Óttast um gæði þjónustunnar á Landspítalanum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. janúar 2020 19:45 Formaður hjúkrunarráðs Landspítalans telur ástandið mun alvarlega nú en fyrir fjórum árum þegar einn af hverjum fimm hjúkrunarfræðingum á spítalanum upplifði alvarleg einkenni kulnunar. Það komi að því að þetta bitni á gæðum þjónustunnar, margir telji að það sé farið að gera það. Í rannsókn sem birtist nýlega kemur fram að fimmtungur hjúkrunarfræðinga lýsti alvarlegum einkennum kulnunar á Landspítalanum í lok árs 2015. Þetta er gríðarleg aukning frá fyrri rannsókn sem gerð var 2002 þegar um 6% hjúkrunarfræðinga lýsti þessum einkennum. Þá voru um 17 prósent sem íhugðu að skipta um starf á næstu sex til tólf mánuðum. Kannað var hvaða áhrif starfsumhverfið hefur á einkenni kulnunar. Sigrún Gunnarsdóttir dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og meðhöfundur rannsóknarinnar segir þrjá þætti í starfsumhverfinu hafa lykiláhrif á einkenni kulnunar. „Í fyrsta lagi er það álag í starfi sem tengist þá mönnun, í öðru lagi er það hversu mikil áhrif viðkomandi hefur á störfin sín, hvort hann hafi rödd inná vinnustaðnum fæ ég að blómstra í starfi og í þriðja lagi er það stuðningur sem ég nýt í starfi frá stjórnendum og samstarfsfólki og stuðningur. Þannig þurfi stjórnendur að styðja starsfólk í ákvörðunartöku, sýna góða forystu og stjórna á uppbyggilegan hátt. Þá þurfi að veita hrós og viðurkenningu,“ segir Sigrún. Hún segir að sömu þættir hafi komið fram í öðrum rannsóknum um allan heim. Það sé hægt að gera mikið með því að bæta starfsumhverfið sjálft og þar séu stjórnendur í lykilstöðu. „Stjórnendur hafa mjög mikil áhrif á starfsumhverfið sem hefur síðan áhrif á kulnun í starfi. Ég veit að stjórnendur eru að leggja sig alla fram í þessu verkefni en þeir þurfa líka stuðning til að vera góður stjórnendur. Þar liggja tækifæri fyrir Landspítalann,“ segir Sigrún. Marta Jónsdóttir formaður Hjúkrunarráðs Landspítalans óttast um gæði þjónustunnar á spítalanum vegna álags á starfsfólk. Engar sambærilegar rannsóknir hafa verið gerða á Landspítalanum á síðustu fjórum árum. Marta Jónsdóttir formaður Hjúkrunarráðs spítalans segir hins vegar að ástandið hafi versnað til muna frá árinu 2015. „Það er mikið meira álag nú en þá. Sjúklingar sem dvelja á spítalanum eru veikari og við þurfum að sinna flóknari verkefnum en áður. Þá er mönnunin ekki fullnægjandi og hefur ekki verið í mjög langan tíma,“ segir Marta. Hún segir að þrátt fyrir aukið atvinnuleysi hafi hjúkrunarfræðingar sem hafi hætt störfum ekki snúið til baka. „Það eru örfáir sem sækja um hjá okkur þegar auglýst hjúkrunafræðingum á spítalanum,“ segir Marta. Hún segir að ráðist hafi verið í mörg endurbótaverkefni en það sé oft ekki tími til að sinna þeim. „Það er rosalega erfitt að ráðast í slík verkefni þegar það vantar stöðugt starfsfólk. Það er líka auka álag þegar verið er að endurnýja deildir,“ segir Marta. Hún segir að sjúklingar séu yfirleitt afar ánægðir með þjónustuna á spítalanum en það gæti breyst. „Það kemur að því að ástandið bitnar á gæðum á spítalanum. Sumir telja að það er strax farið að gera það. Sumir telja þjónustuna verri, það er samskiptavandi því fólk er undir stöðugu álagi. Við vitum að þegar við erum öll undir stöðugu álagi í langan tíma ferð það að hafa áhrif,“ segir Marta. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Sjá meira
Formaður hjúkrunarráðs Landspítalans telur ástandið mun alvarlega nú en fyrir fjórum árum þegar einn af hverjum fimm hjúkrunarfræðingum á spítalanum upplifði alvarleg einkenni kulnunar. Það komi að því að þetta bitni á gæðum þjónustunnar, margir telji að það sé farið að gera það. Í rannsókn sem birtist nýlega kemur fram að fimmtungur hjúkrunarfræðinga lýsti alvarlegum einkennum kulnunar á Landspítalanum í lok árs 2015. Þetta er gríðarleg aukning frá fyrri rannsókn sem gerð var 2002 þegar um 6% hjúkrunarfræðinga lýsti þessum einkennum. Þá voru um 17 prósent sem íhugðu að skipta um starf á næstu sex til tólf mánuðum. Kannað var hvaða áhrif starfsumhverfið hefur á einkenni kulnunar. Sigrún Gunnarsdóttir dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og meðhöfundur rannsóknarinnar segir þrjá þætti í starfsumhverfinu hafa lykiláhrif á einkenni kulnunar. „Í fyrsta lagi er það álag í starfi sem tengist þá mönnun, í öðru lagi er það hversu mikil áhrif viðkomandi hefur á störfin sín, hvort hann hafi rödd inná vinnustaðnum fæ ég að blómstra í starfi og í þriðja lagi er það stuðningur sem ég nýt í starfi frá stjórnendum og samstarfsfólki og stuðningur. Þannig þurfi stjórnendur að styðja starsfólk í ákvörðunartöku, sýna góða forystu og stjórna á uppbyggilegan hátt. Þá þurfi að veita hrós og viðurkenningu,“ segir Sigrún. Hún segir að sömu þættir hafi komið fram í öðrum rannsóknum um allan heim. Það sé hægt að gera mikið með því að bæta starfsumhverfið sjálft og þar séu stjórnendur í lykilstöðu. „Stjórnendur hafa mjög mikil áhrif á starfsumhverfið sem hefur síðan áhrif á kulnun í starfi. Ég veit að stjórnendur eru að leggja sig alla fram í þessu verkefni en þeir þurfa líka stuðning til að vera góður stjórnendur. Þar liggja tækifæri fyrir Landspítalann,“ segir Sigrún. Marta Jónsdóttir formaður Hjúkrunarráðs Landspítalans óttast um gæði þjónustunnar á spítalanum vegna álags á starfsfólk. Engar sambærilegar rannsóknir hafa verið gerða á Landspítalanum á síðustu fjórum árum. Marta Jónsdóttir formaður Hjúkrunarráðs spítalans segir hins vegar að ástandið hafi versnað til muna frá árinu 2015. „Það er mikið meira álag nú en þá. Sjúklingar sem dvelja á spítalanum eru veikari og við þurfum að sinna flóknari verkefnum en áður. Þá er mönnunin ekki fullnægjandi og hefur ekki verið í mjög langan tíma,“ segir Marta. Hún segir að þrátt fyrir aukið atvinnuleysi hafi hjúkrunarfræðingar sem hafi hætt störfum ekki snúið til baka. „Það eru örfáir sem sækja um hjá okkur þegar auglýst hjúkrunafræðingum á spítalanum,“ segir Marta. Hún segir að ráðist hafi verið í mörg endurbótaverkefni en það sé oft ekki tími til að sinna þeim. „Það er rosalega erfitt að ráðast í slík verkefni þegar það vantar stöðugt starfsfólk. Það er líka auka álag þegar verið er að endurnýja deildir,“ segir Marta. Hún segir að sjúklingar séu yfirleitt afar ánægðir með þjónustuna á spítalanum en það gæti breyst. „Það kemur að því að ástandið bitnar á gæðum á spítalanum. Sumir telja að það er strax farið að gera það. Sumir telja þjónustuna verri, það er samskiptavandi því fólk er undir stöðugu álagi. Við vitum að þegar við erum öll undir stöðugu álagi í langan tíma ferð það að hafa áhrif,“ segir Marta.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent