Óttast um gæði þjónustunnar á Landspítalanum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. janúar 2020 19:45 Formaður hjúkrunarráðs Landspítalans telur ástandið mun alvarlega nú en fyrir fjórum árum þegar einn af hverjum fimm hjúkrunarfræðingum á spítalanum upplifði alvarleg einkenni kulnunar. Það komi að því að þetta bitni á gæðum þjónustunnar, margir telji að það sé farið að gera það. Í rannsókn sem birtist nýlega kemur fram að fimmtungur hjúkrunarfræðinga lýsti alvarlegum einkennum kulnunar á Landspítalanum í lok árs 2015. Þetta er gríðarleg aukning frá fyrri rannsókn sem gerð var 2002 þegar um 6% hjúkrunarfræðinga lýsti þessum einkennum. Þá voru um 17 prósent sem íhugðu að skipta um starf á næstu sex til tólf mánuðum. Kannað var hvaða áhrif starfsumhverfið hefur á einkenni kulnunar. Sigrún Gunnarsdóttir dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og meðhöfundur rannsóknarinnar segir þrjá þætti í starfsumhverfinu hafa lykiláhrif á einkenni kulnunar. „Í fyrsta lagi er það álag í starfi sem tengist þá mönnun, í öðru lagi er það hversu mikil áhrif viðkomandi hefur á störfin sín, hvort hann hafi rödd inná vinnustaðnum fæ ég að blómstra í starfi og í þriðja lagi er það stuðningur sem ég nýt í starfi frá stjórnendum og samstarfsfólki og stuðningur. Þannig þurfi stjórnendur að styðja starsfólk í ákvörðunartöku, sýna góða forystu og stjórna á uppbyggilegan hátt. Þá þurfi að veita hrós og viðurkenningu,“ segir Sigrún. Hún segir að sömu þættir hafi komið fram í öðrum rannsóknum um allan heim. Það sé hægt að gera mikið með því að bæta starfsumhverfið sjálft og þar séu stjórnendur í lykilstöðu. „Stjórnendur hafa mjög mikil áhrif á starfsumhverfið sem hefur síðan áhrif á kulnun í starfi. Ég veit að stjórnendur eru að leggja sig alla fram í þessu verkefni en þeir þurfa líka stuðning til að vera góður stjórnendur. Þar liggja tækifæri fyrir Landspítalann,“ segir Sigrún. Marta Jónsdóttir formaður Hjúkrunarráðs Landspítalans óttast um gæði þjónustunnar á spítalanum vegna álags á starfsfólk. Engar sambærilegar rannsóknir hafa verið gerða á Landspítalanum á síðustu fjórum árum. Marta Jónsdóttir formaður Hjúkrunarráðs spítalans segir hins vegar að ástandið hafi versnað til muna frá árinu 2015. „Það er mikið meira álag nú en þá. Sjúklingar sem dvelja á spítalanum eru veikari og við þurfum að sinna flóknari verkefnum en áður. Þá er mönnunin ekki fullnægjandi og hefur ekki verið í mjög langan tíma,“ segir Marta. Hún segir að þrátt fyrir aukið atvinnuleysi hafi hjúkrunarfræðingar sem hafi hætt störfum ekki snúið til baka. „Það eru örfáir sem sækja um hjá okkur þegar auglýst hjúkrunafræðingum á spítalanum,“ segir Marta. Hún segir að ráðist hafi verið í mörg endurbótaverkefni en það sé oft ekki tími til að sinna þeim. „Það er rosalega erfitt að ráðast í slík verkefni þegar það vantar stöðugt starfsfólk. Það er líka auka álag þegar verið er að endurnýja deildir,“ segir Marta. Hún segir að sjúklingar séu yfirleitt afar ánægðir með þjónustuna á spítalanum en það gæti breyst. „Það kemur að því að ástandið bitnar á gæðum á spítalanum. Sumir telja að það er strax farið að gera það. Sumir telja þjónustuna verri, það er samskiptavandi því fólk er undir stöðugu álagi. Við vitum að þegar við erum öll undir stöðugu álagi í langan tíma ferð það að hafa áhrif,“ segir Marta. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Formaður hjúkrunarráðs Landspítalans telur ástandið mun alvarlega nú en fyrir fjórum árum þegar einn af hverjum fimm hjúkrunarfræðingum á spítalanum upplifði alvarleg einkenni kulnunar. Það komi að því að þetta bitni á gæðum þjónustunnar, margir telji að það sé farið að gera það. Í rannsókn sem birtist nýlega kemur fram að fimmtungur hjúkrunarfræðinga lýsti alvarlegum einkennum kulnunar á Landspítalanum í lok árs 2015. Þetta er gríðarleg aukning frá fyrri rannsókn sem gerð var 2002 þegar um 6% hjúkrunarfræðinga lýsti þessum einkennum. Þá voru um 17 prósent sem íhugðu að skipta um starf á næstu sex til tólf mánuðum. Kannað var hvaða áhrif starfsumhverfið hefur á einkenni kulnunar. Sigrún Gunnarsdóttir dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og meðhöfundur rannsóknarinnar segir þrjá þætti í starfsumhverfinu hafa lykiláhrif á einkenni kulnunar. „Í fyrsta lagi er það álag í starfi sem tengist þá mönnun, í öðru lagi er það hversu mikil áhrif viðkomandi hefur á störfin sín, hvort hann hafi rödd inná vinnustaðnum fæ ég að blómstra í starfi og í þriðja lagi er það stuðningur sem ég nýt í starfi frá stjórnendum og samstarfsfólki og stuðningur. Þannig þurfi stjórnendur að styðja starsfólk í ákvörðunartöku, sýna góða forystu og stjórna á uppbyggilegan hátt. Þá þurfi að veita hrós og viðurkenningu,“ segir Sigrún. Hún segir að sömu þættir hafi komið fram í öðrum rannsóknum um allan heim. Það sé hægt að gera mikið með því að bæta starfsumhverfið sjálft og þar séu stjórnendur í lykilstöðu. „Stjórnendur hafa mjög mikil áhrif á starfsumhverfið sem hefur síðan áhrif á kulnun í starfi. Ég veit að stjórnendur eru að leggja sig alla fram í þessu verkefni en þeir þurfa líka stuðning til að vera góður stjórnendur. Þar liggja tækifæri fyrir Landspítalann,“ segir Sigrún. Marta Jónsdóttir formaður Hjúkrunarráðs Landspítalans óttast um gæði þjónustunnar á spítalanum vegna álags á starfsfólk. Engar sambærilegar rannsóknir hafa verið gerða á Landspítalanum á síðustu fjórum árum. Marta Jónsdóttir formaður Hjúkrunarráðs spítalans segir hins vegar að ástandið hafi versnað til muna frá árinu 2015. „Það er mikið meira álag nú en þá. Sjúklingar sem dvelja á spítalanum eru veikari og við þurfum að sinna flóknari verkefnum en áður. Þá er mönnunin ekki fullnægjandi og hefur ekki verið í mjög langan tíma,“ segir Marta. Hún segir að þrátt fyrir aukið atvinnuleysi hafi hjúkrunarfræðingar sem hafi hætt störfum ekki snúið til baka. „Það eru örfáir sem sækja um hjá okkur þegar auglýst hjúkrunafræðingum á spítalanum,“ segir Marta. Hún segir að ráðist hafi verið í mörg endurbótaverkefni en það sé oft ekki tími til að sinna þeim. „Það er rosalega erfitt að ráðast í slík verkefni þegar það vantar stöðugt starfsfólk. Það er líka auka álag þegar verið er að endurnýja deildir,“ segir Marta. Hún segir að sjúklingar séu yfirleitt afar ánægðir með þjónustuna á spítalanum en það gæti breyst. „Það kemur að því að ástandið bitnar á gæðum á spítalanum. Sumir telja að það er strax farið að gera það. Sumir telja þjónustuna verri, það er samskiptavandi því fólk er undir stöðugu álagi. Við vitum að þegar við erum öll undir stöðugu álagi í langan tíma ferð það að hafa áhrif,“ segir Marta.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira