Weinstein telur sig geta átt afturkvæmt í kvikmyndabransann Andri Eysteinsson skrifar 5. janúar 2020 14:19 Harvey Weinstein að ganga úr dómsshúsi í New York í desember. AP/Mark Lennihan Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein telur sig geta endurreist feril sinn að réttarhöldunum yfir honum loknum muni kviðdómur komast að þeirri niðurstöðu að hann sé saklaus. Réttarhöldin yfir Weinstein hefjast í New York á morgun, mánudaginn 5. janúar. Hefur Weinstein verið ákærður fyrir nauðganir og önnur kynferðisbrot en yfir 80 konur hafa stigið fram og lýst brotum Weinstein gegn sér. Weinstein hefur haldið fram sakleysi sínu og hafnar öllum ásökunum um nokkur kynferðisbrot.Í svari við fyrirspurnum CNN sagði Weinstein að síðustu tvö ár hafi verið erfið en gríðarlega lærdómsrík. Weinstein segir að mest öllum tíma sínum frá því að ásakanirnar komu fram hafi hann varið með lögfræðiteymi sínu og einbeiti hann sér að því að sanna sakleysi sitt og hreinsa Weinstein nafnið. Kvikmyndaframleiðslufyrirtækið The Weinstein Company sem Weinstein stofnaði árið 2005 ásamt bróður sínum Bob Weinstein lagði upp laupana eftir að ásakanirnar komu á sjónarsviðið en Weinstein telur sig geta átt afturkvæmt í kvikmyndabransann að réttarhöldunum loknum, verði hann ekki dæmdur sekur. Hann segist þó vita að slíkt verður erfiðara en að segja það. Annars segist Weinstein ætla að einbeita sér að heilsunni, hvíldinni og börnum sínum eftir réttarhöldin. Lögfræðingur Weinsteins, Donna Rotunno, segir í samtali við CNN að þó Weinstein myndi fyrstur manna viðurkenna að hann hafi gert slæma hluti sé hann ekki glæpamaður. „Hann hélt fram hjá eiginkonu sinni, hann var óheiðarlegur og stundaði kynlíf með fjölda kvenna. Hann myndi segja að það hafi verið slæmar ákvarðanir. Hann hefur tapað öllu vegna þessara ákvarðana. Það er enginn að halda því fram að hann sé dýrlingur sem hefur aldrei gert neitt rangt en ég trúi því að Harvey sé ekki nauðgari,“ sagði Rotunno. Bíó og sjónvarp Hollywood MeToo Mál Harvey Weinstein Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein telur sig geta endurreist feril sinn að réttarhöldunum yfir honum loknum muni kviðdómur komast að þeirri niðurstöðu að hann sé saklaus. Réttarhöldin yfir Weinstein hefjast í New York á morgun, mánudaginn 5. janúar. Hefur Weinstein verið ákærður fyrir nauðganir og önnur kynferðisbrot en yfir 80 konur hafa stigið fram og lýst brotum Weinstein gegn sér. Weinstein hefur haldið fram sakleysi sínu og hafnar öllum ásökunum um nokkur kynferðisbrot.Í svari við fyrirspurnum CNN sagði Weinstein að síðustu tvö ár hafi verið erfið en gríðarlega lærdómsrík. Weinstein segir að mest öllum tíma sínum frá því að ásakanirnar komu fram hafi hann varið með lögfræðiteymi sínu og einbeiti hann sér að því að sanna sakleysi sitt og hreinsa Weinstein nafnið. Kvikmyndaframleiðslufyrirtækið The Weinstein Company sem Weinstein stofnaði árið 2005 ásamt bróður sínum Bob Weinstein lagði upp laupana eftir að ásakanirnar komu á sjónarsviðið en Weinstein telur sig geta átt afturkvæmt í kvikmyndabransann að réttarhöldunum loknum, verði hann ekki dæmdur sekur. Hann segist þó vita að slíkt verður erfiðara en að segja það. Annars segist Weinstein ætla að einbeita sér að heilsunni, hvíldinni og börnum sínum eftir réttarhöldin. Lögfræðingur Weinsteins, Donna Rotunno, segir í samtali við CNN að þó Weinstein myndi fyrstur manna viðurkenna að hann hafi gert slæma hluti sé hann ekki glæpamaður. „Hann hélt fram hjá eiginkonu sinni, hann var óheiðarlegur og stundaði kynlíf með fjölda kvenna. Hann myndi segja að það hafi verið slæmar ákvarðanir. Hann hefur tapað öllu vegna þessara ákvarðana. Það er enginn að halda því fram að hann sé dýrlingur sem hefur aldrei gert neitt rangt en ég trúi því að Harvey sé ekki nauðgari,“ sagði Rotunno.
Bíó og sjónvarp Hollywood MeToo Mál Harvey Weinstein Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning