqNFMS— Golden Globe Awards (@goldenglobes) January 6, 2020 Eins og áður segir er Hildur aðeins önnur konan til að vinna Golden Globe-styttuna í flokki kvikmyndatónlistar. Tónskáldið Lisa Gerrard hlaut þau ásamt kollega sínum, Hans Zimmer, fyrir tónlistina í kvikmyndinni Glatiator árið 2000. Þá er Hildur annar Íslendingurinn til að vinna verðlaunin fyrir kvikmyndatónlist. Jóhann Jóhannsson vann Golden Globe árið 2015 fyrir tónlistina í kvikmyndinni The Theory of Everything og var tilnefndur 2017 fyrir Arrival. Þau Hildur voru samstarfsfólk í mörg ár. Verðlaunahafar úr ýmsum áttum Þá var Hildur ekki sú eina úr Jóker-liðinu sem vann til verðlauna í nótt en Joaquin Phoenix hlaut Golden Globe fyrir túlkun sína á Jókernum sjálfum. Kvikmyndin 1917 var valin besta kvikmyndin í flokki dramamynda og leikstjóri hennar, Sam Mendes, var valinn besti kvikmyndaleikstjórinn. Once Upon a Time in Hollywood hreppti verðlaunin í flokki söngleikja og grínmynda. Þá var Renée Zellweger valin besta leikkona í aðalhlutverki í dramakvikmynd fyrir hlutverk sitt sem Judy Garland í samnefndri kvikmynd. Og þá lítum við til sjónvarps. Þáttaraðirnar Succesion, Fleabag og Chernobyl, sem státar einmitt af tónlist Hildar, voru valdar þær bestu í sínum flokkum. Succesion og Chernobyl voru sýndar á Stöð 2 og eru aðgengilegar í Maraþoninu, efnisveitu Stöðvar 2. Olivia Colman var verðlaunuð fyrir hlutverk sitt sem Elísabet Bretadrottning í þáttaröðinni The Crown og Phoebe Waller-Bridge hlaut Golden Globe fyrir titilhlutverkið í Fleabag. Lista yfir verðlaunahafa má finna hér.Fréttin hefur verið uppfærð.
Bíó og sjónvarp Golden Globes Íslendingar erlendis Tónlist Tengdar fréttir Þriðja íslenska konan á lista yfir þá sem koma til greina á Óskarnum Fríða Aradóttir er á lista yfir þá sem koma til greina til að vinna Óskarinn en á mánudaginn var greindi Óskars-akademían frá því hvaða kvikmyndir keppa um Óskarsverðlaun á þessu stigi. 18. desember 2019 20:00 Tónskáldið Hildur hlaut bjartsýnisverðlaunin Emmy-verðlaunahafinn Hildur Guðnadóttir var heiðruð á Kjarvalsstöðum í dag. 2. janúar 2020 17:15 Phoenix þakkaði Hildi umbreytingu Jókersins í myndinni Bandaríski leikarinn Joaquin Phoenix segist aldrei hafa orðið fyrir jafnmiklum áhrifum af kvikmyndatónlist og í tilviki tónlistar Hildar Guðnadóttur, sem semur tónlistina í stórmyndinni The Joker. 5. október 2019 10:54 Hildur tilnefnd til Golden Globe Hildur Guðnadóttir sellóleikari og tónskáld heldur áfram að slá í gegn á erlendum vettvangi en í dag var hún tilnefnd til hinna virtu kvikmyndaverðlauna Golden Globe fyrir tónlistina í kvikmyndinni Jókerinn. 9. desember 2019 14:45 Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Kanónur í jólakósí Menning Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Lífið Fleiri fréttir Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Sjá meira
Þriðja íslenska konan á lista yfir þá sem koma til greina á Óskarnum Fríða Aradóttir er á lista yfir þá sem koma til greina til að vinna Óskarinn en á mánudaginn var greindi Óskars-akademían frá því hvaða kvikmyndir keppa um Óskarsverðlaun á þessu stigi. 18. desember 2019 20:00
Tónskáldið Hildur hlaut bjartsýnisverðlaunin Emmy-verðlaunahafinn Hildur Guðnadóttir var heiðruð á Kjarvalsstöðum í dag. 2. janúar 2020 17:15
Phoenix þakkaði Hildi umbreytingu Jókersins í myndinni Bandaríski leikarinn Joaquin Phoenix segist aldrei hafa orðið fyrir jafnmiklum áhrifum af kvikmyndatónlist og í tilviki tónlistar Hildar Guðnadóttur, sem semur tónlistina í stórmyndinni The Joker. 5. október 2019 10:54
Hildur tilnefnd til Golden Globe Hildur Guðnadóttir sellóleikari og tónskáld heldur áfram að slá í gegn á erlendum vettvangi en í dag var hún tilnefnd til hinna virtu kvikmyndaverðlauna Golden Globe fyrir tónlistina í kvikmyndinni Jókerinn. 9. desember 2019 14:45